Erlent

Vilja fara í stærstu uppbyggingu flotans frá tímum kalda stríðsins

Samúel Karl Ólason skrifar
Sjóliðar ganga um borð í tundurspillinn USS Zumwal, nýjasta herskip Bandaríkjanna.
Sjóliðar ganga um borð í tundurspillinn USS Zumwal, nýjasta herskip Bandaríkjanna. Vísir/Getty
Forsvarsmenn sjóhers Bandaríkjanna hafa stungið upp á því að farið verði af stað með stærstu uppbyggingu flotans frá tímum kalda stríðsins. Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur sagt að hann muni byggja flotann upp, en tillögur sjóhersins ganga jafnvel lengra en uppástungur Trump.

Samkvæmt tillögunum yrðu fjárútlát til byggingu nýrra skipa og kafbáta hækkuð um 5,5 milljarða dala á ári og yrðu því um 16 milljarðar.

Yfirlit yfir mögulega uppbyggingu sjóhersins samkvæmt umræddum tillögum.Vísir/GraphicNews
Samkvæmt AP fréttaveituni yrði markmið uppbyggingarinnar að sporna gegn ógn frá Rússlandi og aukinni hernaðaruppbyggingu Kína.

Tillögurnar fela í sér að herskipum og kafbátum yrði fjölgað úr 274 í 355 á næstu 30 árum.

Sérfræðingar og greinendur sem blaðamenn AP ræddi við eru sammála að geta sjóhers Bandaríkjanna hafi dregist saman á undanförnum árum. Þó er óvíst hvaðan þessi peningar ættu að koma.

Fyrrverandi aðstoðarvarnarmálaráðherra Ronald Reagan segir að tillögurnar séu óraunhæfar nema ríkisstjórn Trump verði tilbúin til að hafa mikinn halla á fjárlögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×