Jón Axel setti niður þrjá þrista fyrir framan Curry Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. janúar 2017 11:30 Jón Axel Guðmundsson og Steph Curry. Vísir/Samsett/Getty Grindvíkingurinn Jón Axel Guðmundsson átti mjög flottan leik með Davidson í nótt þegar liðið vann fjórtán stiga sigur á Duquesne, 74-60. Það sem var merkilegt við leikinn í gær var að Stephen Curry, mikilvægasti leikmaður NBA-deildarinnar undanfarin tvö tímabil, var meðal áhorfenda. Það var ekki slæmt fyrir íslenska unglingalandsliðsmanninn að geta sýnt flotta takta fyrir framan einn besta körfuboltamanns heims. Stephen Curry lék með Davidson-skólanum frá 2006 til 2008 og skoraði þá 25,3 stig að meðaltali í 104 leikjum. Hann er eins og kunnugt er frábær skytta og okkar maður var líka heitur fyrir utan þriggja stiga línuna í leiknum í nótt. Curry heimsótti gamla skólann sinn í gær en Golden State Warriors er ferðalagi um Austurströnd Bandaríkjanna þessa dagana. Warriors-liðið mætir einmitt liði Charlotte Hornets á útivelli í kvöld. Davidson er aðeins í um hálftíma fjarlægð frá borginni Charlotte. Jón Axel var með 12 stig, 9 fráköst, 4 stoðsendingar og 3 stolna bolta í leiknum í nótt og Curry var örugglega sáttur með Íslendinginn þegar þeir hittustu eftir leik. Jón Axel hitti líka úr 3 af 5 þriggja stiga skotum sínum en enginn annar leikmaður Davidson-liðsins skoraði fleiri þrista en hann í þessum leik. Jón Axel skoraði tvær af þriggja stiga körfum sínum í fyrri hálfleiknum sem Davidson vann 39-16. Fyrsti þristurinn hans kom Davidson í 7-0 eftir tveggja mínútna leik og þristur númer tvö kom Davidson í 10-0 eftir 2 mínútur og 43 sekúndur. Hér fyrir neðan má sjá Jón Axel Guðmundsson og félaga með Stephen Curry í búningsklefa Davidson eftir leikinn.#CatsWin and always great to have #30 in the house @stephencurry30 @davidsonmbb pic.twitter.com/a1zKQrkXKW— Matt McKillop (@mamckillop) January 25, 2017 Special day for @StephenCurry30 - jersey retired by @charchristiannc & student section at @DavidsonCollege named in his honor. #Section30 pic.twitter.com/bLM4GhuZ1X— GoldenStateWarriors (@warriors) January 25, 2017 EM 2017 í Finnlandi Körfubolti NBA Mest lesið EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Formúla 1 Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Körfubolti Sengun í fantaformi í sumarfríinu Körfubolti Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid Fótbolti Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskir Evrópuleikir Sport Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sport Fleiri fréttir Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Sjá meira
Grindvíkingurinn Jón Axel Guðmundsson átti mjög flottan leik með Davidson í nótt þegar liðið vann fjórtán stiga sigur á Duquesne, 74-60. Það sem var merkilegt við leikinn í gær var að Stephen Curry, mikilvægasti leikmaður NBA-deildarinnar undanfarin tvö tímabil, var meðal áhorfenda. Það var ekki slæmt fyrir íslenska unglingalandsliðsmanninn að geta sýnt flotta takta fyrir framan einn besta körfuboltamanns heims. Stephen Curry lék með Davidson-skólanum frá 2006 til 2008 og skoraði þá 25,3 stig að meðaltali í 104 leikjum. Hann er eins og kunnugt er frábær skytta og okkar maður var líka heitur fyrir utan þriggja stiga línuna í leiknum í nótt. Curry heimsótti gamla skólann sinn í gær en Golden State Warriors er ferðalagi um Austurströnd Bandaríkjanna þessa dagana. Warriors-liðið mætir einmitt liði Charlotte Hornets á útivelli í kvöld. Davidson er aðeins í um hálftíma fjarlægð frá borginni Charlotte. Jón Axel var með 12 stig, 9 fráköst, 4 stoðsendingar og 3 stolna bolta í leiknum í nótt og Curry var örugglega sáttur með Íslendinginn þegar þeir hittustu eftir leik. Jón Axel hitti líka úr 3 af 5 þriggja stiga skotum sínum en enginn annar leikmaður Davidson-liðsins skoraði fleiri þrista en hann í þessum leik. Jón Axel skoraði tvær af þriggja stiga körfum sínum í fyrri hálfleiknum sem Davidson vann 39-16. Fyrsti þristurinn hans kom Davidson í 7-0 eftir tveggja mínútna leik og þristur númer tvö kom Davidson í 10-0 eftir 2 mínútur og 43 sekúndur. Hér fyrir neðan má sjá Jón Axel Guðmundsson og félaga með Stephen Curry í búningsklefa Davidson eftir leikinn.#CatsWin and always great to have #30 in the house @stephencurry30 @davidsonmbb pic.twitter.com/a1zKQrkXKW— Matt McKillop (@mamckillop) January 25, 2017 Special day for @StephenCurry30 - jersey retired by @charchristiannc & student section at @DavidsonCollege named in his honor. #Section30 pic.twitter.com/bLM4GhuZ1X— GoldenStateWarriors (@warriors) January 25, 2017
EM 2017 í Finnlandi Körfubolti NBA Mest lesið EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Formúla 1 Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Körfubolti Sengun í fantaformi í sumarfríinu Körfubolti Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid Fótbolti Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskir Evrópuleikir Sport Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sport Fleiri fréttir Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Sjá meira