Lífið

Moby neitaði að dj-a fyrir Trump en hefði spilað American Idiot

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Moby var beðinn um að spila á balli í tengslum við innsetningarathöfn hins verðandi forseta.
Moby var beðinn um að spila á balli í tengslum við innsetningarathöfn hins verðandi forseta. Vísir/Getty
Tónlistarmaðurinn Moby var beðinn um að spila á balli í tengslum við innsetningarathöfn Donald Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna, sem fram fer síðar í mánuðinum. Moby segist hafa afþakkað boðið en myndi endurskoða afstöðu sína ef Trump gæfi út skattaskýrslur sínar

„Hahahahhaha, í alvörunni?“ skrifar Moby á Instagram-síðu sinni um boðið og líklega má af því ráða að Moby sé ekki mikill aðdáandi Trump. Trump var ítrekað beðinn um að skila afriti af skattaskýrslum sínum í kosningabaráttunni án þess þó að verða við þeirri ósk. Ólíklegt verður að teljast að það breytist, þrátt fyrir þessa beiðni Moby.

Moby hefur einnig gefið út 27 laga lista yfir þau lög sem hann hefði spilað hefði hann þegið boðið og eru flest lögin sterkan þungan pólitískan undirtón líkt og sjá má hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×