Utanríkismálaskrifstofa Grænlands hefur nú látið lokað sérstakri hjálparlínu sinni sem ætluð var til að aðstoða aðstandendur skipverja á togaranum Polar Nanoq í tengslum við mál Birnu Brjánsdóttur.
Þetta kemur fram í frétt grænlenska fjölmiðilsins Sermitsiaq.
Alls bárust línunni um tuttugu símtöl frá því að hún var opnuð fimmtudaginn 19. janúar síðastliðinn.
Togarinn sigldi úr höfn í Hafnarfirði klukkan ellefu í gærkvöldi eftir að heimild barst frá íslenskum yfirvöldum. Sökum þessa er ekki talin þörf á að hafa hjálparlínuna opna áfram, en hún hefur verið opin allan sólarhringinn síðustu daga.
Tveir grænlenskir skipverjar eru nú í gæsluvarðhaldi vegna gruns um að tengjast morðinu á Birnu Brjánsdóttur.

