McLaren F1 á 390 km hraða Finnur Thorlacius skrifar 27. janúar 2017 14:46 Á árunum 1992 til 1998 smíðuðu McLaren verksmiðjurnar hinn goðsagnarkennda F1 bíl sem á þeim tíma þótti einfaldlega besti og hraðskreiðasti bíll sem smíðaður hafði verið. Margir urðu til að taka undir þessa fullyrðingu og víst var að þessi 1.138 kg sportbíll, sem tók þó 3 í sæti, var óganaröflugur og frábær akstursbíll. Ekki hafði bíllinn þó með óyggjandi hætti verið skráður sem hraðskreiðasti fjöldaframleiddi bíll heims, fyrr en árið 1998. Það ár var LeMans sigurvegaranum Andy Wallace falið það að finna út hámarkshraða bílsins á Ehra-Lessien brautinni í Þýskalandi. Þar náði hann 391 km hámarkshraða og sló rækilega við heimsmetinu. Það met stóð svo í langan tíma, uns það var slegið af Koenigsegg CCR og Bugatti Veyron bílunum. Met McLaren verður þó lengi í minnum haft því þessi bíll var svo langt á undan sinni samtíð og ekki nema von að met hans stæði í nokkurn tíma. Bugatti Veyron bíllinn náði 408,5 km hraða síðar meir. Hér að ofan má sjá þegar Andy Wallace slær hraðametið árið 1998 í Þýskalandi. Bílar video Mest lesið Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Erlent Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Innlent
Á árunum 1992 til 1998 smíðuðu McLaren verksmiðjurnar hinn goðsagnarkennda F1 bíl sem á þeim tíma þótti einfaldlega besti og hraðskreiðasti bíll sem smíðaður hafði verið. Margir urðu til að taka undir þessa fullyrðingu og víst var að þessi 1.138 kg sportbíll, sem tók þó 3 í sæti, var óganaröflugur og frábær akstursbíll. Ekki hafði bíllinn þó með óyggjandi hætti verið skráður sem hraðskreiðasti fjöldaframleiddi bíll heims, fyrr en árið 1998. Það ár var LeMans sigurvegaranum Andy Wallace falið það að finna út hámarkshraða bílsins á Ehra-Lessien brautinni í Þýskalandi. Þar náði hann 391 km hámarkshraða og sló rækilega við heimsmetinu. Það met stóð svo í langan tíma, uns það var slegið af Koenigsegg CCR og Bugatti Veyron bílunum. Met McLaren verður þó lengi í minnum haft því þessi bíll var svo langt á undan sinni samtíð og ekki nema von að met hans stæði í nokkurn tíma. Bugatti Veyron bíllinn náði 408,5 km hraða síðar meir. Hér að ofan má sjá þegar Andy Wallace slær hraðametið árið 1998 í Þýskalandi.
Bílar video Mest lesið Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Erlent Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Innlent