Hafa áhyggjur af ferðamönnum vegna Kötlugoss Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. janúar 2017 21:30 Lögregluyfirvöld á Suðurlandi hafa áhyggjur af því að rýmingaráætlanir vegna Kötlugoss taki ekki til aukins fjölda ferðamanna hér á landi. Auknar líkur eru taldar á Kötlugosi eftir skjálftahrinu síðustu daga. „Það eru breyttir tímar í dag og það sem við höfum mestar áhyggjur af er að þegar þessi fjöll eru að gjósa eru gjarnan ferðamenn að flækjast jafnvel ofan á þeim,“ sagði Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Suðurlandi í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. Talið er að líkur á eldgosi í Kötlu séu meiri en venjulega um þessar stundir samkvæmt orðsendingu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra þar sem greint er frá fundi í vísindaráði almannavarna. Jarðskjálftavirkni hefur verið óvenju mikil frá því í ágúst í fyrra með þremur skjálftum stærri en M4,0 og mörgum skjálftum stærri en M3,0. Við Kötlugos geta mikil jökulhlaup ruðst fram Mýrdalssand, Sólheimasand og Markarfljótsaura, allt eftir því hvar staðsetning eldgossins er. Til eru ítarlegar rýmingaráætlanir sem æfðar eru en Oddur hefur áhyggjur af því að þeir endurspegli ekki þann fjölda ferðamanna sem sækja svæðið sem um ræðir heim. „Það er alveg ný staða og þegar rýmingaráætlun Kötlu var gerð voru kannski þrjú til fjögur hundruð manns sem gistu á nóttu til í Vík og með húsnæði til að taka við þeim þegar átti að rýma neðri hluta bæjarins. Nú eru á hverri nóttu yfir vetrarmánuðina kannski ellefu hundruð manns sem eru þarna. Það er orðið mun umsvifameiri rýming sem þarf að fara í,“ sagði Oddur. Unnið er að því að uppfæra rýmingaráætlunina í samræmi við þetta en meðal annars er gert ráð fyrir því að sms-skilaboð verði send á alla gsm-síma á því svæði sem þyrfti að rýma komi til Kötlugoss. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Líkur á Kötlugosi meiri en venjulega Vísindaráð kom saman til fundar í dag vegna skjálftavirkni í Kötlu. 27. janúar 2017 14:50 Jarðskjálfti í miðri Kötluöskjunni í Mýrdalsjökli Enginn gosórói sjáanlegur. 26. janúar 2017 16:05 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Sjá meira
Lögregluyfirvöld á Suðurlandi hafa áhyggjur af því að rýmingaráætlanir vegna Kötlugoss taki ekki til aukins fjölda ferðamanna hér á landi. Auknar líkur eru taldar á Kötlugosi eftir skjálftahrinu síðustu daga. „Það eru breyttir tímar í dag og það sem við höfum mestar áhyggjur af er að þegar þessi fjöll eru að gjósa eru gjarnan ferðamenn að flækjast jafnvel ofan á þeim,“ sagði Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Suðurlandi í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. Talið er að líkur á eldgosi í Kötlu séu meiri en venjulega um þessar stundir samkvæmt orðsendingu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra þar sem greint er frá fundi í vísindaráði almannavarna. Jarðskjálftavirkni hefur verið óvenju mikil frá því í ágúst í fyrra með þremur skjálftum stærri en M4,0 og mörgum skjálftum stærri en M3,0. Við Kötlugos geta mikil jökulhlaup ruðst fram Mýrdalssand, Sólheimasand og Markarfljótsaura, allt eftir því hvar staðsetning eldgossins er. Til eru ítarlegar rýmingaráætlanir sem æfðar eru en Oddur hefur áhyggjur af því að þeir endurspegli ekki þann fjölda ferðamanna sem sækja svæðið sem um ræðir heim. „Það er alveg ný staða og þegar rýmingaráætlun Kötlu var gerð voru kannski þrjú til fjögur hundruð manns sem gistu á nóttu til í Vík og með húsnæði til að taka við þeim þegar átti að rýma neðri hluta bæjarins. Nú eru á hverri nóttu yfir vetrarmánuðina kannski ellefu hundruð manns sem eru þarna. Það er orðið mun umsvifameiri rýming sem þarf að fara í,“ sagði Oddur. Unnið er að því að uppfæra rýmingaráætlunina í samræmi við þetta en meðal annars er gert ráð fyrir því að sms-skilaboð verði send á alla gsm-síma á því svæði sem þyrfti að rýma komi til Kötlugoss.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Líkur á Kötlugosi meiri en venjulega Vísindaráð kom saman til fundar í dag vegna skjálftavirkni í Kötlu. 27. janúar 2017 14:50 Jarðskjálfti í miðri Kötluöskjunni í Mýrdalsjökli Enginn gosórói sjáanlegur. 26. janúar 2017 16:05 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Sjá meira
Líkur á Kötlugosi meiri en venjulega Vísindaráð kom saman til fundar í dag vegna skjálftavirkni í Kötlu. 27. janúar 2017 14:50