Svæðið frá Grindavík að Óseyrarbrú undir smásjá Birgir Olgeirsson skrifar 25. janúar 2017 12:30 Ríkjandi alda úr suðvestri á þeim tíma sem Birnu Brjánsdóttur var saknað. Vísir/Loftmyndir ehf. Vegagerðin hefur látið lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í té upplýsingar um öldufar á þeim tíma sem Birna Brjánsdóttir hvarf í miðborg Reykjavíkur aðfaranótt laugardagsins 14. janúar síðastliðins og til sunnudagsins 22. janúar þegar lík hennar fannst við Selvogsvita. Á þeim tíma var ríkjandi suðvestan átt í öldu, sem þýðir að hún fer frá vestri til austurs. „Það komu að vísu dagar þegar vindáttin var breytileg en ölduáttin var afgerandi suðvestanátt allan tímann,“ segir Sigurður Sigurðsson, strandverkfræðingur hjá Vegagerðinni.Við ströndina ræðurölduáttin mjög miklu en þegar komið er lengra út frá ströndinni skipta sjávarfallsstraumar máli.Vísir/VilhelmMargar breytur til skoðunar Hann segir að við ströndina ráði ölduáttin mjög miklu en þegar komið er lengra út frá ströndinni skipta sjávarfallsstraumar máli. „Þá eru til reklíkön sem geta nýst við að skoða mögulegt rek sem er fyrir áhrif sjávarfalla,“ segir Sigurður en fyrir sunnan Reykjanesið er straumurinn til skiptis til vesturs og austurs. Heildarstefnan er þó lengra til vesturs en styttra til austurs en þannig skiptir straumurinn um átt fram og til baka. „Síðan er alda þarna ofan á þessu og hún er úr suðvestri á móti sjávarfallsstraumum,“ segir Sigurður. Án þess að eitthvað sé hægt að fullyrða um það á þessari stundu þá telur Sigurður að miðað við þau gögn sem Vegagerðin gat horft til þá er ekki talið að Birna hafi borist mjög langa leið að Selvogsvita.Sunnanvert Reykjanesið líklegt Skópar Birnu fannst við Hafnarfjarðarhöfn mánudagskvöldið 16. janúar en talið er nánast útilokað að líkið hafi borist frá Hafnarfjarðarhöfn. Sigurður segir sunnanvert Reykjanesið líklegt, þó svo aftur sé ekkert hægt að fullyrða um það. Sigurður segist engar forsendur hafa til að útiloka svæðið frá Óseyrarbrú, að Krýsuvíkurbergi eða til Grindavíkur. Huga þarf að mörgum breytum við þessa rannsókn en ef um Óseyrarbrú er til dæmis að ræða þá hefði líkið ekki ferðast með ströndinni heldur borist úr á svolítið dýpi þar sem sjávarafallastraumarnir hefðu geta borið það hægt til vesturs en síðan á einhverjum tímapunkti hefur aldan gripið það og fært upp í fjöru.Gruna laugardaginn Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á málinu, segir það blasa við að Birna hafi farið í sjó en hvenær nákvæmlega er erfitt að segja um. „Ekki annað en að okkur grunar að það hafi gerst á laugardeginum 14. janúar,“ segir Grímur. Hann segir lögreglu hafa uppi kenningar um hvar Birna var sett í sjó en vill ekki fara nánar út í það. Hann segir lögreglu njóta aðstoðar sérfræðinga í bæði straumum og ölduhreyfingum við rannsókn málsins. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Líkið er af Birnu og um manndráp að ræða Annar skipverjinn var yfirheyrður í gær og hinn í dag. 25. janúar 2017 10:59 Vonar að dauði Birnu opni á umræðu um ofbeldi á Grænlandi: „Þögnin er áþreifanleg“ Ingibjörg Björnsdóttir sem búsett er á Grænlandi, segist vona að dauði Birnu verði til þess að opna umræðu um ofbeldi á Grænlandi. 25. janúar 2017 11:00 Hinn skipverjinn yfirheyrður í dag Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var Thomas Möller yfirheyrður í gær og verður þá Nikolaj Olsen yfirheyrður í dag. 25. janúar 2017 10:01 Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Fleiri fréttir Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sjá meira
Vegagerðin hefur látið lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í té upplýsingar um öldufar á þeim tíma sem Birna Brjánsdóttir hvarf í miðborg Reykjavíkur aðfaranótt laugardagsins 14. janúar síðastliðins og til sunnudagsins 22. janúar þegar lík hennar fannst við Selvogsvita. Á þeim tíma var ríkjandi suðvestan átt í öldu, sem þýðir að hún fer frá vestri til austurs. „Það komu að vísu dagar þegar vindáttin var breytileg en ölduáttin var afgerandi suðvestanátt allan tímann,“ segir Sigurður Sigurðsson, strandverkfræðingur hjá Vegagerðinni.Við ströndina ræðurölduáttin mjög miklu en þegar komið er lengra út frá ströndinni skipta sjávarfallsstraumar máli.Vísir/VilhelmMargar breytur til skoðunar Hann segir að við ströndina ráði ölduáttin mjög miklu en þegar komið er lengra út frá ströndinni skipta sjávarfallsstraumar máli. „Þá eru til reklíkön sem geta nýst við að skoða mögulegt rek sem er fyrir áhrif sjávarfalla,“ segir Sigurður en fyrir sunnan Reykjanesið er straumurinn til skiptis til vesturs og austurs. Heildarstefnan er þó lengra til vesturs en styttra til austurs en þannig skiptir straumurinn um átt fram og til baka. „Síðan er alda þarna ofan á þessu og hún er úr suðvestri á móti sjávarfallsstraumum,“ segir Sigurður. Án þess að eitthvað sé hægt að fullyrða um það á þessari stundu þá telur Sigurður að miðað við þau gögn sem Vegagerðin gat horft til þá er ekki talið að Birna hafi borist mjög langa leið að Selvogsvita.Sunnanvert Reykjanesið líklegt Skópar Birnu fannst við Hafnarfjarðarhöfn mánudagskvöldið 16. janúar en talið er nánast útilokað að líkið hafi borist frá Hafnarfjarðarhöfn. Sigurður segir sunnanvert Reykjanesið líklegt, þó svo aftur sé ekkert hægt að fullyrða um það. Sigurður segist engar forsendur hafa til að útiloka svæðið frá Óseyrarbrú, að Krýsuvíkurbergi eða til Grindavíkur. Huga þarf að mörgum breytum við þessa rannsókn en ef um Óseyrarbrú er til dæmis að ræða þá hefði líkið ekki ferðast með ströndinni heldur borist úr á svolítið dýpi þar sem sjávarafallastraumarnir hefðu geta borið það hægt til vesturs en síðan á einhverjum tímapunkti hefur aldan gripið það og fært upp í fjöru.Gruna laugardaginn Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á málinu, segir það blasa við að Birna hafi farið í sjó en hvenær nákvæmlega er erfitt að segja um. „Ekki annað en að okkur grunar að það hafi gerst á laugardeginum 14. janúar,“ segir Grímur. Hann segir lögreglu hafa uppi kenningar um hvar Birna var sett í sjó en vill ekki fara nánar út í það. Hann segir lögreglu njóta aðstoðar sérfræðinga í bæði straumum og ölduhreyfingum við rannsókn málsins.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Líkið er af Birnu og um manndráp að ræða Annar skipverjinn var yfirheyrður í gær og hinn í dag. 25. janúar 2017 10:59 Vonar að dauði Birnu opni á umræðu um ofbeldi á Grænlandi: „Þögnin er áþreifanleg“ Ingibjörg Björnsdóttir sem búsett er á Grænlandi, segist vona að dauði Birnu verði til þess að opna umræðu um ofbeldi á Grænlandi. 25. janúar 2017 11:00 Hinn skipverjinn yfirheyrður í dag Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var Thomas Möller yfirheyrður í gær og verður þá Nikolaj Olsen yfirheyrður í dag. 25. janúar 2017 10:01 Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Fleiri fréttir Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sjá meira
Líkið er af Birnu og um manndráp að ræða Annar skipverjinn var yfirheyrður í gær og hinn í dag. 25. janúar 2017 10:59
Vonar að dauði Birnu opni á umræðu um ofbeldi á Grænlandi: „Þögnin er áþreifanleg“ Ingibjörg Björnsdóttir sem búsett er á Grænlandi, segist vona að dauði Birnu verði til þess að opna umræðu um ofbeldi á Grænlandi. 25. janúar 2017 11:00
Hinn skipverjinn yfirheyrður í dag Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var Thomas Möller yfirheyrður í gær og verður þá Nikolaj Olsen yfirheyrður í dag. 25. janúar 2017 10:01
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent