Katrín: Stjórnmálamenn hafa val um að byggja múra eða byggja brýr Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. janúar 2017 20:03 Katrín Jakobsdóttir, formaður VG. Vísir/Ernir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri hreyfingarinnar, sagði á Alþingi í kvöld að stjórnmálamenn hefðu val um hvernig bregðast skyldi við vaxandi gjá milli ólíkra hópa í samfélögum vestan hafs og austan. „Stjórnmálamenn geta nefnilega gert hvorttveggja. Þeir geta byggt múra eða þeir geta byggt brýr. Ég segi að við eigum að byggja brýr,“ sagði Katrín í ræðu sinni á Alþingi þar sem nú fara fram umræður um stefnuræðu forsætisráðherra en umræðurnar má sjá í beinni útsendingu hér. Katrín sagði að til þess að byggja brýr í stað múra þyrfti hins vegar að takast á við stór verkefni. Tryggja þyrfti jöfnuð og félagslegan stöðugleika, tryggja aðgerðir gegn loftslagsbreytingum og hlýnun jarðar. Þá þyrfti að undirbúa íslenskan vinnumarkað undir tækniþróun sem gæti gerbreytt honum, hér sem annarsstaðar. Sagði Katrín að slík verkefni kölluðu á „raunverulegar kerfisbreytingar“ en að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar væri ekki ríkisstjórn utan um slíkar breytingar. „Það segir sína sögu að hæstvirtur forsætisráðherra ákvað að vitna í Tómas Guðmundsson og kvæði hans frá fjórða áratug síðustu aldar. Stjórnarsáttmálinn er í besta 1920-stíl og undirritaður af þremur karlmönnum þrátt fyrir batnandi kynjahlutföll á þingi,“ sagði Katrín Gagnrýndi hún ríkisfjármálastefnu nýrrar stjórnar og sagði Katrín að hún væri íhaldssöm. „Ætlunin er að fresta nauðsynlegri eflingu velferðar- og menntakerfis. Það á ekki að byggja meira upp en rúmast innan hagsveiflunnar. Það má alls ekki afla tekna til að byggja upp aðþrengt velferðarkerfi, heilbrigðiskerfi og menntakerfi,“ sagði Katrín. Benti hún á að allir ættu að geta sameinast um að byggja brúr, jafnvel þótt að menn væru ósammála um margt annað. „Á hverjum degi hittum við brúarsmiði. Strætóstjórinn sem heilsar öllum og minnir mann á að öll njótum við virðingar í bílnum hans. Leikskólakennarinn sem leysir úr vanda ólíkra barna með ólíkan bakgrunn. Fólk sem hingað kemur frá öðrum löndum, jafnvel á flótta, en kennir okkur hér svo ótal margt og gerir líf okkar fjölbreyttara og betra. Þjóðarleiðtogar sem auka skilning milli ólíkra þjóða. Þingflokksformenn sem leysa hnúta en herða þá ekki. En við hittum líka þá sem smíða múra. Sem alltaf vilja loka sig inni og breyta engu. Og nú er það eitt mikilvægasta verkefni stjórnmálanna að leggja brúarsmiðunum lið óháð því hvar við stöndum í flokki. Ég vona að það geti í það minnsta orðið okkar sameiginlega verkefni.“ Alþingi Tengdar fréttir Bjarni: Við þurfum að tvöfalda verðmæti útflutnings á næstu fimmtán árum Bjarni Benediktsson flutti fyrstu stefnuræðu sína sem forsætisráðherra í kvöld. 24. janúar 2017 19:48 Bein útsending: Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana Klukkan 19:30 í kvöld mælir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, fyrir stefnu ríkisstjórnar sinnar. Eftir ræðuna fara fram umræður um hana. 24. janúar 2017 19:15 Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri hreyfingarinnar, sagði á Alþingi í kvöld að stjórnmálamenn hefðu val um hvernig bregðast skyldi við vaxandi gjá milli ólíkra hópa í samfélögum vestan hafs og austan. „Stjórnmálamenn geta nefnilega gert hvorttveggja. Þeir geta byggt múra eða þeir geta byggt brýr. Ég segi að við eigum að byggja brýr,“ sagði Katrín í ræðu sinni á Alþingi þar sem nú fara fram umræður um stefnuræðu forsætisráðherra en umræðurnar má sjá í beinni útsendingu hér. Katrín sagði að til þess að byggja brýr í stað múra þyrfti hins vegar að takast á við stór verkefni. Tryggja þyrfti jöfnuð og félagslegan stöðugleika, tryggja aðgerðir gegn loftslagsbreytingum og hlýnun jarðar. Þá þyrfti að undirbúa íslenskan vinnumarkað undir tækniþróun sem gæti gerbreytt honum, hér sem annarsstaðar. Sagði Katrín að slík verkefni kölluðu á „raunverulegar kerfisbreytingar“ en að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar væri ekki ríkisstjórn utan um slíkar breytingar. „Það segir sína sögu að hæstvirtur forsætisráðherra ákvað að vitna í Tómas Guðmundsson og kvæði hans frá fjórða áratug síðustu aldar. Stjórnarsáttmálinn er í besta 1920-stíl og undirritaður af þremur karlmönnum þrátt fyrir batnandi kynjahlutföll á þingi,“ sagði Katrín Gagnrýndi hún ríkisfjármálastefnu nýrrar stjórnar og sagði Katrín að hún væri íhaldssöm. „Ætlunin er að fresta nauðsynlegri eflingu velferðar- og menntakerfis. Það á ekki að byggja meira upp en rúmast innan hagsveiflunnar. Það má alls ekki afla tekna til að byggja upp aðþrengt velferðarkerfi, heilbrigðiskerfi og menntakerfi,“ sagði Katrín. Benti hún á að allir ættu að geta sameinast um að byggja brúr, jafnvel þótt að menn væru ósammála um margt annað. „Á hverjum degi hittum við brúarsmiði. Strætóstjórinn sem heilsar öllum og minnir mann á að öll njótum við virðingar í bílnum hans. Leikskólakennarinn sem leysir úr vanda ólíkra barna með ólíkan bakgrunn. Fólk sem hingað kemur frá öðrum löndum, jafnvel á flótta, en kennir okkur hér svo ótal margt og gerir líf okkar fjölbreyttara og betra. Þjóðarleiðtogar sem auka skilning milli ólíkra þjóða. Þingflokksformenn sem leysa hnúta en herða þá ekki. En við hittum líka þá sem smíða múra. Sem alltaf vilja loka sig inni og breyta engu. Og nú er það eitt mikilvægasta verkefni stjórnmálanna að leggja brúarsmiðunum lið óháð því hvar við stöndum í flokki. Ég vona að það geti í það minnsta orðið okkar sameiginlega verkefni.“
Alþingi Tengdar fréttir Bjarni: Við þurfum að tvöfalda verðmæti útflutnings á næstu fimmtán árum Bjarni Benediktsson flutti fyrstu stefnuræðu sína sem forsætisráðherra í kvöld. 24. janúar 2017 19:48 Bein útsending: Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana Klukkan 19:30 í kvöld mælir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, fyrir stefnu ríkisstjórnar sinnar. Eftir ræðuna fara fram umræður um hana. 24. janúar 2017 19:15 Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Bjarni: Við þurfum að tvöfalda verðmæti útflutnings á næstu fimmtán árum Bjarni Benediktsson flutti fyrstu stefnuræðu sína sem forsætisráðherra í kvöld. 24. janúar 2017 19:48
Bein útsending: Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana Klukkan 19:30 í kvöld mælir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, fyrir stefnu ríkisstjórnar sinnar. Eftir ræðuna fara fram umræður um hana. 24. janúar 2017 19:15