NBA-meistararnir í Cleveland vildu ekki fá Carmelo Anthony Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. janúar 2017 10:00 Carmelo Anthony, stórstjarna New York Knicks liðsins í NBA-deildinni í körfubolta, hefur átt betri daga en þessi öflugi leikmaður hefur aldrei komist langt í úrslitakeppninni á sínum ferli. Nú síðast sagði eitt besta lið deildarinnar „nei takk“ þegar því var boðið að fá til sín Melo. Von um að spila með meistaraliði vaknaði í stuttan tíma þegar New York Knicks var tilbúið að skipta honum til NBA-meistara Cleveland Cavaliers. Vandmálið fyrir Carmelo Anthony var hinsvegar það að forráðamenn Cleveland höfðu engan áhuga. Framtíð Carmelo Anthony í New York hefur verið mikið í umræðunni í bandarísku fjölmiðlum en lítið hefur gengið hjá honum í leiðtogahlutverki hjá liðinu. New York Knicks bauð Cleveland Cavaliers Carmelo Anthony í skiptum fyrir Kevin Love en Cavs hafði engan áhuga á slíkum skiptum. ESPN segir meðal annars frá. Carmelo Anthony er einn af þremur leikmönnum í NBA-deildinni í dag sem má ekki skipta nema með leyfi þeirra sjálfra. Hinir eru LeBron James hjá Cleveland Cavaliers og Dirk Nowitzki hjá Dallas Mavericks. New York hefði því þurft leyfi frá Melo til að skipta honum til Cleveland. LeBron James hefur gagnrýnt leikmannamál Cleveland-liðsins opinberlega og kallað eftir aðgerðum í yfirstjórn félagsins. Liðið missti bakvörðinn Matthew Dellavedova og miðherjann Timofey Mozgov úr meistaraliði sínu fyrir þetta tímabil og hefur gengið illa að fylla í vanmetin skörð þeirra. Það mun því örugglega eitthvað gerast áður en lokað verður fyrir félagskiptin í NBA-deildinni 23. Febrúar næstkomandi. Carmelo Anthony er 32 ára gamall og fjórum árum eldri en Kevin Love. Hann á tvö ár eftir af samningi sínum við New York og fær næstum því 54 milljónir dollara fyrir þessi tvö ár eða rúma 6,2 milljarða íslenskra króna. Hinn 28 ára gamli Kevin Love á eftir þrjú ár af samningi sínum og mun fá um 72 milljónir dollara fyrir þessi þrjú tímabil eða rúma 8,3 milljarða íslenskra króna. Carmelo Anthony spilaði síðast í úrslitakeppninni árið 2013 en hann hefur spilað samtals 66 leiki í úrslitakeppni á fjórtán árum sínum í deildinni. LeBron James kom inn í deildina á sama tíma og hefur spilaði samtals 199 leiki í úrslitakeppni. Carmelo Anthony er með 22,6 stig, 6,0 fráköst og 3,1 stoðsendingu að meðaltali í leik á þessu tímabili en hann er með 43,5 prósent skotnýtingu og 37,1 prósent þriggja stiga skotnýtingu. Kevin Love er með 20,5 stig, 10,9 fráköst og 1,8 stoðsendingu að meðaltali í leik á þessu tímabili en hann er með 42,9 prósent skotnýtingu og 37,4 prósent þriggja stiga skotnýtingu. NBA Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fleiri fréttir Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Sjá meira
Carmelo Anthony, stórstjarna New York Knicks liðsins í NBA-deildinni í körfubolta, hefur átt betri daga en þessi öflugi leikmaður hefur aldrei komist langt í úrslitakeppninni á sínum ferli. Nú síðast sagði eitt besta lið deildarinnar „nei takk“ þegar því var boðið að fá til sín Melo. Von um að spila með meistaraliði vaknaði í stuttan tíma þegar New York Knicks var tilbúið að skipta honum til NBA-meistara Cleveland Cavaliers. Vandmálið fyrir Carmelo Anthony var hinsvegar það að forráðamenn Cleveland höfðu engan áhuga. Framtíð Carmelo Anthony í New York hefur verið mikið í umræðunni í bandarísku fjölmiðlum en lítið hefur gengið hjá honum í leiðtogahlutverki hjá liðinu. New York Knicks bauð Cleveland Cavaliers Carmelo Anthony í skiptum fyrir Kevin Love en Cavs hafði engan áhuga á slíkum skiptum. ESPN segir meðal annars frá. Carmelo Anthony er einn af þremur leikmönnum í NBA-deildinni í dag sem má ekki skipta nema með leyfi þeirra sjálfra. Hinir eru LeBron James hjá Cleveland Cavaliers og Dirk Nowitzki hjá Dallas Mavericks. New York hefði því þurft leyfi frá Melo til að skipta honum til Cleveland. LeBron James hefur gagnrýnt leikmannamál Cleveland-liðsins opinberlega og kallað eftir aðgerðum í yfirstjórn félagsins. Liðið missti bakvörðinn Matthew Dellavedova og miðherjann Timofey Mozgov úr meistaraliði sínu fyrir þetta tímabil og hefur gengið illa að fylla í vanmetin skörð þeirra. Það mun því örugglega eitthvað gerast áður en lokað verður fyrir félagskiptin í NBA-deildinni 23. Febrúar næstkomandi. Carmelo Anthony er 32 ára gamall og fjórum árum eldri en Kevin Love. Hann á tvö ár eftir af samningi sínum við New York og fær næstum því 54 milljónir dollara fyrir þessi tvö ár eða rúma 6,2 milljarða íslenskra króna. Hinn 28 ára gamli Kevin Love á eftir þrjú ár af samningi sínum og mun fá um 72 milljónir dollara fyrir þessi þrjú tímabil eða rúma 8,3 milljarða íslenskra króna. Carmelo Anthony spilaði síðast í úrslitakeppninni árið 2013 en hann hefur spilað samtals 66 leiki í úrslitakeppni á fjórtán árum sínum í deildinni. LeBron James kom inn í deildina á sama tíma og hefur spilaði samtals 199 leiki í úrslitakeppni. Carmelo Anthony er með 22,6 stig, 6,0 fráköst og 3,1 stoðsendingu að meðaltali í leik á þessu tímabili en hann er með 43,5 prósent skotnýtingu og 37,1 prósent þriggja stiga skotnýtingu. Kevin Love er með 20,5 stig, 10,9 fráköst og 1,8 stoðsendingu að meðaltali í leik á þessu tímabili en hann er með 42,9 prósent skotnýtingu og 37,4 prósent þriggja stiga skotnýtingu.
NBA Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fleiri fréttir Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Sjá meira