Ferðamenn hætt komnir í Reynisfjöru: „Þetta er næstum því daglegur viðburður“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. janúar 2017 21:45 Aldan kom mjög skyndilega og hrifsaði manninn með sér. Tveir ferðamenn voru hætt komnir í Reynisfjöru í dag þegar alda kom skyndilega að landi. Annar þeirra lenti í öldunni en kom sér að landi með herkjum. Hinn lá í flæðamálinu en brást snaggaralega við. Leiðsögumaðurinn Teitur Þorkelsson var staddur með hóp í fjörunni og tók myndskeiðið sem sjá má hér að neðan. Hann segist hafa verið í Reynisfjöru í um klukkutíma í dag og að minnsta kosti fimm ferðamenn hafi blotnað eftir að hafa lent í öldu. „Þetta er næstum því daglegur viðburður,“ segir Teitur sem kemur reglulega í Reynisfjöru með hópa. Hann leggur sjálfur áherslu á að fræða sína hópa vel um hætturnar sem leynast í fjörunni.Það er ýmislegt gert fyrir hina fullkomnu mynd.Mynd/Teitur Þorkelsson„Maður tekur alltaf ræðuna og varar fólk við. Svo þarf maður að fylgjast með þeim því að þetta getur komið úr öllum áttum. Maður varar fólk við og segir þeim hryllingssögur,“ segir Teitur. Það er hans upplifun að ferðamenn sem séu á eigin vegum séu líklegri til þess að gera sér ekki grein fyrir þeim hættum sem eru fyrir hendi í Reynisfjöru. Sjá einnig: Þrjú banaslys í Reynisfjöru á áratug: „Einhver þarf að bera ábyrgð á staðnum“Þýsk kona lést fyrr í mánuðinum í Kirkjufjöru skammt frá Reynisfjöru. Stór alda féll á hana og fjölskyldu hennar. Móðirin lenti í briminu og fer út með soginu. Sett hafa verið upp skilti til þess að vara þá sem koma í Reynisfjöru við þeim hættum sem eru fyrir hendi og að mati Teits er allur gangur á því hvort að ferðamenn skoði skiltin eða ekki. „Það eru mörg skilti á leiðinni niður og svo eru margir sem skoða þetta ekki. Ég sá fólk skoða skiltin þar sem meðal annars stendur recent tourist death en það eru alltaf einhverjir sem skoða þetta ekki neitt.“ Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Segir erfitt að meta hvort að viðvörunarskiltin geri sitt gagn Víðir Reynisson lögreglufulltrúi og verkefnastjóri almannavarna hjá lögreglunni á Suðurlandi segir það mjög spennandi að sjá niðurstöður rannsóknar sem þær Þórdís Pétursdóttir og Sigurlaug Rúnarsdóttir nemendur í ferðamálafræði við Háskóla Íslands vinna að en lokaverkefni þeirra í náminu snýr að öryggi ferðamanna í Reynisfjöru. 18. október 2016 15:08 Þrjú banaslys í Reynisfjöru á áratug: „Einhver þarf að bera ábyrgð á staðnum“ Þrjú banaslys hafa orðið í Reynisfjöru og nærliggjandi fjörum síðastliðinn áratug. 9. janúar 2017 19:30 Konan fannst klukkustund eftir að tilkynning barst Fjölskyldan hennar komst af sjálfsdáðum í land. 10. janúar 2017 15:28 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Sjá meira
Tveir ferðamenn voru hætt komnir í Reynisfjöru í dag þegar alda kom skyndilega að landi. Annar þeirra lenti í öldunni en kom sér að landi með herkjum. Hinn lá í flæðamálinu en brást snaggaralega við. Leiðsögumaðurinn Teitur Þorkelsson var staddur með hóp í fjörunni og tók myndskeiðið sem sjá má hér að neðan. Hann segist hafa verið í Reynisfjöru í um klukkutíma í dag og að minnsta kosti fimm ferðamenn hafi blotnað eftir að hafa lent í öldu. „Þetta er næstum því daglegur viðburður,“ segir Teitur sem kemur reglulega í Reynisfjöru með hópa. Hann leggur sjálfur áherslu á að fræða sína hópa vel um hætturnar sem leynast í fjörunni.Það er ýmislegt gert fyrir hina fullkomnu mynd.Mynd/Teitur Þorkelsson„Maður tekur alltaf ræðuna og varar fólk við. Svo þarf maður að fylgjast með þeim því að þetta getur komið úr öllum áttum. Maður varar fólk við og segir þeim hryllingssögur,“ segir Teitur. Það er hans upplifun að ferðamenn sem séu á eigin vegum séu líklegri til þess að gera sér ekki grein fyrir þeim hættum sem eru fyrir hendi í Reynisfjöru. Sjá einnig: Þrjú banaslys í Reynisfjöru á áratug: „Einhver þarf að bera ábyrgð á staðnum“Þýsk kona lést fyrr í mánuðinum í Kirkjufjöru skammt frá Reynisfjöru. Stór alda féll á hana og fjölskyldu hennar. Móðirin lenti í briminu og fer út með soginu. Sett hafa verið upp skilti til þess að vara þá sem koma í Reynisfjöru við þeim hættum sem eru fyrir hendi og að mati Teits er allur gangur á því hvort að ferðamenn skoði skiltin eða ekki. „Það eru mörg skilti á leiðinni niður og svo eru margir sem skoða þetta ekki. Ég sá fólk skoða skiltin þar sem meðal annars stendur recent tourist death en það eru alltaf einhverjir sem skoða þetta ekki neitt.“
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Segir erfitt að meta hvort að viðvörunarskiltin geri sitt gagn Víðir Reynisson lögreglufulltrúi og verkefnastjóri almannavarna hjá lögreglunni á Suðurlandi segir það mjög spennandi að sjá niðurstöður rannsóknar sem þær Þórdís Pétursdóttir og Sigurlaug Rúnarsdóttir nemendur í ferðamálafræði við Háskóla Íslands vinna að en lokaverkefni þeirra í náminu snýr að öryggi ferðamanna í Reynisfjöru. 18. október 2016 15:08 Þrjú banaslys í Reynisfjöru á áratug: „Einhver þarf að bera ábyrgð á staðnum“ Þrjú banaslys hafa orðið í Reynisfjöru og nærliggjandi fjörum síðastliðinn áratug. 9. janúar 2017 19:30 Konan fannst klukkustund eftir að tilkynning barst Fjölskyldan hennar komst af sjálfsdáðum í land. 10. janúar 2017 15:28 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Sjá meira
Segir erfitt að meta hvort að viðvörunarskiltin geri sitt gagn Víðir Reynisson lögreglufulltrúi og verkefnastjóri almannavarna hjá lögreglunni á Suðurlandi segir það mjög spennandi að sjá niðurstöður rannsóknar sem þær Þórdís Pétursdóttir og Sigurlaug Rúnarsdóttir nemendur í ferðamálafræði við Háskóla Íslands vinna að en lokaverkefni þeirra í náminu snýr að öryggi ferðamanna í Reynisfjöru. 18. október 2016 15:08
Þrjú banaslys í Reynisfjöru á áratug: „Einhver þarf að bera ábyrgð á staðnum“ Þrjú banaslys hafa orðið í Reynisfjöru og nærliggjandi fjörum síðastliðinn áratug. 9. janúar 2017 19:30
Konan fannst klukkustund eftir að tilkynning barst Fjölskyldan hennar komst af sjálfsdáðum í land. 10. janúar 2017 15:28