Telja að rauða bílnum hafi verið ekið allt að 150 kílómetra á laugardagsmorgninum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. janúar 2017 11:11 Frá blaðamannafundi lögreglunnar vegna Birnu Brjánsdóttur á sunnudag. Grímur Grímsson fer fyrir rannsókn málsins. Vísir/Anton Brink Ekki stendur til að yfirheyra mennina tvo í dag sem sitja nú í gæsluvarðhaldi grunaðir um að bera ábyrgð á dauða Birnu Brjánsdóttur. Þetta segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn málsins. Hann segir að hefðbundin rannsóknarvinna sé framundan í dag hjá lögreglunni. Annar maðurinn var yfirheyrður á þriðjudag og hinn maðurinn í gær. Grímur segir að ýmislegt hafi komið fram í yfirheyrslum sem nýtist við rannsókn málsins en vill ekki fara nánar út í hvað það er. Hvorugur mannanna hefur játað að bera ábyrgð á dauða Birnu. Mikil áhersla hefur verið á að rannsaka rauðan Kia Rio-bíl sem mennirnir voru með á leigu þegar Birna hvarf. Staðfest er að hún hafi verið í bílnum þar sem hún blóð úr henni fannst þar. Lögreglan reynir nú að kortleggja ferðir bílsins laugardagsmorguninn 14. janúar milli klukkan 7 og 11:30 en hún telur sig hafa nokkuð glögga mynd af ferðum bílsins frá því að Birna hverfur við Laugaveg 31 klukkan 05:25 og þar til klukkan 7. Gengið er út frá því að Birna hafi farið upp í bílinn á Laugavegi. Grímur segir að lögreglan sé litlu nær um það hvar bíllinn hafi verið á þessum klukkutímum um morguninn.Komið hefur fram að bílnum hafi verið ekið alls um 300 kílómetra á þeim sólarhring sem skipverjarnir höfðu hann á leigu en hvað gæti bílnum hafa verið ekið langt þarna um morguninn? „Það er auðvitað ekki gott að átta sig á því en maður þarf með einhverjum hætti að áætla eðlilegan akstur fram að þeim tíma. Ég hugsa að það sé nær 100 til 150 kílómetrum sem eru óútskýrðir þó það sé ómögulegt að segja nákvæmlega til um það,“ segir Grímur. Hann segir lögregluna telja að Birna hafi verið í bílnum þegar honum er ekið inn á hafnarsvæðið við Hafnarfjarðarhöfn klukkan 6:10 um morguninn og kemur inn á eftirlitsmyndavélar. Grímur vill ekki fara út í það hvort að Birna sjáist inni í bílnum í einhverjum myndavélum en bendir þó á það að hann hafi ítrekað sagt að hún hafi sést seinast í myndavél við Laugaveg 31 klukkan 05:25 aðfaranótt laugardags. Birnu var saknað í átta daga eða allt síðan á aðfaranótt laugardagsins 14. janúar og þar til lík hennar fannst í fjörunni við Selvogsvita eftir hádegi síðastliðinn sunnudag. Lögreglan staðfesti í gær að ljóst væri af rannsókn réttarmeinafræðings að Birnu hefur verið ráðinn bani en vill að öðru leyti ekki tjá sig um niðurstöður þeirrar rannsóknar. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Líkið er af Birnu og um manndráp að ræða Annar skipverjinn var yfirheyrður í gær og hinn í dag. 25. janúar 2017 10:59 Úlpa skipverja á Polar Nanoq þvegin um morguninn Ekki liggur fyrir játning í máli tveggja skipverja sem sakaðir eru um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur. Þriðji skipverjinn gaf sig fram við lögreglu vegna úlpu sem hann gleymdi í rauða Kia Rio bílnum. 26. janúar 2017 07:00 Svæðið frá Grindavík að Óseyrarbrú undir smásjá Ríkjandi alda úr suðvestri á þeim tíma sem Birnu Brjánsdóttur var saknað. 25. janúar 2017 12:30 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira
Ekki stendur til að yfirheyra mennina tvo í dag sem sitja nú í gæsluvarðhaldi grunaðir um að bera ábyrgð á dauða Birnu Brjánsdóttur. Þetta segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn málsins. Hann segir að hefðbundin rannsóknarvinna sé framundan í dag hjá lögreglunni. Annar maðurinn var yfirheyrður á þriðjudag og hinn maðurinn í gær. Grímur segir að ýmislegt hafi komið fram í yfirheyrslum sem nýtist við rannsókn málsins en vill ekki fara nánar út í hvað það er. Hvorugur mannanna hefur játað að bera ábyrgð á dauða Birnu. Mikil áhersla hefur verið á að rannsaka rauðan Kia Rio-bíl sem mennirnir voru með á leigu þegar Birna hvarf. Staðfest er að hún hafi verið í bílnum þar sem hún blóð úr henni fannst þar. Lögreglan reynir nú að kortleggja ferðir bílsins laugardagsmorguninn 14. janúar milli klukkan 7 og 11:30 en hún telur sig hafa nokkuð glögga mynd af ferðum bílsins frá því að Birna hverfur við Laugaveg 31 klukkan 05:25 og þar til klukkan 7. Gengið er út frá því að Birna hafi farið upp í bílinn á Laugavegi. Grímur segir að lögreglan sé litlu nær um það hvar bíllinn hafi verið á þessum klukkutímum um morguninn.Komið hefur fram að bílnum hafi verið ekið alls um 300 kílómetra á þeim sólarhring sem skipverjarnir höfðu hann á leigu en hvað gæti bílnum hafa verið ekið langt þarna um morguninn? „Það er auðvitað ekki gott að átta sig á því en maður þarf með einhverjum hætti að áætla eðlilegan akstur fram að þeim tíma. Ég hugsa að það sé nær 100 til 150 kílómetrum sem eru óútskýrðir þó það sé ómögulegt að segja nákvæmlega til um það,“ segir Grímur. Hann segir lögregluna telja að Birna hafi verið í bílnum þegar honum er ekið inn á hafnarsvæðið við Hafnarfjarðarhöfn klukkan 6:10 um morguninn og kemur inn á eftirlitsmyndavélar. Grímur vill ekki fara út í það hvort að Birna sjáist inni í bílnum í einhverjum myndavélum en bendir þó á það að hann hafi ítrekað sagt að hún hafi sést seinast í myndavél við Laugaveg 31 klukkan 05:25 aðfaranótt laugardags. Birnu var saknað í átta daga eða allt síðan á aðfaranótt laugardagsins 14. janúar og þar til lík hennar fannst í fjörunni við Selvogsvita eftir hádegi síðastliðinn sunnudag. Lögreglan staðfesti í gær að ljóst væri af rannsókn réttarmeinafræðings að Birnu hefur verið ráðinn bani en vill að öðru leyti ekki tjá sig um niðurstöður þeirrar rannsóknar.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Líkið er af Birnu og um manndráp að ræða Annar skipverjinn var yfirheyrður í gær og hinn í dag. 25. janúar 2017 10:59 Úlpa skipverja á Polar Nanoq þvegin um morguninn Ekki liggur fyrir játning í máli tveggja skipverja sem sakaðir eru um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur. Þriðji skipverjinn gaf sig fram við lögreglu vegna úlpu sem hann gleymdi í rauða Kia Rio bílnum. 26. janúar 2017 07:00 Svæðið frá Grindavík að Óseyrarbrú undir smásjá Ríkjandi alda úr suðvestri á þeim tíma sem Birnu Brjánsdóttur var saknað. 25. janúar 2017 12:30 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira
Líkið er af Birnu og um manndráp að ræða Annar skipverjinn var yfirheyrður í gær og hinn í dag. 25. janúar 2017 10:59
Úlpa skipverja á Polar Nanoq þvegin um morguninn Ekki liggur fyrir játning í máli tveggja skipverja sem sakaðir eru um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur. Þriðji skipverjinn gaf sig fram við lögreglu vegna úlpu sem hann gleymdi í rauða Kia Rio bílnum. 26. janúar 2017 07:00
Svæðið frá Grindavík að Óseyrarbrú undir smásjá Ríkjandi alda úr suðvestri á þeim tíma sem Birnu Brjánsdóttur var saknað. 25. janúar 2017 12:30