Trump telur Rússa líklega bera ábyrgð á tölvuárásum fyrir kosningarnar Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 11. janúar 2017 18:14 Í skýrslunni kemur einnig fram að Rússar hafi í fórum sínum upplýsingar sem gætu svert mannorð Trumps og komið upp um ýmis vafasöm athæfi. Vísir/Getty Donald Trump verðandi forseti Bandaríkjanna hélt sinn fyrsta blaðamannafund í dag síðan hann var kjörinn forseti Bandaríkjanna. Á fundinum var meðal annars farið yfir skýrslu, sem nýlega kom fram, þar sem rússnesk stjórnvöld eru sögð bera ábyrgð á tölvuárusum sem demókrataflokkurinn varð fyrir rétt fyrir forsetakosningarnar. Trump sagði að Rússar bæru líklega ábyrgð á þessum tölvuárásum og er þetta í fyrsta sinn sem hann viðurkennir það. CNN greinir frá. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að Michael Cohen, lögfræðingur Trumps, hafi í ágúst eða september 2016 heimsótt Kremlin og rætt þar um mögulegar tölvuárásir gegn andstæðingum Trumps. Hann neitar þó öllum sökum og segir allan fréttaflutning þess efnis vera uppsuna.Sýna Trump í vafasömu ljósi Í skýrslunni kemur einnig fram að Rússar hafi í fórum sínum upplýsingar sem gætu svert mannorð Trumps og komið upp um ýmis vafasöm athæfi. Mest allur tími blaðamannafundarins fór í að ræða um þessar ásakanir þar sem Trump er sakaður um glæfralega háttsemi í fjármálum sem og að hafa verið í samskiptum við vændiskonur. Trump segir þessar ásakanir sem komi fram í skýrslunni um hans persónulegu málefni vera sett fram af veiku fólki og séu uppspuni. Hann þakkaði þeim fréttaveitum sem hefðu ekki birt skýrsluna í heild sinni og gagnrýndi einnig Buzzfeed og CNN sem birtu skýrsluna. Trump neitaði meðal annars að svara spurningu frá fréttamanni CNN og sagði þá segja fréttir sem væru uppspuni. Trump taldi þó að Rússar hefðu átt hlut í tölvuárásunum á demókrataflokkinn þar sem meðal annars var brotist inn í tölvupósta Hillary Clinton. Trump bendir þó að fleiri aðilar gætu hafa átt hlut að máli. Talsmaður Pútíns ,Dmitry Perskov, segir að ekki sé neinn fótur fyrir þessum ásökunum sem komi fram í skýrslunni um að Rússa búi yfir mannorðsskemmandi upplýsingum um Trump. Hann segir ásakanirnar settar fram í þeirri von að spilla sambandinu enn frekar á milli landanna tveggja.Afturkallar Obamacare og forðast hagsmunaárekstra Trump segir að hann muni ekki hafa nein afskipti af fyrirtækjum í hans eigu á meðan á forsetatíð hans stendur. Hann muni láta það alfarið í hendur tveggja sona sinna og ítrekar að hann muni ekki ræða málefni fyrirtækjanna við þá. Einn af lögfræðingum Trumps, Sheri Dillon, virðist vera að vinna í því að einangra Trump algjörlega frá fyrirtækjunum þannig að engar upplýsingar tengist honum á nokkurn hátt. Það sé gert til að sporna við hagsmunaárekstrum. Þannig hafi Trump lagt upp með að vera forseti þjóðar sinnar og sinna málefnum hennar einungis. Einnig kom fram að Trump hefði meðal annars gengið í skugga um að hætt verði við alla nýja viðskiptasamninga sem hafa verið í undirbúningi og hafa ekki verið skjalfestir. Trump ætlar jafnframt að afturkalla Obamacare og endurnýja hana á sama tíma. Hann leggur áherslu á að þetta mundi einungis taka tvo daga eða viku. Jafnframt sagðist hann ætla að byggja vegginn á milli Mexíkó og Bandaríkjanna og sagði að Mexíkó myndi greiða fyrir múrinn að mestu leyti. Sjá má blaðamannafundinn í heild sinni hér að neðanDonald Trump refuses to take a question from CNN's Senior White House Correspondent @Acosta https://t.co/SYIPLekALG https://t.co/Im5Dlc38B4— CNN (@CNN) January 11, 2017 Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Frásagnir af gylltum sturtum og kúgunum Rússa „nornaveiðar“ Fjölmiðlar í Bandaríkjunum og víðar hafa í nótt sagt fréttir af frásögnum um að yfirvöld í Rússlandi búi yfir skaðlegum upplýsingum um Donald Trump. 11. janúar 2017 10:30 Sjáðu fyrsta blaðamannafund Donald Trump Donald Trump hélt sinn fyrsta blaðamannafund sem verðandi forseti Bandaríkjanna í dag. 11. janúar 2017 15:57 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri fréttir Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Sjá meira
Donald Trump verðandi forseti Bandaríkjanna hélt sinn fyrsta blaðamannafund í dag síðan hann var kjörinn forseti Bandaríkjanna. Á fundinum var meðal annars farið yfir skýrslu, sem nýlega kom fram, þar sem rússnesk stjórnvöld eru sögð bera ábyrgð á tölvuárusum sem demókrataflokkurinn varð fyrir rétt fyrir forsetakosningarnar. Trump sagði að Rússar bæru líklega ábyrgð á þessum tölvuárásum og er þetta í fyrsta sinn sem hann viðurkennir það. CNN greinir frá. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að Michael Cohen, lögfræðingur Trumps, hafi í ágúst eða september 2016 heimsótt Kremlin og rætt þar um mögulegar tölvuárásir gegn andstæðingum Trumps. Hann neitar þó öllum sökum og segir allan fréttaflutning þess efnis vera uppsuna.Sýna Trump í vafasömu ljósi Í skýrslunni kemur einnig fram að Rússar hafi í fórum sínum upplýsingar sem gætu svert mannorð Trumps og komið upp um ýmis vafasöm athæfi. Mest allur tími blaðamannafundarins fór í að ræða um þessar ásakanir þar sem Trump er sakaður um glæfralega háttsemi í fjármálum sem og að hafa verið í samskiptum við vændiskonur. Trump segir þessar ásakanir sem komi fram í skýrslunni um hans persónulegu málefni vera sett fram af veiku fólki og séu uppspuni. Hann þakkaði þeim fréttaveitum sem hefðu ekki birt skýrsluna í heild sinni og gagnrýndi einnig Buzzfeed og CNN sem birtu skýrsluna. Trump neitaði meðal annars að svara spurningu frá fréttamanni CNN og sagði þá segja fréttir sem væru uppspuni. Trump taldi þó að Rússar hefðu átt hlut í tölvuárásunum á demókrataflokkinn þar sem meðal annars var brotist inn í tölvupósta Hillary Clinton. Trump bendir þó að fleiri aðilar gætu hafa átt hlut að máli. Talsmaður Pútíns ,Dmitry Perskov, segir að ekki sé neinn fótur fyrir þessum ásökunum sem komi fram í skýrslunni um að Rússa búi yfir mannorðsskemmandi upplýsingum um Trump. Hann segir ásakanirnar settar fram í þeirri von að spilla sambandinu enn frekar á milli landanna tveggja.Afturkallar Obamacare og forðast hagsmunaárekstra Trump segir að hann muni ekki hafa nein afskipti af fyrirtækjum í hans eigu á meðan á forsetatíð hans stendur. Hann muni láta það alfarið í hendur tveggja sona sinna og ítrekar að hann muni ekki ræða málefni fyrirtækjanna við þá. Einn af lögfræðingum Trumps, Sheri Dillon, virðist vera að vinna í því að einangra Trump algjörlega frá fyrirtækjunum þannig að engar upplýsingar tengist honum á nokkurn hátt. Það sé gert til að sporna við hagsmunaárekstrum. Þannig hafi Trump lagt upp með að vera forseti þjóðar sinnar og sinna málefnum hennar einungis. Einnig kom fram að Trump hefði meðal annars gengið í skugga um að hætt verði við alla nýja viðskiptasamninga sem hafa verið í undirbúningi og hafa ekki verið skjalfestir. Trump ætlar jafnframt að afturkalla Obamacare og endurnýja hana á sama tíma. Hann leggur áherslu á að þetta mundi einungis taka tvo daga eða viku. Jafnframt sagðist hann ætla að byggja vegginn á milli Mexíkó og Bandaríkjanna og sagði að Mexíkó myndi greiða fyrir múrinn að mestu leyti. Sjá má blaðamannafundinn í heild sinni hér að neðanDonald Trump refuses to take a question from CNN's Senior White House Correspondent @Acosta https://t.co/SYIPLekALG https://t.co/Im5Dlc38B4— CNN (@CNN) January 11, 2017
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Frásagnir af gylltum sturtum og kúgunum Rússa „nornaveiðar“ Fjölmiðlar í Bandaríkjunum og víðar hafa í nótt sagt fréttir af frásögnum um að yfirvöld í Rússlandi búi yfir skaðlegum upplýsingum um Donald Trump. 11. janúar 2017 10:30 Sjáðu fyrsta blaðamannafund Donald Trump Donald Trump hélt sinn fyrsta blaðamannafund sem verðandi forseti Bandaríkjanna í dag. 11. janúar 2017 15:57 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri fréttir Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Sjá meira
Frásagnir af gylltum sturtum og kúgunum Rússa „nornaveiðar“ Fjölmiðlar í Bandaríkjunum og víðar hafa í nótt sagt fréttir af frásögnum um að yfirvöld í Rússlandi búi yfir skaðlegum upplýsingum um Donald Trump. 11. janúar 2017 10:30
Sjáðu fyrsta blaðamannafund Donald Trump Donald Trump hélt sinn fyrsta blaðamannafund sem verðandi forseti Bandaríkjanna í dag. 11. janúar 2017 15:57