Unnur Brá kosin forseti Alþingis Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. janúar 2017 13:47 Unnur Brá Konráðsdóttir er nýr forseti Alþingis. Vísir/Vilhelm Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var nú rétt í þessu kosin forseti Alþingis. Alls greiddu 54 þingmenn atkvæði með því að hún yrði forseti þingsins en fimm greiddu ekki atkvæði. Er það í samræmi við samkomulag stjórnarflokkanna þar um að Unnur Brá sé forseti þingsins en hún tekur við embættinu af Steingrími J. Sigfússyni, þingmanni Vinstri grænna. Eftir að Unnur var kjörin steig hún í pontu og þakkaði það traust sem þingheimur sýnir henni með því að kjósa hana sem forseta. Þá minntist hún á hversu ánægjulegt það væri að nú væri hlutfall kvenna á þingi hærra en nokkru sinni fyrr. Unnur Brá kvaðst jafnframt hlakka til samstarfsins við alla þingmenn, jafnt stjórn og stjórnarandstöðu. Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna er 1. varaforseti þingsins, Jóna Sólveig Elínardóttir, þingmaður Viðreisnar 2. varaforseti, Jón Þór Ólafsson, Pírötum, 3. forseti, Nichole Leigh Mosty, þingmaður Bjartrar framtíðar, 4. varaforseti, Þórunn Egilsdóttir, Framsóknarflokki, 5. varaforseti, og Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, 6. varaforseti. Þá er Guðjón S. Brjánsson, þingmaður Samfylkingarinnar, áheyrnarfulltrúi í forsætisnefnd. Á þingfundi sem nú fer fram verður jafnframt kosið í fastanefndir þingsins en ekki hefur náðst samkomulag á milli stjórnar og stjórnarandstöðu um þá kosningu. Alþingi Tengdar fréttir Alþingi kemur saman í skugga ágreinings um nefndaskipan Alþingi kemur saman í fyrsta sinn í dag síðan ný ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar tók við völdum. 24. janúar 2017 08:15 Viðræður um skipan nefnda runnu út í sandinn Ekki náðist samkomulag á milli stjórnar og stjórnarandstöðu um skipan þingnefnda. 24. janúar 2017 12:30 Sigmundur Davíð á meðal ræðumanna Framsóknarflokksins í kvöld Umræður um stefnuræðu forsætisráðherra hefjast á Alþingi klukkan 19:30 í kvöld. 24. janúar 2017 12:26 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Innlent Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Blaðamannafundur vegna Menningarnætur Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Sjá meira
Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var nú rétt í þessu kosin forseti Alþingis. Alls greiddu 54 þingmenn atkvæði með því að hún yrði forseti þingsins en fimm greiddu ekki atkvæði. Er það í samræmi við samkomulag stjórnarflokkanna þar um að Unnur Brá sé forseti þingsins en hún tekur við embættinu af Steingrími J. Sigfússyni, þingmanni Vinstri grænna. Eftir að Unnur var kjörin steig hún í pontu og þakkaði það traust sem þingheimur sýnir henni með því að kjósa hana sem forseta. Þá minntist hún á hversu ánægjulegt það væri að nú væri hlutfall kvenna á þingi hærra en nokkru sinni fyrr. Unnur Brá kvaðst jafnframt hlakka til samstarfsins við alla þingmenn, jafnt stjórn og stjórnarandstöðu. Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna er 1. varaforseti þingsins, Jóna Sólveig Elínardóttir, þingmaður Viðreisnar 2. varaforseti, Jón Þór Ólafsson, Pírötum, 3. forseti, Nichole Leigh Mosty, þingmaður Bjartrar framtíðar, 4. varaforseti, Þórunn Egilsdóttir, Framsóknarflokki, 5. varaforseti, og Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, 6. varaforseti. Þá er Guðjón S. Brjánsson, þingmaður Samfylkingarinnar, áheyrnarfulltrúi í forsætisnefnd. Á þingfundi sem nú fer fram verður jafnframt kosið í fastanefndir þingsins en ekki hefur náðst samkomulag á milli stjórnar og stjórnarandstöðu um þá kosningu.
Alþingi Tengdar fréttir Alþingi kemur saman í skugga ágreinings um nefndaskipan Alþingi kemur saman í fyrsta sinn í dag síðan ný ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar tók við völdum. 24. janúar 2017 08:15 Viðræður um skipan nefnda runnu út í sandinn Ekki náðist samkomulag á milli stjórnar og stjórnarandstöðu um skipan þingnefnda. 24. janúar 2017 12:30 Sigmundur Davíð á meðal ræðumanna Framsóknarflokksins í kvöld Umræður um stefnuræðu forsætisráðherra hefjast á Alþingi klukkan 19:30 í kvöld. 24. janúar 2017 12:26 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Innlent Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Blaðamannafundur vegna Menningarnætur Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Sjá meira
Alþingi kemur saman í skugga ágreinings um nefndaskipan Alþingi kemur saman í fyrsta sinn í dag síðan ný ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar tók við völdum. 24. janúar 2017 08:15
Viðræður um skipan nefnda runnu út í sandinn Ekki náðist samkomulag á milli stjórnar og stjórnarandstöðu um skipan þingnefnda. 24. janúar 2017 12:30
Sigmundur Davíð á meðal ræðumanna Framsóknarflokksins í kvöld Umræður um stefnuræðu forsætisráðherra hefjast á Alþingi klukkan 19:30 í kvöld. 24. janúar 2017 12:26