Mun leggja mikla áherslu á jafnrétti Samúel Karl Ólason skrifar 11. janúar 2017 12:03 "Það er mikill heiður að fá að taka þau að mér. Mér þykir vænt um það, sem karlmanni að vera treyst fyrir þessum málaflokki.“ Vísir/ERNIR Þorsteinn Víglundsson mun taka við embætti félags- og jafnréttisráðherra í dag þegar ný ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar tekur við völdum. Í samtali við Vísi segir hann mörg mikilvæg og spennandi verkefni liggja fyrir en að mikil áhersla verði lögð á jafnrétti, eins og nafnabreyting ráðuneytisins gefi til kynna. „Þetta leggst mjög vel í mig. Þetta er viðamikið og spennandi ráðuneyti,“ segir Þorsteinn. Hann segir að heiti ráðuneytisins hafi verið breytt í félags- og jafnréttisráðuneyti til marks um þær áherslur sem verði lagðar á jafnréttismálin. „Það er mikill heiður að fá að taka þau að mér. Mér þykir vænt um það, sem karlmanni að vera treyst fyrir þessum málaflokki. Því við þurfum nú líka að láta okkur jafnréttismálin varða. Það er alveg ljóst að við munum leggja mjög mikla áherslu á þau mál í ráðuneytinu.“ Eitt af fyrstu málunum sem mun koma frá ráðuneytinu mun varða innleiðingu jafnlaunavottunar. Þorsteinn segir þó mörg mikilvæg verkefni fram undan. Þar á meðal séu verkefni sem tengist Salek samkomulaginu svokallaða og þær áherslur sem hafi verið lagðar á breytt vinnubrögð á vinnumarkaði. „Það er líka ljóst að nú verður að ganga í það að ljúka samkomulagi við öryrkja varðandi breytingar á almannatryggingalögum, sem er óklárað enn,“ segir Þorsteinn. „Að sama skapi má finna í stjórnarsáttmálanum áherslur á að draga úr tekjuskerðingum lífeyrisgreiðslna vegna atvinnutekna aldraðra.“ Þorsteinn nefndi einnig húsnæðismálin og að áfram yrði lögð áhersla á þau. Meðal annars væri horft til þess hvernig hægt væri að hjálpa ungu fólki að eignast sína fyrstu íbúð. „Þetta er mikið af virkilega spennandi verkefnum. Ég hlakka mikið til og það verður af nógu að taka.“ Þorsteinn segist hafa sóst eftir ráðuneytinu þegar fyrir lág að það myndi falla Viðreisn í skaut. „Mér fannst þetta mjög spennandi ráðuneyti að taka við. Þarna eru gríðarlega mikilvægir málaflokkar sem skiptir miklu máli hvernig unnið er með.“ Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Þorsteinn Víglundsson mun taka við embætti félags- og jafnréttisráðherra í dag þegar ný ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar tekur við völdum. Í samtali við Vísi segir hann mörg mikilvæg og spennandi verkefni liggja fyrir en að mikil áhersla verði lögð á jafnrétti, eins og nafnabreyting ráðuneytisins gefi til kynna. „Þetta leggst mjög vel í mig. Þetta er viðamikið og spennandi ráðuneyti,“ segir Þorsteinn. Hann segir að heiti ráðuneytisins hafi verið breytt í félags- og jafnréttisráðuneyti til marks um þær áherslur sem verði lagðar á jafnréttismálin. „Það er mikill heiður að fá að taka þau að mér. Mér þykir vænt um það, sem karlmanni að vera treyst fyrir þessum málaflokki. Því við þurfum nú líka að láta okkur jafnréttismálin varða. Það er alveg ljóst að við munum leggja mjög mikla áherslu á þau mál í ráðuneytinu.“ Eitt af fyrstu málunum sem mun koma frá ráðuneytinu mun varða innleiðingu jafnlaunavottunar. Þorsteinn segir þó mörg mikilvæg verkefni fram undan. Þar á meðal séu verkefni sem tengist Salek samkomulaginu svokallaða og þær áherslur sem hafi verið lagðar á breytt vinnubrögð á vinnumarkaði. „Það er líka ljóst að nú verður að ganga í það að ljúka samkomulagi við öryrkja varðandi breytingar á almannatryggingalögum, sem er óklárað enn,“ segir Þorsteinn. „Að sama skapi má finna í stjórnarsáttmálanum áherslur á að draga úr tekjuskerðingum lífeyrisgreiðslna vegna atvinnutekna aldraðra.“ Þorsteinn nefndi einnig húsnæðismálin og að áfram yrði lögð áhersla á þau. Meðal annars væri horft til þess hvernig hægt væri að hjálpa ungu fólki að eignast sína fyrstu íbúð. „Þetta er mikið af virkilega spennandi verkefnum. Ég hlakka mikið til og það verður af nógu að taka.“ Þorsteinn segist hafa sóst eftir ráðuneytinu þegar fyrir lág að það myndi falla Viðreisn í skaut. „Mér fannst þetta mjög spennandi ráðuneyti að taka við. Þarna eru gríðarlega mikilvægir málaflokkar sem skiptir miklu máli hvernig unnið er með.“
Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira