Trump telur Rússa líklega bera ábyrgð á tölvuárásum fyrir kosningarnar Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 11. janúar 2017 18:14 Í skýrslunni kemur einnig fram að Rússar hafi í fórum sínum upplýsingar sem gætu svert mannorð Trumps og komið upp um ýmis vafasöm athæfi. Vísir/Getty Donald Trump verðandi forseti Bandaríkjanna hélt sinn fyrsta blaðamannafund í dag síðan hann var kjörinn forseti Bandaríkjanna. Á fundinum var meðal annars farið yfir skýrslu, sem nýlega kom fram, þar sem rússnesk stjórnvöld eru sögð bera ábyrgð á tölvuárusum sem demókrataflokkurinn varð fyrir rétt fyrir forsetakosningarnar. Trump sagði að Rússar bæru líklega ábyrgð á þessum tölvuárásum og er þetta í fyrsta sinn sem hann viðurkennir það. CNN greinir frá. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að Michael Cohen, lögfræðingur Trumps, hafi í ágúst eða september 2016 heimsótt Kremlin og rætt þar um mögulegar tölvuárásir gegn andstæðingum Trumps. Hann neitar þó öllum sökum og segir allan fréttaflutning þess efnis vera uppsuna.Sýna Trump í vafasömu ljósi Í skýrslunni kemur einnig fram að Rússar hafi í fórum sínum upplýsingar sem gætu svert mannorð Trumps og komið upp um ýmis vafasöm athæfi. Mest allur tími blaðamannafundarins fór í að ræða um þessar ásakanir þar sem Trump er sakaður um glæfralega háttsemi í fjármálum sem og að hafa verið í samskiptum við vændiskonur. Trump segir þessar ásakanir sem komi fram í skýrslunni um hans persónulegu málefni vera sett fram af veiku fólki og séu uppspuni. Hann þakkaði þeim fréttaveitum sem hefðu ekki birt skýrsluna í heild sinni og gagnrýndi einnig Buzzfeed og CNN sem birtu skýrsluna. Trump neitaði meðal annars að svara spurningu frá fréttamanni CNN og sagði þá segja fréttir sem væru uppspuni. Trump taldi þó að Rússar hefðu átt hlut í tölvuárásunum á demókrataflokkinn þar sem meðal annars var brotist inn í tölvupósta Hillary Clinton. Trump bendir þó að fleiri aðilar gætu hafa átt hlut að máli. Talsmaður Pútíns ,Dmitry Perskov, segir að ekki sé neinn fótur fyrir þessum ásökunum sem komi fram í skýrslunni um að Rússa búi yfir mannorðsskemmandi upplýsingum um Trump. Hann segir ásakanirnar settar fram í þeirri von að spilla sambandinu enn frekar á milli landanna tveggja.Afturkallar Obamacare og forðast hagsmunaárekstra Trump segir að hann muni ekki hafa nein afskipti af fyrirtækjum í hans eigu á meðan á forsetatíð hans stendur. Hann muni láta það alfarið í hendur tveggja sona sinna og ítrekar að hann muni ekki ræða málefni fyrirtækjanna við þá. Einn af lögfræðingum Trumps, Sheri Dillon, virðist vera að vinna í því að einangra Trump algjörlega frá fyrirtækjunum þannig að engar upplýsingar tengist honum á nokkurn hátt. Það sé gert til að sporna við hagsmunaárekstrum. Þannig hafi Trump lagt upp með að vera forseti þjóðar sinnar og sinna málefnum hennar einungis. Einnig kom fram að Trump hefði meðal annars gengið í skugga um að hætt verði við alla nýja viðskiptasamninga sem hafa verið í undirbúningi og hafa ekki verið skjalfestir. Trump ætlar jafnframt að afturkalla Obamacare og endurnýja hana á sama tíma. Hann leggur áherslu á að þetta mundi einungis taka tvo daga eða viku. Jafnframt sagðist hann ætla að byggja vegginn á milli Mexíkó og Bandaríkjanna og sagði að Mexíkó myndi greiða fyrir múrinn að mestu leyti. Sjá má blaðamannafundinn í heild sinni hér að neðanDonald Trump refuses to take a question from CNN's Senior White House Correspondent @Acosta https://t.co/SYIPLekALG https://t.co/Im5Dlc38B4— CNN (@CNN) January 11, 2017 Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Frásagnir af gylltum sturtum og kúgunum Rússa „nornaveiðar“ Fjölmiðlar í Bandaríkjunum og víðar hafa í nótt sagt fréttir af frásögnum um að yfirvöld í Rússlandi búi yfir skaðlegum upplýsingum um Donald Trump. 11. janúar 2017 10:30 Sjáðu fyrsta blaðamannafund Donald Trump Donald Trump hélt sinn fyrsta blaðamannafund sem verðandi forseti Bandaríkjanna í dag. 11. janúar 2017 15:57 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Fleiri fréttir Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Sjá meira
Donald Trump verðandi forseti Bandaríkjanna hélt sinn fyrsta blaðamannafund í dag síðan hann var kjörinn forseti Bandaríkjanna. Á fundinum var meðal annars farið yfir skýrslu, sem nýlega kom fram, þar sem rússnesk stjórnvöld eru sögð bera ábyrgð á tölvuárusum sem demókrataflokkurinn varð fyrir rétt fyrir forsetakosningarnar. Trump sagði að Rússar bæru líklega ábyrgð á þessum tölvuárásum og er þetta í fyrsta sinn sem hann viðurkennir það. CNN greinir frá. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að Michael Cohen, lögfræðingur Trumps, hafi í ágúst eða september 2016 heimsótt Kremlin og rætt þar um mögulegar tölvuárásir gegn andstæðingum Trumps. Hann neitar þó öllum sökum og segir allan fréttaflutning þess efnis vera uppsuna.Sýna Trump í vafasömu ljósi Í skýrslunni kemur einnig fram að Rússar hafi í fórum sínum upplýsingar sem gætu svert mannorð Trumps og komið upp um ýmis vafasöm athæfi. Mest allur tími blaðamannafundarins fór í að ræða um þessar ásakanir þar sem Trump er sakaður um glæfralega háttsemi í fjármálum sem og að hafa verið í samskiptum við vændiskonur. Trump segir þessar ásakanir sem komi fram í skýrslunni um hans persónulegu málefni vera sett fram af veiku fólki og séu uppspuni. Hann þakkaði þeim fréttaveitum sem hefðu ekki birt skýrsluna í heild sinni og gagnrýndi einnig Buzzfeed og CNN sem birtu skýrsluna. Trump neitaði meðal annars að svara spurningu frá fréttamanni CNN og sagði þá segja fréttir sem væru uppspuni. Trump taldi þó að Rússar hefðu átt hlut í tölvuárásunum á demókrataflokkinn þar sem meðal annars var brotist inn í tölvupósta Hillary Clinton. Trump bendir þó að fleiri aðilar gætu hafa átt hlut að máli. Talsmaður Pútíns ,Dmitry Perskov, segir að ekki sé neinn fótur fyrir þessum ásökunum sem komi fram í skýrslunni um að Rússa búi yfir mannorðsskemmandi upplýsingum um Trump. Hann segir ásakanirnar settar fram í þeirri von að spilla sambandinu enn frekar á milli landanna tveggja.Afturkallar Obamacare og forðast hagsmunaárekstra Trump segir að hann muni ekki hafa nein afskipti af fyrirtækjum í hans eigu á meðan á forsetatíð hans stendur. Hann muni láta það alfarið í hendur tveggja sona sinna og ítrekar að hann muni ekki ræða málefni fyrirtækjanna við þá. Einn af lögfræðingum Trumps, Sheri Dillon, virðist vera að vinna í því að einangra Trump algjörlega frá fyrirtækjunum þannig að engar upplýsingar tengist honum á nokkurn hátt. Það sé gert til að sporna við hagsmunaárekstrum. Þannig hafi Trump lagt upp með að vera forseti þjóðar sinnar og sinna málefnum hennar einungis. Einnig kom fram að Trump hefði meðal annars gengið í skugga um að hætt verði við alla nýja viðskiptasamninga sem hafa verið í undirbúningi og hafa ekki verið skjalfestir. Trump ætlar jafnframt að afturkalla Obamacare og endurnýja hana á sama tíma. Hann leggur áherslu á að þetta mundi einungis taka tvo daga eða viku. Jafnframt sagðist hann ætla að byggja vegginn á milli Mexíkó og Bandaríkjanna og sagði að Mexíkó myndi greiða fyrir múrinn að mestu leyti. Sjá má blaðamannafundinn í heild sinni hér að neðanDonald Trump refuses to take a question from CNN's Senior White House Correspondent @Acosta https://t.co/SYIPLekALG https://t.co/Im5Dlc38B4— CNN (@CNN) January 11, 2017
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Frásagnir af gylltum sturtum og kúgunum Rússa „nornaveiðar“ Fjölmiðlar í Bandaríkjunum og víðar hafa í nótt sagt fréttir af frásögnum um að yfirvöld í Rússlandi búi yfir skaðlegum upplýsingum um Donald Trump. 11. janúar 2017 10:30 Sjáðu fyrsta blaðamannafund Donald Trump Donald Trump hélt sinn fyrsta blaðamannafund sem verðandi forseti Bandaríkjanna í dag. 11. janúar 2017 15:57 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Fleiri fréttir Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Sjá meira
Frásagnir af gylltum sturtum og kúgunum Rússa „nornaveiðar“ Fjölmiðlar í Bandaríkjunum og víðar hafa í nótt sagt fréttir af frásögnum um að yfirvöld í Rússlandi búi yfir skaðlegum upplýsingum um Donald Trump. 11. janúar 2017 10:30
Sjáðu fyrsta blaðamannafund Donald Trump Donald Trump hélt sinn fyrsta blaðamannafund sem verðandi forseti Bandaríkjanna í dag. 11. janúar 2017 15:57
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent