Sanders kallar Trump lygalaup Samúel Karl Ólason skrifar 10. janúar 2017 14:00 Donald Trump og Bernie Sanders. Vísir/Getty Öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders segir að Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, sé lygalaupur. Hann varpi ítrekað fram fullyrðingum sem séu allfarið ekki réttar. Þetta sagði Sanders á borgarafundi sem CNN hélt í gærkvöldi. Þrátt fyrir að hafa tapað í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar gegn Hillary Clinton er Sanders mjög áhrifamikill meðal demókrata í Bandaríkjunum. Á fundinum í gær var farið víða yfir málefni og var tekið á móti spurningum úr salnum. Sanders sagðist meðal annars vera sammála leyniþjónustum Bandaríkjanna um að yfirvöld í Rússlandi hafi beitt sér fyrir Donald Trump með tölvuárásum og áróðri á internetinu. Þá sagðist hann hafa áhyggjur af því hvernig Repúblikanaflokkurinn væri að gera fólki erfiðara að kjósa.Bernie Sanders on Trump: "We are dealing with a man who in many respects… is a pathological liar." https://t.co/s5zNdwDH6u #SandersTownHall pic.twitter.com/VQB57HW4mq— CNN (@CNN) January 10, 2017 Þar að auki var Sanders spurður út í hvernig honum litist á komandi stjórnarandstöðu. Hann sagði slíkt fyrirkomulag vera ríkjandi um allan heim og það væri hlutverk stjórnarandstöðu að setja fram uppbyggilega gagnrýni og öðruvísi hugmyndir um hvernig hægt væri að bæta líf Bandaríkjamanna. Hann sagði að Demókrataflokkurinn myndi ekki gera eins og Repúblikanaflokkurinn hefði gert í forsetatíð Barack Obama. Það hefði verið að standa ítrekað í vegi hans og ganga úr skugga um að hann kæmi litlu í verk. Þá hefðu þeir kvartað yfir því að Obama hefði ekki komið neinu í verk. Þá lenti Sanders í rifrildi við eiganda lítils fyrirtækis sem kvartaði yfir auknum sköttum og fjölgun reglugerða. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump reiður út í Meryl Streep Segir Streep vera eina af ofmetnustu leikkonum Hollywood. 9. janúar 2017 11:55 Væntanlegir ráðherrar spurðir spjörunum úr Bandarískir þingmenn hefjast handa við að kanna hæfni ráðherraefna Donalds Trump. Dómsmálaráðherraefnið verður vísast spurt út í kynþáttafordóma og utanríkisráðherraefnið spurt út í náin tengsl sín við rússneska ráðamenn. 10. janúar 2017 07:00 Rússar líkja ásökunum um tölvuárásir við nornaveiðar Rússar eru orðnir leiðir á ásökunum að þeir hafi staðið að baki tölvuárásum sem urðu til þess fallandi að kosninganiðurstöður bandarísku forsetakosninganna í nóvember síðastliðinn, urðu Trump í hag. 9. janúar 2017 17:51 Vilja skoða skipun tengdasonar Trump sérstaklega Trump hefur skipað Jared Kushner sem sérstakan ráðgjafa sinn í Hvíta húsinu. 10. janúar 2017 11:02 Trump um rússnesku tölvuárásirnar: "Hafði engin áhrif á útkomu kosninganna“ Donald Trump heldur áfram að gera lítið úr rússneskum tölvuárásum eftir fund með stjórnendum leyniþjónustustofnana. 7. janúar 2017 19:47 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Fleiri fréttir Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Sjá meira
Öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders segir að Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, sé lygalaupur. Hann varpi ítrekað fram fullyrðingum sem séu allfarið ekki réttar. Þetta sagði Sanders á borgarafundi sem CNN hélt í gærkvöldi. Þrátt fyrir að hafa tapað í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar gegn Hillary Clinton er Sanders mjög áhrifamikill meðal demókrata í Bandaríkjunum. Á fundinum í gær var farið víða yfir málefni og var tekið á móti spurningum úr salnum. Sanders sagðist meðal annars vera sammála leyniþjónustum Bandaríkjanna um að yfirvöld í Rússlandi hafi beitt sér fyrir Donald Trump með tölvuárásum og áróðri á internetinu. Þá sagðist hann hafa áhyggjur af því hvernig Repúblikanaflokkurinn væri að gera fólki erfiðara að kjósa.Bernie Sanders on Trump: "We are dealing with a man who in many respects… is a pathological liar." https://t.co/s5zNdwDH6u #SandersTownHall pic.twitter.com/VQB57HW4mq— CNN (@CNN) January 10, 2017 Þar að auki var Sanders spurður út í hvernig honum litist á komandi stjórnarandstöðu. Hann sagði slíkt fyrirkomulag vera ríkjandi um allan heim og það væri hlutverk stjórnarandstöðu að setja fram uppbyggilega gagnrýni og öðruvísi hugmyndir um hvernig hægt væri að bæta líf Bandaríkjamanna. Hann sagði að Demókrataflokkurinn myndi ekki gera eins og Repúblikanaflokkurinn hefði gert í forsetatíð Barack Obama. Það hefði verið að standa ítrekað í vegi hans og ganga úr skugga um að hann kæmi litlu í verk. Þá hefðu þeir kvartað yfir því að Obama hefði ekki komið neinu í verk. Þá lenti Sanders í rifrildi við eiganda lítils fyrirtækis sem kvartaði yfir auknum sköttum og fjölgun reglugerða.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump reiður út í Meryl Streep Segir Streep vera eina af ofmetnustu leikkonum Hollywood. 9. janúar 2017 11:55 Væntanlegir ráðherrar spurðir spjörunum úr Bandarískir þingmenn hefjast handa við að kanna hæfni ráðherraefna Donalds Trump. Dómsmálaráðherraefnið verður vísast spurt út í kynþáttafordóma og utanríkisráðherraefnið spurt út í náin tengsl sín við rússneska ráðamenn. 10. janúar 2017 07:00 Rússar líkja ásökunum um tölvuárásir við nornaveiðar Rússar eru orðnir leiðir á ásökunum að þeir hafi staðið að baki tölvuárásum sem urðu til þess fallandi að kosninganiðurstöður bandarísku forsetakosninganna í nóvember síðastliðinn, urðu Trump í hag. 9. janúar 2017 17:51 Vilja skoða skipun tengdasonar Trump sérstaklega Trump hefur skipað Jared Kushner sem sérstakan ráðgjafa sinn í Hvíta húsinu. 10. janúar 2017 11:02 Trump um rússnesku tölvuárásirnar: "Hafði engin áhrif á útkomu kosninganna“ Donald Trump heldur áfram að gera lítið úr rússneskum tölvuárásum eftir fund með stjórnendum leyniþjónustustofnana. 7. janúar 2017 19:47 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Fleiri fréttir Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Sjá meira
Trump reiður út í Meryl Streep Segir Streep vera eina af ofmetnustu leikkonum Hollywood. 9. janúar 2017 11:55
Væntanlegir ráðherrar spurðir spjörunum úr Bandarískir þingmenn hefjast handa við að kanna hæfni ráðherraefna Donalds Trump. Dómsmálaráðherraefnið verður vísast spurt út í kynþáttafordóma og utanríkisráðherraefnið spurt út í náin tengsl sín við rússneska ráðamenn. 10. janúar 2017 07:00
Rússar líkja ásökunum um tölvuárásir við nornaveiðar Rússar eru orðnir leiðir á ásökunum að þeir hafi staðið að baki tölvuárásum sem urðu til þess fallandi að kosninganiðurstöður bandarísku forsetakosninganna í nóvember síðastliðinn, urðu Trump í hag. 9. janúar 2017 17:51
Vilja skoða skipun tengdasonar Trump sérstaklega Trump hefur skipað Jared Kushner sem sérstakan ráðgjafa sinn í Hvíta húsinu. 10. janúar 2017 11:02
Trump um rússnesku tölvuárásirnar: "Hafði engin áhrif á útkomu kosninganna“ Donald Trump heldur áfram að gera lítið úr rússneskum tölvuárásum eftir fund með stjórnendum leyniþjónustustofnana. 7. janúar 2017 19:47