Sessions sagði að af sér væri gerð skrípamynd Guðsteinn Bjarnason skrifar 11. janúar 2017 07:00 Jeff Sessions sór eið frammi fyrir þingnefnd. Nordicphotos/Getty Jeff Sessions, verðandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, sagðist í gær ekki haldinn neinum kynþáttafordómum er hann var spurður út í fyrri ummæli í þá veru. Sessions sagðist jafnframt fyrirlíta Ku Klux Klan samtökin og hugmyndafræði þeirra. Ásakanir um að hann hafi einhvern tímann stutt þessi samtök hvítra kynþáttasinna séu úr lausu lofti gripnar. Þetta sagði Sessions í yfirheyrslu á fundi þingnefndar sem hefur það hlutverk að staðfesta eða hafna tilnefningum í ráðherraembætti. Fjórtán hundruð lagaprófessorar höfðu undirritað yfirlýsingu þar sem þeir hvöttu nefndina til að hafna Sessions, þannig að hann verði ekki dómsmálaráðherra. Árið 1986 var honum hafnað í embætti dómara vegna gruns um að hann teldi hvítt fólk hafa yfirburði yfir annað fólk. Þingnefndarfundurinn í gær var nokkrum sinnum truflaður af fólki í salnum sem gerði hróp að Sessions, sagði hann kynþáttahatara og fasista sem ætti ekki heima í ríkisstjórn. Þá fullyrti Sessions að hann styðji fullt trúfrelsi og telji alls ekki að torvelda eigi múslimum sérstaklega að flytja til Bandaríkjanna. Session sagði að árið 1986 hafi hann ekki mætt vel undirbúinn til þess að svara ásökunum um að hann sé haldinn kynþáttafordómum. Sú mynd sem dregin hafi verið upp af honum hafi verið skrípamynd og það hafi verið mjög sársaukafullt. Hann sagðist gera sér fulla grein fyrir því að í Suðurríkjum Bandaríkjanna hafi verið stunduð kerfisbundin mismunun gegn þeldökku fólki: „Ég veit að það var rangt. Ég veit að við verðum að gera betur. Við getum aldrei snúið til baka.“ Sessions sagðist jafnframt ekki mundu taka þátt í málshöfðun gegn Hillary Clinton, sem bæði hann sjálfur og Donald Trump höfðu boðað fyrir kosningarnar í nóvember. „Ég tel að það væri rétt að ég taki ekki þátt í neinum umræðum um slíkar rannsóknir á hendur Clinton,“ sagði hann við þingnefndina.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Jeff Sessions, verðandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, sagðist í gær ekki haldinn neinum kynþáttafordómum er hann var spurður út í fyrri ummæli í þá veru. Sessions sagðist jafnframt fyrirlíta Ku Klux Klan samtökin og hugmyndafræði þeirra. Ásakanir um að hann hafi einhvern tímann stutt þessi samtök hvítra kynþáttasinna séu úr lausu lofti gripnar. Þetta sagði Sessions í yfirheyrslu á fundi þingnefndar sem hefur það hlutverk að staðfesta eða hafna tilnefningum í ráðherraembætti. Fjórtán hundruð lagaprófessorar höfðu undirritað yfirlýsingu þar sem þeir hvöttu nefndina til að hafna Sessions, þannig að hann verði ekki dómsmálaráðherra. Árið 1986 var honum hafnað í embætti dómara vegna gruns um að hann teldi hvítt fólk hafa yfirburði yfir annað fólk. Þingnefndarfundurinn í gær var nokkrum sinnum truflaður af fólki í salnum sem gerði hróp að Sessions, sagði hann kynþáttahatara og fasista sem ætti ekki heima í ríkisstjórn. Þá fullyrti Sessions að hann styðji fullt trúfrelsi og telji alls ekki að torvelda eigi múslimum sérstaklega að flytja til Bandaríkjanna. Session sagði að árið 1986 hafi hann ekki mætt vel undirbúinn til þess að svara ásökunum um að hann sé haldinn kynþáttafordómum. Sú mynd sem dregin hafi verið upp af honum hafi verið skrípamynd og það hafi verið mjög sársaukafullt. Hann sagðist gera sér fulla grein fyrir því að í Suðurríkjum Bandaríkjanna hafi verið stunduð kerfisbundin mismunun gegn þeldökku fólki: „Ég veit að það var rangt. Ég veit að við verðum að gera betur. Við getum aldrei snúið til baka.“ Sessions sagðist jafnframt ekki mundu taka þátt í málshöfðun gegn Hillary Clinton, sem bæði hann sjálfur og Donald Trump höfðu boðað fyrir kosningarnar í nóvember. „Ég tel að það væri rétt að ég taki ekki þátt í neinum umræðum um slíkar rannsóknir á hendur Clinton,“ sagði hann við þingnefndina.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira