Úlpa skipverja á Polar Nanoq þvegin um morguninn Snærós Sindradóttir skrifar 26. janúar 2017 07:00 Polar Nanoq hélt úr höfn í vikunni. Vísir/Vilhelm Á meðal sönnunargagna sem lögreglan lagði hald á um borð í togaranum Polar Nanoq í síðustu viku var úlpa þriðja skipverjans, sem handtekinn var nokkrum klukkustundum á eftir þeim tveimur sakborningum sem nú eru í haldi. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins en jafnframt að maðurinn hafi gefið sig fram við lögreglu vegna úlpunnar. Heimildir Fréttablaðsins herma að maðurinn hafi gleymt úlpunni í bílaleigubílnum sem skipsfélagi hans hafði til umráða. Á laugardeginum hafi það hins vegar vakið athygli hans að búið væri að setja úlpuna í þvott, hann hafi þó ekki velt því meira fyrir sér. Þegar Polar Nanoq var svo snúið við á þriðjudag í síðustu viku hafi farið að renna tvær grímur á manninn og hann hafi gefið sig fram við sérsveitarmenn Ríkislögreglustjóra, sem tóku skipið og handtóku þá grunuðu miðvikudaginn 18. janúar síðastliðinn. Manninum var sleppt að lokinni yfirheyrslu hjá lögreglu og þá staðfesti Grímur Grímsson að búið væri að útiloka aðild mannsins að málinu. Lögreglan hefur ekki viljað staðfesta hvaða rannsóknargögn voru haldlögð um borð í togaranum en greint hefur verið frá því að skilríki Birnu Brjánsdóttur hafi verið á meðal þess sem fannst við leit lögreglu.Yfirheyrður í gær Í gær fóru fram yfirheyrslur yfir Nikolaj Olsen, öðrum manninum sem grunaður er um að hafa banað Birnu. Nikolaj er skipverjinn sem fór aftur um borð í Polar Nanoq þegar rauði bílaleigubíllinn kom aftur að Hafnarfjarðarhöfn á milli sex og hálf sjö á laugardagsmorgun. Thomas Møller Olsen, yngri skipverjinn, var yfirheyrður á þriðjudag en hann er talinn hafa keyrt tæplega 300 kílómetra um Reykjanesið á laugardagsmorgni og hent líki Birnu í sjóinn. Þegar Fréttablaðið ræddi við Grím um miðjan dag í gær stóð ekki til að yfirheyra Thomas þann daginn og játningar lágu ekki fyrir í málinu. Sérfræðingar Vegagerðarinnar hafa aðstoðað lögreglu við að kanna hafstrauma frá laugardeginum 14. janúar til sunnudagsins 22. janúar, þegar lík Birnu fannst í flæðarmálinu við Selvogsvita. Niðurstaða þeirra hefur leitt til þess að lögregla beinir sérstaklega sjónum sínum að strandlengjunni frá Grindavík til Óseyrarbrúar. Í samtali við Vísi í gær, útskýrði Sigurður Sigurðsson, strandverkfræðingur hjá Vegagerðinni, að ekki væri talið að líkið hefði borist mjög langa leið að þeim stað þar sem það fannst. Birnu var ráðinn baniLögregla verst nær allra frétta af niðurstöðu réttarmeinafræðings um andlát Birnu. Í gær fengust þó upplýsingar um að kennslanefnd ríkislögreglustjóra, í samstarfi við réttarmeinafræðinginn, hefði tekið af allan vafa um að lík Birnu hefði fundist í flæðarmálinu við Selvogsvita á sunnudag. Þá sagði Grímur Grímsson, sem fer fyrir rannsókninni, að rannsókn réttarmeinafræðingsins staðfesti að um manndráp væri að ræða.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Líkið er af Birnu og um manndráp að ræða Annar skipverjinn var yfirheyrður í gær og hinn í dag. 25. janúar 2017 10:59 Vonar að dauði Birnu opni á umræðu um ofbeldi á Grænlandi: „Þögnin er áþreifanleg“ Ingibjörg Björnsdóttir sem búsett er á Grænlandi, segist vona að dauði Birnu verði til þess að opna umræðu um ofbeldi á Grænlandi. 25. janúar 2017 11:00 Yfirheyrðu Møller í gær Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur hinn maðurinn, Nikolaj Olsen, ekki verið yfirheyrður eftir að lík Birnu fannst á sunnudaginn. 25. janúar 2017 06:00 Hjálparlínu fyrir aðstandendur skipverja Polar Nanoq bárust tuttugu símtöl Utanríkismálaskrifstofa Grænlands hefur nú látið lokað sérstakri hjálparlínu sinni. 25. janúar 2017 12:57 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Fleiri fréttir Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Sjá meira
Á meðal sönnunargagna sem lögreglan lagði hald á um borð í togaranum Polar Nanoq í síðustu viku var úlpa þriðja skipverjans, sem handtekinn var nokkrum klukkustundum á eftir þeim tveimur sakborningum sem nú eru í haldi. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins en jafnframt að maðurinn hafi gefið sig fram við lögreglu vegna úlpunnar. Heimildir Fréttablaðsins herma að maðurinn hafi gleymt úlpunni í bílaleigubílnum sem skipsfélagi hans hafði til umráða. Á laugardeginum hafi það hins vegar vakið athygli hans að búið væri að setja úlpuna í þvott, hann hafi þó ekki velt því meira fyrir sér. Þegar Polar Nanoq var svo snúið við á þriðjudag í síðustu viku hafi farið að renna tvær grímur á manninn og hann hafi gefið sig fram við sérsveitarmenn Ríkislögreglustjóra, sem tóku skipið og handtóku þá grunuðu miðvikudaginn 18. janúar síðastliðinn. Manninum var sleppt að lokinni yfirheyrslu hjá lögreglu og þá staðfesti Grímur Grímsson að búið væri að útiloka aðild mannsins að málinu. Lögreglan hefur ekki viljað staðfesta hvaða rannsóknargögn voru haldlögð um borð í togaranum en greint hefur verið frá því að skilríki Birnu Brjánsdóttur hafi verið á meðal þess sem fannst við leit lögreglu.Yfirheyrður í gær Í gær fóru fram yfirheyrslur yfir Nikolaj Olsen, öðrum manninum sem grunaður er um að hafa banað Birnu. Nikolaj er skipverjinn sem fór aftur um borð í Polar Nanoq þegar rauði bílaleigubíllinn kom aftur að Hafnarfjarðarhöfn á milli sex og hálf sjö á laugardagsmorgun. Thomas Møller Olsen, yngri skipverjinn, var yfirheyrður á þriðjudag en hann er talinn hafa keyrt tæplega 300 kílómetra um Reykjanesið á laugardagsmorgni og hent líki Birnu í sjóinn. Þegar Fréttablaðið ræddi við Grím um miðjan dag í gær stóð ekki til að yfirheyra Thomas þann daginn og játningar lágu ekki fyrir í málinu. Sérfræðingar Vegagerðarinnar hafa aðstoðað lögreglu við að kanna hafstrauma frá laugardeginum 14. janúar til sunnudagsins 22. janúar, þegar lík Birnu fannst í flæðarmálinu við Selvogsvita. Niðurstaða þeirra hefur leitt til þess að lögregla beinir sérstaklega sjónum sínum að strandlengjunni frá Grindavík til Óseyrarbrúar. Í samtali við Vísi í gær, útskýrði Sigurður Sigurðsson, strandverkfræðingur hjá Vegagerðinni, að ekki væri talið að líkið hefði borist mjög langa leið að þeim stað þar sem það fannst. Birnu var ráðinn baniLögregla verst nær allra frétta af niðurstöðu réttarmeinafræðings um andlát Birnu. Í gær fengust þó upplýsingar um að kennslanefnd ríkislögreglustjóra, í samstarfi við réttarmeinafræðinginn, hefði tekið af allan vafa um að lík Birnu hefði fundist í flæðarmálinu við Selvogsvita á sunnudag. Þá sagði Grímur Grímsson, sem fer fyrir rannsókninni, að rannsókn réttarmeinafræðingsins staðfesti að um manndráp væri að ræða.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Líkið er af Birnu og um manndráp að ræða Annar skipverjinn var yfirheyrður í gær og hinn í dag. 25. janúar 2017 10:59 Vonar að dauði Birnu opni á umræðu um ofbeldi á Grænlandi: „Þögnin er áþreifanleg“ Ingibjörg Björnsdóttir sem búsett er á Grænlandi, segist vona að dauði Birnu verði til þess að opna umræðu um ofbeldi á Grænlandi. 25. janúar 2017 11:00 Yfirheyrðu Møller í gær Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur hinn maðurinn, Nikolaj Olsen, ekki verið yfirheyrður eftir að lík Birnu fannst á sunnudaginn. 25. janúar 2017 06:00 Hjálparlínu fyrir aðstandendur skipverja Polar Nanoq bárust tuttugu símtöl Utanríkismálaskrifstofa Grænlands hefur nú látið lokað sérstakri hjálparlínu sinni. 25. janúar 2017 12:57 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Fleiri fréttir Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Sjá meira
Líkið er af Birnu og um manndráp að ræða Annar skipverjinn var yfirheyrður í gær og hinn í dag. 25. janúar 2017 10:59
Vonar að dauði Birnu opni á umræðu um ofbeldi á Grænlandi: „Þögnin er áþreifanleg“ Ingibjörg Björnsdóttir sem búsett er á Grænlandi, segist vona að dauði Birnu verði til þess að opna umræðu um ofbeldi á Grænlandi. 25. janúar 2017 11:00
Yfirheyrðu Møller í gær Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur hinn maðurinn, Nikolaj Olsen, ekki verið yfirheyrður eftir að lík Birnu fannst á sunnudaginn. 25. janúar 2017 06:00
Hjálparlínu fyrir aðstandendur skipverja Polar Nanoq bárust tuttugu símtöl Utanríkismálaskrifstofa Grænlands hefur nú látið lokað sérstakri hjálparlínu sinni. 25. janúar 2017 12:57