Hafa áhyggjur af ímynd og orðspori Grænlendinga Kristján Már Unnarsson skrifar 29. janúar 2017 13:45 Grænlendingar sem og Íslendingar búsettir á Grænlandi hafa verulegar áhyggjur af ímynd og orðspori Grænlendinga á alþjóðavettvangi og óttast að fréttir undanfarnar vikur bæti ekki úr skák. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. Íslendingar þekktu þetta vel á eigin skinni áður en leiðtogafundurinn árið 1986 kom Íslandi fyrst almennilega á heimskortið. Þá sjaldan sem fréttir birtust af Íslendingum í erlendum fjölmiðlum þá voru þær um tíma helst af drykkjuskap unglinga í miðbæ Reykjavíkur. Og kannski hefur það verið ímyndarvandi sem Íslendingar sem smáþjóð hafa talið sig þurfa að glíma við frá fyrstu tíð því haft var á orði að sjálf Landnámabók hefði verið skrifuð í þeim tilgangi að menn þyrftu að geta svarað erlendum mönnum að þeir væru ekki komnir af þrælum og illmennum heldur höfðingjum. Í Nuuk, höfuðstað Grænlands, hafa fréttamenn Stöðvar 2 fundið samskonar áhyggjur, bæði af hálfu Grænlendinga sem og Íslendinga sem þar eru búsettir; að þá sjaldan sem fréttir birtist af Grænlandi erlendis þá séu þær af neikvæðum toga. Þær séu af félagslegum vandamálum, drykkjuskap og glæpum. Umheimurinn fái sjaldan jákvæðar fréttir af grænlensku samfélagi. Og víst er að fréttirnar nú í janúar fegra ekki myndina; fyrst af morði og tveimur sjálfsvígum í upphafi árs í bænum Tasiilaq á austurströnd Grænlands og síðan af tveimur grænlenskum sjómönnum sem grunaðir eru um morð á Íslandi. Hrafn Jökulsson, sem hefur lengi unnið að sterkari tengslum á milli grænlensku og íslensku þjóðarinnar, benti á það í fréttum Stöðvar 2 á dögunum að sjálfstraust Grænlendinga væri enn brotið eftir niðurlægingu Dana og lítið þyrfti til þess að því væri hnekkt. Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2, er á Grænlandi og nánar verður fjallað um málið í kvöldfréttum í kvöld og á næstu dögum. Séð yfir höfnina í Nuuk.Friðrik Þór HalldórssonÞjóðminjasafn Grænlands í forgrunni. Ofar má sjá nýleg ibúðarhús í Nuuk.Friðrik Þór HalldórssonRæðismannsskrifstofa Íslands í Nuuk.Friðrik Þór Halldórsson Birna Brjánsdóttir Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Grænlendingar sem og Íslendingar búsettir á Grænlandi hafa verulegar áhyggjur af ímynd og orðspori Grænlendinga á alþjóðavettvangi og óttast að fréttir undanfarnar vikur bæti ekki úr skák. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. Íslendingar þekktu þetta vel á eigin skinni áður en leiðtogafundurinn árið 1986 kom Íslandi fyrst almennilega á heimskortið. Þá sjaldan sem fréttir birtust af Íslendingum í erlendum fjölmiðlum þá voru þær um tíma helst af drykkjuskap unglinga í miðbæ Reykjavíkur. Og kannski hefur það verið ímyndarvandi sem Íslendingar sem smáþjóð hafa talið sig þurfa að glíma við frá fyrstu tíð því haft var á orði að sjálf Landnámabók hefði verið skrifuð í þeim tilgangi að menn þyrftu að geta svarað erlendum mönnum að þeir væru ekki komnir af þrælum og illmennum heldur höfðingjum. Í Nuuk, höfuðstað Grænlands, hafa fréttamenn Stöðvar 2 fundið samskonar áhyggjur, bæði af hálfu Grænlendinga sem og Íslendinga sem þar eru búsettir; að þá sjaldan sem fréttir birtist af Grænlandi erlendis þá séu þær af neikvæðum toga. Þær séu af félagslegum vandamálum, drykkjuskap og glæpum. Umheimurinn fái sjaldan jákvæðar fréttir af grænlensku samfélagi. Og víst er að fréttirnar nú í janúar fegra ekki myndina; fyrst af morði og tveimur sjálfsvígum í upphafi árs í bænum Tasiilaq á austurströnd Grænlands og síðan af tveimur grænlenskum sjómönnum sem grunaðir eru um morð á Íslandi. Hrafn Jökulsson, sem hefur lengi unnið að sterkari tengslum á milli grænlensku og íslensku þjóðarinnar, benti á það í fréttum Stöðvar 2 á dögunum að sjálfstraust Grænlendinga væri enn brotið eftir niðurlægingu Dana og lítið þyrfti til þess að því væri hnekkt. Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2, er á Grænlandi og nánar verður fjallað um málið í kvöldfréttum í kvöld og á næstu dögum. Séð yfir höfnina í Nuuk.Friðrik Þór HalldórssonÞjóðminjasafn Grænlands í forgrunni. Ofar má sjá nýleg ibúðarhús í Nuuk.Friðrik Þór HalldórssonRæðismannsskrifstofa Íslands í Nuuk.Friðrik Þór Halldórsson
Birna Brjánsdóttir Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira