Benedikt: „Segjum svarta hagkerfinu og skattaskjólunum stríð á hendur“ Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 24. janúar 2017 20:30 Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra. Vísir/Ernir „Við segjum svarta hagkerfinu og skattaskjólunum stríð á hendur. Í kjölfar skýrslu um umfang aflandseyjaeigna Íslendinga hef ég átt fundi með bæði ríkisskattstjóra og skattrannsóknarstjóra í því skyni að loka skattasmugunum,“ sagði Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra, í ræðu sinni á Alþingi þar sem nú fara fram umræður um stefnuræðu forsætisráðherra.Umræðurnar má sjá í beinni útsendingu hér.„Góðæri er einmitt rétti tíminn til þess að hugsa hlutina upp á nýtt og ráðast í nauðsynlegar umbætur,“ sagði Benedikt og var bjartsýnn á framtíðina. Hann nefndi að þó svo að ytri aðstæður séu margt um góðar væri samt sem áður ástæða til breytinga. Ísland þurfi að vera samkeppnishæft við önnur lönd og lífsgæðin og stöðugleiki í efnahagsmálum skipti þar höfuð máli. „Þversögnin sem við blasir er að þjóðin þarf á tvennu að halda: Breytingum og stöðugleika. Við höldum í það góða, breytum hinu. Við viljum kerfisbreytingar, en engar kollsteypur,“ segir Benedikt og lagði áherslu á að stöðuleiki skipti sköpum í íslensku efnahagslífi og gæti talist til ákveðnar byltingar. Nefndi hann að uppsveifla í efnahagsmálum væri vissulega skemmtileg en fallið sem henni fylgi væri hins vegar ekki jafn skemmtilegt og hana beri að varast. Því væri það bylting fyrir íslendinga að hafa langvarandi stöðugleika og vexti og verðlag sem væri líkt því sem gerist erlendis. Hagur neytenda og valfrelsi þurfa að vera í forgrunni að mati Benedikts og nefnir hann þar sérstaklega að hægt sé að auðvelda innflutning á landbúnaðarvörum með samningum við Evrópusambandið um gagnkvæma niðurfellingu tolla af vörum. Þetta muni tvöfalda innflutning á landbúnaðarvörum. Alþingi Tengdar fréttir Katrín: Stjórnmálamenn hafa val um að byggja múra eða byggja brýr Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri hreyfingarinnar, sagði á Alþingi í kvöld að stjórnmálamenn hefðu val um hvernig bregðast skyldi við vaxandi gjá milli ólíkra hópa í samfélögum vestan hafs og austan. 24. janúar 2017 20:03 Bjarni: Við þurfum að tvöfalda verðmæti útflutnings á næstu fimmtán árum Bjarni Benediktsson flutti fyrstu stefnuræðu sína sem forsætisráðherra í kvöld. 24. janúar 2017 19:48 Bein útsending: Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana Klukkan 19:30 í kvöld mælir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, fyrir stefnu ríkisstjórnar sinnar. Eftir ræðuna fara fram umræður um hana. 24. janúar 2017 19:15 Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Innlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Fleiri fréttir Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Sjá meira
„Við segjum svarta hagkerfinu og skattaskjólunum stríð á hendur. Í kjölfar skýrslu um umfang aflandseyjaeigna Íslendinga hef ég átt fundi með bæði ríkisskattstjóra og skattrannsóknarstjóra í því skyni að loka skattasmugunum,“ sagði Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra, í ræðu sinni á Alþingi þar sem nú fara fram umræður um stefnuræðu forsætisráðherra.Umræðurnar má sjá í beinni útsendingu hér.„Góðæri er einmitt rétti tíminn til þess að hugsa hlutina upp á nýtt og ráðast í nauðsynlegar umbætur,“ sagði Benedikt og var bjartsýnn á framtíðina. Hann nefndi að þó svo að ytri aðstæður séu margt um góðar væri samt sem áður ástæða til breytinga. Ísland þurfi að vera samkeppnishæft við önnur lönd og lífsgæðin og stöðugleiki í efnahagsmálum skipti þar höfuð máli. „Þversögnin sem við blasir er að þjóðin þarf á tvennu að halda: Breytingum og stöðugleika. Við höldum í það góða, breytum hinu. Við viljum kerfisbreytingar, en engar kollsteypur,“ segir Benedikt og lagði áherslu á að stöðuleiki skipti sköpum í íslensku efnahagslífi og gæti talist til ákveðnar byltingar. Nefndi hann að uppsveifla í efnahagsmálum væri vissulega skemmtileg en fallið sem henni fylgi væri hins vegar ekki jafn skemmtilegt og hana beri að varast. Því væri það bylting fyrir íslendinga að hafa langvarandi stöðugleika og vexti og verðlag sem væri líkt því sem gerist erlendis. Hagur neytenda og valfrelsi þurfa að vera í forgrunni að mati Benedikts og nefnir hann þar sérstaklega að hægt sé að auðvelda innflutning á landbúnaðarvörum með samningum við Evrópusambandið um gagnkvæma niðurfellingu tolla af vörum. Þetta muni tvöfalda innflutning á landbúnaðarvörum.
Alþingi Tengdar fréttir Katrín: Stjórnmálamenn hafa val um að byggja múra eða byggja brýr Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri hreyfingarinnar, sagði á Alþingi í kvöld að stjórnmálamenn hefðu val um hvernig bregðast skyldi við vaxandi gjá milli ólíkra hópa í samfélögum vestan hafs og austan. 24. janúar 2017 20:03 Bjarni: Við þurfum að tvöfalda verðmæti útflutnings á næstu fimmtán árum Bjarni Benediktsson flutti fyrstu stefnuræðu sína sem forsætisráðherra í kvöld. 24. janúar 2017 19:48 Bein útsending: Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana Klukkan 19:30 í kvöld mælir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, fyrir stefnu ríkisstjórnar sinnar. Eftir ræðuna fara fram umræður um hana. 24. janúar 2017 19:15 Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Innlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Fleiri fréttir Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Sjá meira
Katrín: Stjórnmálamenn hafa val um að byggja múra eða byggja brýr Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri hreyfingarinnar, sagði á Alþingi í kvöld að stjórnmálamenn hefðu val um hvernig bregðast skyldi við vaxandi gjá milli ólíkra hópa í samfélögum vestan hafs og austan. 24. janúar 2017 20:03
Bjarni: Við þurfum að tvöfalda verðmæti útflutnings á næstu fimmtán árum Bjarni Benediktsson flutti fyrstu stefnuræðu sína sem forsætisráðherra í kvöld. 24. janúar 2017 19:48
Bein útsending: Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana Klukkan 19:30 í kvöld mælir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, fyrir stefnu ríkisstjórnar sinnar. Eftir ræðuna fara fram umræður um hana. 24. janúar 2017 19:15