Bjarni: Við þurfum að tvöfalda verðmæti útflutnings á næstu fimmtán árum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. janúar 2017 19:48 Bjarni Benediktsson flutti fyrstu stefnuræðu sína sem forsætisráðherra í kvöld. Vísir/Ernir Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, sagði í stefnuræðu sinni á Alþingi í kvöld að Íslendingar þyrftu að tvöfalda verðmæti útflutnings frá landinu á næstu fimmtán árum. „Hvernig gerum við það? Varasamt er að treysta á að okkur takist það með því einu að auka magn útfluttrar vöru, svo sem sjávarfangs eða málma. Nær er að leggja áherslu á aukna verðmætasköpun úr því sem við höfum úr að spila,“ sagði Bjarni en beina útsendingu frá umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra má sjá hér. Bjarni sagði að í upphafi tíunda áratugar hafi verið mikil umræða um um einhæfan útflutning, fyrst og fremst hafi verið fluttur út fiskur. Þremur áratugum síðar hafi tekist að þrefalda verðmæti útflutnings frá landinu. Varaði Bjarni þó við því að hægt væri að tvöfalda verðmæti útflutnings með því einu að auka magn útfluttrar vöru á borð við sjávarfang eða málma. Leggja þyrfti áherslu á aukna verðmætasköpun „Og við verðum að byggja á hugviti til að framleiða vörur og þjónustu í alþjóðlegri samkeppni. Þar liggja sóknarfæri okkar til aukins útflutnings til framtíðar. Nýsköpun og þróun eru lykilorðin,“ sagði Bjarni. Til þess að ná slíkum árangri þyrfti að bæta menntun. Sagði Bjarni að menntunin gerði Íslendingum kleyft að skapa það hugvit sem útflutningur Íslendinga byggist á. Því myndi ný ríkisstjórn beita því fyrir sér að öll skólastig verði efld.Niðurskurður í heilbrigðisþjónustu skapað hughrif um brostin samfélagssmáttmálaBjarni sagði að ríkisstjórnin myndi gera heilbrigðsmál að forgangsverkefni og að stefnuyfirlýsing ríkisstjórnar bæri þess merki. Bjarni sagði einnig að áskoranir í heilbrigðissþjónustu væru margar og ekki væri hægt að leysa þeir allar með nýju fjármagni, til þess væri fjármagnið af of skornum skammti. Aukið fjármagn hefði þó verið lagt í heilbrigðiskerfið án þess þó að tekist hafi að lækna „hughrif“ þjóðarinnar. „Sterkar vísbendingar eru um að niðurskurður eftir hrun hafi kallað fram þau hughrif hjá stórum hluta þjóðarinnar að samfélagssáttmáli um tryggt aðgengi að heilbrigðisþjónustu hafi brostið. Aukin útgjöld til heilbrigðismála á síðustu árum hafa ekki náð að lækna þessi hughrif,“ sagði Bjarni.Minntist Birnu og þakkaði björgunarsveitum og lögreglu fyrir störf sínÍ lok ræðu sinnar minntist Bjarni Birnu Brjánsdóttur og vottaði hann fjölskyldu Birnu samúð sína. Þakkaði hann öllum þeim sem komu að leitinni að Birnu, sem og rannsókn málsins, fyrir ómetanlegt framlag sitt. „Ég get ekki látið hjá líða að minnast með miklu þakklæti á þrotlaust starf lögreglu, björgunarsveita og landhelgisgæslu undanfarna daga við leit og rannsókn á máli Birnu Brjánsdóttur. Með hjálp fjölmiðla höfum fylgst með þrautþjálfuðu fólki leggja nótt við dag til að upplýsa þetta átakanlega mál sem hefur hreyft við okkur öllum. Í sorginni yfir að sjá svo sviplega á bak ungri konu í blóma lífsins hefur verið huggun í þeim samhug og samstöðu sem þjóðin hefur sýnt, í viðbrögðum almennings sem hefur leitað Birnu, veitt upplýsingar og sýnt foreldrum hennar og ástvinum hlýju og stuðning.“ Alþingi Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, sagði í stefnuræðu sinni á Alþingi í kvöld að Íslendingar þyrftu að tvöfalda verðmæti útflutnings frá landinu á næstu fimmtán árum. „Hvernig gerum við það? Varasamt er að treysta á að okkur takist það með því einu að auka magn útfluttrar vöru, svo sem sjávarfangs eða málma. Nær er að leggja áherslu á aukna verðmætasköpun úr því sem við höfum úr að spila,“ sagði Bjarni en beina útsendingu frá umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra má sjá hér. Bjarni sagði að í upphafi tíunda áratugar hafi verið mikil umræða um um einhæfan útflutning, fyrst og fremst hafi verið fluttur út fiskur. Þremur áratugum síðar hafi tekist að þrefalda verðmæti útflutnings frá landinu. Varaði Bjarni þó við því að hægt væri að tvöfalda verðmæti útflutnings með því einu að auka magn útfluttrar vöru á borð við sjávarfang eða málma. Leggja þyrfti áherslu á aukna verðmætasköpun „Og við verðum að byggja á hugviti til að framleiða vörur og þjónustu í alþjóðlegri samkeppni. Þar liggja sóknarfæri okkar til aukins útflutnings til framtíðar. Nýsköpun og þróun eru lykilorðin,“ sagði Bjarni. Til þess að ná slíkum árangri þyrfti að bæta menntun. Sagði Bjarni að menntunin gerði Íslendingum kleyft að skapa það hugvit sem útflutningur Íslendinga byggist á. Því myndi ný ríkisstjórn beita því fyrir sér að öll skólastig verði efld.Niðurskurður í heilbrigðisþjónustu skapað hughrif um brostin samfélagssmáttmálaBjarni sagði að ríkisstjórnin myndi gera heilbrigðsmál að forgangsverkefni og að stefnuyfirlýsing ríkisstjórnar bæri þess merki. Bjarni sagði einnig að áskoranir í heilbrigðissþjónustu væru margar og ekki væri hægt að leysa þeir allar með nýju fjármagni, til þess væri fjármagnið af of skornum skammti. Aukið fjármagn hefði þó verið lagt í heilbrigðiskerfið án þess þó að tekist hafi að lækna „hughrif“ þjóðarinnar. „Sterkar vísbendingar eru um að niðurskurður eftir hrun hafi kallað fram þau hughrif hjá stórum hluta þjóðarinnar að samfélagssáttmáli um tryggt aðgengi að heilbrigðisþjónustu hafi brostið. Aukin útgjöld til heilbrigðismála á síðustu árum hafa ekki náð að lækna þessi hughrif,“ sagði Bjarni.Minntist Birnu og þakkaði björgunarsveitum og lögreglu fyrir störf sínÍ lok ræðu sinnar minntist Bjarni Birnu Brjánsdóttur og vottaði hann fjölskyldu Birnu samúð sína. Þakkaði hann öllum þeim sem komu að leitinni að Birnu, sem og rannsókn málsins, fyrir ómetanlegt framlag sitt. „Ég get ekki látið hjá líða að minnast með miklu þakklæti á þrotlaust starf lögreglu, björgunarsveita og landhelgisgæslu undanfarna daga við leit og rannsókn á máli Birnu Brjánsdóttur. Með hjálp fjölmiðla höfum fylgst með þrautþjálfuðu fólki leggja nótt við dag til að upplýsa þetta átakanlega mál sem hefur hreyft við okkur öllum. Í sorginni yfir að sjá svo sviplega á bak ungri konu í blóma lífsins hefur verið huggun í þeim samhug og samstöðu sem þjóðin hefur sýnt, í viðbrögðum almennings sem hefur leitað Birnu, veitt upplýsingar og sýnt foreldrum hennar og ástvinum hlýju og stuðning.“
Alþingi Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira