Boðar stórsókn við uppbyggingu innviða Sveinn Arnarsson skrifar 25. janúar 2017 06:00 Ráðherra mismælti sig í ræðunni og sagði ríkisstjórnina hafa aðgerðaáætlun vegna Panamasamkomulagsins, en átti við Parísarsamkomulagið. vísir/ernir Alþingi kom saman í gær eftir jólafrí og myndun nýrrar ríkisstjórnar. Ljóst er að samvinna stjórnar og stjórnarandstöðu byrjar ekki vel en samstaða náðist ekki um skipun í nefndir þingsins. Á fyrstu fundum nýrra þingnefnda verður því kosið um formenn nefndanna en stjórnarflokkarnir hafa meirihluta í öllum nefndum þingsins. Vildu stjórnarandstöðuþingmenn meina að um væri að ræða misbeitingu valds ríkisstjórnarflokkanna. Á síðasta kjörtímabili hafði stjórnarandstaðan tvo nefndarformenn. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra boðaði stórsókn í innviðauppbyggingu á þessu kjörtímabili í stefnuræðu forsætisráðherra. Leiðarstef ríkisstjórnarinnar var um aukna menntun og betri heilbrigðisþjónustu. Einnig sagði Bjarni það forgangsmál nýrrar ríkisstjórnar að vinna að loftslagsmálum og viðhalda jafnvægi í efnahagsmálum. Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, gagnrýndi ræðu forsætisráðherra að því leyti að ekkert var rætt um félagslegt réttlæti. „Við vitum að ríkustu tíu prósentin hér eiga þrjá fjórðu alls auðs hér á landi,“ sagði Katrín. Einnig vék hún orðum að nýrri ríkisstjórn og sagði hún Viðreisn og Bjarta framtíð hafa selt nánast flest sín kosningaloforð. Kerfisbreytingarnar sem flokkarnir boðuðu væru litlar sem engar. Ásta Guðrún Helgadóttir, þingkona Pírata, og Logi Einarsson, formaður Samfylkingar, minntu forsætisráðherra á að hann hafi setið á skýrslu um aflandseignir Íslendinga. Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra sagði heilbrigðismál í forgangi, umbætur í landbúnaði og sjávarútvegi væru einnig forgangsmál nýrrar ríkisstjórnar sem og stöðugt gengi og jafnrétti kynjanna. „Við höldum í það góða, breytum hinu. Við viljum kerfisbreytingar en engar kollsteypur,“ sagði Benedikt. Fyrrverandi forsætisráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, gagnrýndi ræðu Bjarna hvað harðast. Sagði hann stjórnina of veika „Hægt hefði verið að mynda annars konar stjórn sem hefði mun breiðari pólitískari skírskotun en sú hægri stjórn sem var mynduð undir forystu þeirra Engeyjarfrænda. Forsætisráðherra var mæta vel kunnugt um það. En sá á kvölina sem á völina og 25 prósent ánægja er niðurstaðan með það val.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Katrín: Stjórnmálamenn hafa val um að byggja múra eða byggja brýr Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri hreyfingarinnar, sagði á Alþingi í kvöld að stjórnmálamenn hefðu val um hvernig bregðast skyldi við vaxandi gjá milli ólíkra hópa í samfélögum vestan hafs og austan. 24. janúar 2017 20:03 Óttarr: „Vinnum saman, gerum vel, og verum góð“ Óttarr Proppé, heilbrigðsráðherra og formaður Bjartrar framtíð varð tíðrætt um mikilvægi þess að vönduð vinnubrögð verði ástunduð á Alþingi á kjörtímabilinu. 24. janúar 2017 20:50 Bjarni: Við þurfum að tvöfalda verðmæti útflutnings á næstu fimmtán árum Bjarni Benediktsson flutti fyrstu stefnuræðu sína sem forsætisráðherra í kvöld. 24. janúar 2017 19:48 Sigurður Ingi: Fólk má ekki fá þá tilfinningu að sumir séu jafnari en aðrir Góð staða í efnahagsmálum er Framsóknarflokknum að þakka að mati formanns flokksins. 24. janúar 2017 20:34 Ásta Guðrún: Viðreisn og Björt framtíð vega salt við Sjálfstæðisflokkinn Aldrei hefur fjórflokkurinn fengið jafn lítið fylgi og nú, aldrei hafa fleiri flokkar komist að og fleiri konur hafa ekki verið á þingi. Þetta var á meðal þess sem Ásta Guðrún Helgadóttir, þinmaður Pírata, sagði í upphafi ræðu sinnar á Alþingi þar sem nú fara fram umræður um stefnuræðu forsætisráðherra en umræðurnar má sjá í beinni útsendingu hér. 24. janúar 2017 20:27 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fleiri fréttir Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Sjá meira
Alþingi kom saman í gær eftir jólafrí og myndun nýrrar ríkisstjórnar. Ljóst er að samvinna stjórnar og stjórnarandstöðu byrjar ekki vel en samstaða náðist ekki um skipun í nefndir þingsins. Á fyrstu fundum nýrra þingnefnda verður því kosið um formenn nefndanna en stjórnarflokkarnir hafa meirihluta í öllum nefndum þingsins. Vildu stjórnarandstöðuþingmenn meina að um væri að ræða misbeitingu valds ríkisstjórnarflokkanna. Á síðasta kjörtímabili hafði stjórnarandstaðan tvo nefndarformenn. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra boðaði stórsókn í innviðauppbyggingu á þessu kjörtímabili í stefnuræðu forsætisráðherra. Leiðarstef ríkisstjórnarinnar var um aukna menntun og betri heilbrigðisþjónustu. Einnig sagði Bjarni það forgangsmál nýrrar ríkisstjórnar að vinna að loftslagsmálum og viðhalda jafnvægi í efnahagsmálum. Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, gagnrýndi ræðu forsætisráðherra að því leyti að ekkert var rætt um félagslegt réttlæti. „Við vitum að ríkustu tíu prósentin hér eiga þrjá fjórðu alls auðs hér á landi,“ sagði Katrín. Einnig vék hún orðum að nýrri ríkisstjórn og sagði hún Viðreisn og Bjarta framtíð hafa selt nánast flest sín kosningaloforð. Kerfisbreytingarnar sem flokkarnir boðuðu væru litlar sem engar. Ásta Guðrún Helgadóttir, þingkona Pírata, og Logi Einarsson, formaður Samfylkingar, minntu forsætisráðherra á að hann hafi setið á skýrslu um aflandseignir Íslendinga. Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra sagði heilbrigðismál í forgangi, umbætur í landbúnaði og sjávarútvegi væru einnig forgangsmál nýrrar ríkisstjórnar sem og stöðugt gengi og jafnrétti kynjanna. „Við höldum í það góða, breytum hinu. Við viljum kerfisbreytingar en engar kollsteypur,“ sagði Benedikt. Fyrrverandi forsætisráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, gagnrýndi ræðu Bjarna hvað harðast. Sagði hann stjórnina of veika „Hægt hefði verið að mynda annars konar stjórn sem hefði mun breiðari pólitískari skírskotun en sú hægri stjórn sem var mynduð undir forystu þeirra Engeyjarfrænda. Forsætisráðherra var mæta vel kunnugt um það. En sá á kvölina sem á völina og 25 prósent ánægja er niðurstaðan með það val.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Katrín: Stjórnmálamenn hafa val um að byggja múra eða byggja brýr Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri hreyfingarinnar, sagði á Alþingi í kvöld að stjórnmálamenn hefðu val um hvernig bregðast skyldi við vaxandi gjá milli ólíkra hópa í samfélögum vestan hafs og austan. 24. janúar 2017 20:03 Óttarr: „Vinnum saman, gerum vel, og verum góð“ Óttarr Proppé, heilbrigðsráðherra og formaður Bjartrar framtíð varð tíðrætt um mikilvægi þess að vönduð vinnubrögð verði ástunduð á Alþingi á kjörtímabilinu. 24. janúar 2017 20:50 Bjarni: Við þurfum að tvöfalda verðmæti útflutnings á næstu fimmtán árum Bjarni Benediktsson flutti fyrstu stefnuræðu sína sem forsætisráðherra í kvöld. 24. janúar 2017 19:48 Sigurður Ingi: Fólk má ekki fá þá tilfinningu að sumir séu jafnari en aðrir Góð staða í efnahagsmálum er Framsóknarflokknum að þakka að mati formanns flokksins. 24. janúar 2017 20:34 Ásta Guðrún: Viðreisn og Björt framtíð vega salt við Sjálfstæðisflokkinn Aldrei hefur fjórflokkurinn fengið jafn lítið fylgi og nú, aldrei hafa fleiri flokkar komist að og fleiri konur hafa ekki verið á þingi. Þetta var á meðal þess sem Ásta Guðrún Helgadóttir, þinmaður Pírata, sagði í upphafi ræðu sinnar á Alþingi þar sem nú fara fram umræður um stefnuræðu forsætisráðherra en umræðurnar má sjá í beinni útsendingu hér. 24. janúar 2017 20:27 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fleiri fréttir Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Sjá meira
Katrín: Stjórnmálamenn hafa val um að byggja múra eða byggja brýr Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri hreyfingarinnar, sagði á Alþingi í kvöld að stjórnmálamenn hefðu val um hvernig bregðast skyldi við vaxandi gjá milli ólíkra hópa í samfélögum vestan hafs og austan. 24. janúar 2017 20:03
Óttarr: „Vinnum saman, gerum vel, og verum góð“ Óttarr Proppé, heilbrigðsráðherra og formaður Bjartrar framtíð varð tíðrætt um mikilvægi þess að vönduð vinnubrögð verði ástunduð á Alþingi á kjörtímabilinu. 24. janúar 2017 20:50
Bjarni: Við þurfum að tvöfalda verðmæti útflutnings á næstu fimmtán árum Bjarni Benediktsson flutti fyrstu stefnuræðu sína sem forsætisráðherra í kvöld. 24. janúar 2017 19:48
Sigurður Ingi: Fólk má ekki fá þá tilfinningu að sumir séu jafnari en aðrir Góð staða í efnahagsmálum er Framsóknarflokknum að þakka að mati formanns flokksins. 24. janúar 2017 20:34
Ásta Guðrún: Viðreisn og Björt framtíð vega salt við Sjálfstæðisflokkinn Aldrei hefur fjórflokkurinn fengið jafn lítið fylgi og nú, aldrei hafa fleiri flokkar komist að og fleiri konur hafa ekki verið á þingi. Þetta var á meðal þess sem Ásta Guðrún Helgadóttir, þinmaður Pírata, sagði í upphafi ræðu sinnar á Alþingi þar sem nú fara fram umræður um stefnuræðu forsætisráðherra en umræðurnar má sjá í beinni útsendingu hér. 24. janúar 2017 20:27