Aron: Fannst markvörðurinn eiga að verja þetta skot Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. janúar 2017 15:15 Aron Sigurðarson lætur vaða á markið í Nanning í dag. vísir/getty Aron Sigurðarson, leikmaður Tromsö í Noregi, skoraði annað mark Íslands í 2-0 sigri á Kína á æfingamóti í Nanning í dag en sigurinn kom strákunum okkar í úrslitaleik Kínabikarsins sem fram fer á sunnudaginn. Aron kom inn á sem varamaður í seinni hálfleik og skoraði með skoti fyrir utan teig þegar tvær mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Strákarnir okkar voru töluvert betri í seinni hálfleik heldur en í þeim fyrri.Sjá einnig:Heimir: Frábært að fá þetta rétta viðhorf inn á völlinn „Þeir lágu á okkur í fyrri hálfleik. Mér fannst við eiga erfitt með að spila boltanum en seinni hálfleikurinn var öðruvísi. Þar héldum við boltanum betur og það létti á okkur þegar Kjartan Henry skoraði,“ segir Aron í samtali við Vísi frá Kína. „Við vorum ekki í eins mikilli bullandi vörn og við vorum framan af eftir að við skoruðum. Þeir hættu að liggja jafnmikið á okkur og þá fóru hlutirnir að opnast fyrir okkur.“ Aron fékk sendingu frá Kjartani Henry á vallarhelmingi Kína þegar hann skoraði markið. Þessi áræðni vængmaður straujaði að teignum og skaut en boltinn fór undir markvörð gestanna sem hefði átt að verja skotið. „Ég hélt að hann myndi verja þetta,“ viðurkennir Aron. „Ég sá í endursýningu eftir leik að boltinn skoppaði leiðinlega fyrir hann af grasinu en mér fannst hann eiga að verja þetta skot. Hann varði fyrra skotið mitt mjög vel.“ Aron skoraði í sínum fyrsta landsleik gegn Bandaríkjunum í janúar í fyrra. Hann þurfti að bíða í ár eftir næsta landsleik og skoraði þá aftur. Tveir landsleikir - tvö mörk. „Það er vonandi að maður fái bara fleiri mínútur í næsta leik og fleiri landsleiki á árinu. Það er stefnan, en það er auðvitað alltaf gaman að skora,“ segir Aron Sigurðarson. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Kjartan Henry: Mikilvægt að ná inn marki Framherjinn braut ísinn fyrir íslenska liðið sem lagði Kína 2-0 og komst í úrslitaleikinn. 10. janúar 2017 14:15 Varamennirnir komu Íslandi í úrslit Kínabikarsins | Sjáðu mörkin Kjartan Henry Finnbogason og Aron Sigurðarson skoruðu sitthvort markið í seinni hálfleik er strákarnir okkar lögðu Kína í fyrsta leik ársins. 10. janúar 2017 13:45 Heimir: Frábært að fá þetta rétta viðhorf inn á völlinn Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, var ánægður með innkomu varamannanna í 2-0 sigrinum gegn Kína í dag. 10. janúar 2017 14:53 Sjáðu glæsilegan snúning Björns Daníels er Ísland komst yfir Ísland hefur 1-0 forystu gegn Kína í leik liðanna í Nanning. 10. janúar 2017 13:30 Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Í beinni: Chelsea - Wolves | Vantar stig og stjóra Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Sjá meira
Aron Sigurðarson, leikmaður Tromsö í Noregi, skoraði annað mark Íslands í 2-0 sigri á Kína á æfingamóti í Nanning í dag en sigurinn kom strákunum okkar í úrslitaleik Kínabikarsins sem fram fer á sunnudaginn. Aron kom inn á sem varamaður í seinni hálfleik og skoraði með skoti fyrir utan teig þegar tvær mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Strákarnir okkar voru töluvert betri í seinni hálfleik heldur en í þeim fyrri.Sjá einnig:Heimir: Frábært að fá þetta rétta viðhorf inn á völlinn „Þeir lágu á okkur í fyrri hálfleik. Mér fannst við eiga erfitt með að spila boltanum en seinni hálfleikurinn var öðruvísi. Þar héldum við boltanum betur og það létti á okkur þegar Kjartan Henry skoraði,“ segir Aron í samtali við Vísi frá Kína. „Við vorum ekki í eins mikilli bullandi vörn og við vorum framan af eftir að við skoruðum. Þeir hættu að liggja jafnmikið á okkur og þá fóru hlutirnir að opnast fyrir okkur.“ Aron fékk sendingu frá Kjartani Henry á vallarhelmingi Kína þegar hann skoraði markið. Þessi áræðni vængmaður straujaði að teignum og skaut en boltinn fór undir markvörð gestanna sem hefði átt að verja skotið. „Ég hélt að hann myndi verja þetta,“ viðurkennir Aron. „Ég sá í endursýningu eftir leik að boltinn skoppaði leiðinlega fyrir hann af grasinu en mér fannst hann eiga að verja þetta skot. Hann varði fyrra skotið mitt mjög vel.“ Aron skoraði í sínum fyrsta landsleik gegn Bandaríkjunum í janúar í fyrra. Hann þurfti að bíða í ár eftir næsta landsleik og skoraði þá aftur. Tveir landsleikir - tvö mörk. „Það er vonandi að maður fái bara fleiri mínútur í næsta leik og fleiri landsleiki á árinu. Það er stefnan, en það er auðvitað alltaf gaman að skora,“ segir Aron Sigurðarson.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Kjartan Henry: Mikilvægt að ná inn marki Framherjinn braut ísinn fyrir íslenska liðið sem lagði Kína 2-0 og komst í úrslitaleikinn. 10. janúar 2017 14:15 Varamennirnir komu Íslandi í úrslit Kínabikarsins | Sjáðu mörkin Kjartan Henry Finnbogason og Aron Sigurðarson skoruðu sitthvort markið í seinni hálfleik er strákarnir okkar lögðu Kína í fyrsta leik ársins. 10. janúar 2017 13:45 Heimir: Frábært að fá þetta rétta viðhorf inn á völlinn Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, var ánægður með innkomu varamannanna í 2-0 sigrinum gegn Kína í dag. 10. janúar 2017 14:53 Sjáðu glæsilegan snúning Björns Daníels er Ísland komst yfir Ísland hefur 1-0 forystu gegn Kína í leik liðanna í Nanning. 10. janúar 2017 13:30 Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Í beinni: Chelsea - Wolves | Vantar stig og stjóra Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Sjá meira
Kjartan Henry: Mikilvægt að ná inn marki Framherjinn braut ísinn fyrir íslenska liðið sem lagði Kína 2-0 og komst í úrslitaleikinn. 10. janúar 2017 14:15
Varamennirnir komu Íslandi í úrslit Kínabikarsins | Sjáðu mörkin Kjartan Henry Finnbogason og Aron Sigurðarson skoruðu sitthvort markið í seinni hálfleik er strákarnir okkar lögðu Kína í fyrsta leik ársins. 10. janúar 2017 13:45
Heimir: Frábært að fá þetta rétta viðhorf inn á völlinn Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, var ánægður með innkomu varamannanna í 2-0 sigrinum gegn Kína í dag. 10. janúar 2017 14:53
Sjáðu glæsilegan snúning Björns Daníels er Ísland komst yfir Ísland hefur 1-0 forystu gegn Kína í leik liðanna í Nanning. 10. janúar 2017 13:30