Trump vill flýta fyrir byggingu umdeildra olíuleiðslna Samúel Karl Ólason skrifar 24. janúar 2017 16:53 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur skrifað undir tvær forsetatilskipanir í dag sem ætlað er að flýta byggingu tveggja umdeildra olíuleiðsla um Dakota. Ættbálkar Indíána og fjölmargir aðrir hafa mótmælt leiðslunum um langt skeið og Barack Obama, fyrrverandi forseti, stöðvaði byggingu annarrar leiðslunnar í árslok 2015. Bandaríkjaher ákvað svo í fyrra að reyna að finna aðra leið fyrir hina leiðsluna vegna mótmælanna.Trump sagði að hann vildi „endursemja“ um leiðslurnar og að þær myndu skapa um 28 þúsund störf. Olíuleiðslurnar eru nefndar Keystone XL og Dakota Access. Þeim er ætlað að flytja hráolíu frá Kanada til vinnslu í Texas. Dakota leiðslan liggur með fram friðarsvæði Standing Rock ættbálksins sem hefur staðið fyrir umfangsmiklum mótmælum. Þrátt fyrir tilskipanirnar sem Trump skrifaði undir liggur ekki fyrir hvernig hann ætli að flýta byggingu olíuleiðslanna. Umhverfisverndunarsinnar hafa brugðist illa við fregnunum í dag. Í samtali við BBC segir Annie Leonard, framkvæmdastjóri Greenpeace, að Trump ætti að einbeita sér að hreinum orkugjöfum sem séu hluti af framtíð Bandaríkjanna í stað þess að halda því ranglega fram að olíuleiðslurnar muni skapa störf. Michael Brune, framkvæmdastjóri Sierra Club, segir að Donald Trump hafi sýnt það á þeim fjórum dögum sem hann er búinn að vera forseti, að hann sé jafn hættulegur umhverfinu og óttast var. „Einfaldlega sagt, þá er Donald Trump sá sem við héldum að hann væri. Það er einstaklingur sem mun selja eigur Bandaríkjamanna, rétt ættbálka, hreint loft og vatn til fyrirtækja sem menga.“ Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Fleiri fréttir Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur skrifað undir tvær forsetatilskipanir í dag sem ætlað er að flýta byggingu tveggja umdeildra olíuleiðsla um Dakota. Ættbálkar Indíána og fjölmargir aðrir hafa mótmælt leiðslunum um langt skeið og Barack Obama, fyrrverandi forseti, stöðvaði byggingu annarrar leiðslunnar í árslok 2015. Bandaríkjaher ákvað svo í fyrra að reyna að finna aðra leið fyrir hina leiðsluna vegna mótmælanna.Trump sagði að hann vildi „endursemja“ um leiðslurnar og að þær myndu skapa um 28 þúsund störf. Olíuleiðslurnar eru nefndar Keystone XL og Dakota Access. Þeim er ætlað að flytja hráolíu frá Kanada til vinnslu í Texas. Dakota leiðslan liggur með fram friðarsvæði Standing Rock ættbálksins sem hefur staðið fyrir umfangsmiklum mótmælum. Þrátt fyrir tilskipanirnar sem Trump skrifaði undir liggur ekki fyrir hvernig hann ætli að flýta byggingu olíuleiðslanna. Umhverfisverndunarsinnar hafa brugðist illa við fregnunum í dag. Í samtali við BBC segir Annie Leonard, framkvæmdastjóri Greenpeace, að Trump ætti að einbeita sér að hreinum orkugjöfum sem séu hluti af framtíð Bandaríkjanna í stað þess að halda því ranglega fram að olíuleiðslurnar muni skapa störf. Michael Brune, framkvæmdastjóri Sierra Club, segir að Donald Trump hafi sýnt það á þeim fjórum dögum sem hann er búinn að vera forseti, að hann sé jafn hættulegur umhverfinu og óttast var. „Einfaldlega sagt, þá er Donald Trump sá sem við héldum að hann væri. Það er einstaklingur sem mun selja eigur Bandaríkjamanna, rétt ættbálka, hreint loft og vatn til fyrirtækja sem menga.“
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Fleiri fréttir Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Sjá meira