Innlent

Óttarr hrósar Kristjáni Þór fyrir sjúkrahótelið

Snærós Sindradóttir skrifar
Óttarr tók við lyklunum af Kristjáni Þór.
Óttarr tók við lyklunum af Kristjáni Þór. vísir/vilhelm
Fréttablaðið náði tali af þeim sem nú taka við ráðherraembætti og spurði þau sömu fimm spurninganna. Óttarr Proppé er nýr heilbrigðisráðherra.

Hvert verður þitt fyrsta verk?

Fyrsta verkið verður að tala við starfsfólkið og kynna mér stöðu mála í ráðuneytinu. Það er mikið í vinnslu og svo framvegis. 

Hvað gerði forveri þinn vel í starfi?

Ég vil nú meina að hann hafi gert ýmislegt vel. Hann hefur gert ágætlega í að þoka áfram málum barna og þegar kemur að geðheilbrigðismálum. Hann hefur held ég stigið ölduna vel gagnvart því að rembast við að berjast fyrir fjármagni í málaflokkinn sem hefur aldeilis verið fjársveltur lengi, því miður. Ég vil líka hrósa honum fyrir að standa fyrir því að sjúkrahótelið er að rísa. 

Hvað hefði betur mátt fara hjá forvera þínum?

Ég hefði alveg verið sáttur við að honum hefði tekist að gera meira en maður veit að þetta er líka erfitt ráðuneyti. 

Hvaða verkefni verður fyrirferðarmest í þínu ráðuneyti á kjörtímabilinu?

Það á eftir að koma í ljós. En eins og við sáum í áherslum ríkisstjórnarinnar þá er þetta uppbyggingarfasi sem við þurfum að komast í. Mig langar að taka heildstætt á heilbrigðisþjónustunni og það verður ábyggilega gríðarlega stórt verkefni.

Sóttist þú sérstaklega eftir þessu ráðuneyti?

Já, ég gerði það.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×