Sektarsæla Jóhann Óli Eiðsson skrifar 24. janúar 2017 00:00 Það hefur löngum fylgt manninum að vera upptekinn af því hvað aðrir hugsa um hann. Við pössum upp á hvernig við klæðum okkur, högum okkur og hvernig við lítum út á samfélagsmiðlum. Gerum allt sem við getum til að velta ekki eplakörfunni. Þessi meginregla er að sjálfsögðu háð ýmsum undantekningum. Sú allra veigamesta er kennd við sektarsælu, alþekkt heilkenni sem hrjáir okkur flest. Þegar þú fílar eitthvað sem enginn má vita að þú fílar. Það undarlegasta við þetta allt saman er að innst inni langar okkur að segja öðrum frá sektarsælunni. Hver kannast til dæmis ekki við að segjast ætla að klæða sig í hlýrabol, horfa á Die Hard og drekka bjór en í raun endar kvöldið á freyðibaði, Pitch Perfect og hvítvíni? Eða setja Spotify á „private“ því þú vilt ekki að umheimurinn viti að þú hlustar reglulega á Boten Anna með Basshunter, Angels með Robbie Williams eða Always með Erasure? Ég legg til að við höldum árlega upp á dag sektarsælunnar. Einn dag á ári er bannað að dæma fólk fyrir að hlusta á tónlist sem dagsdaglega er fordæmd. Kvikmyndahúsin sýni kvikmyndir sem allir horfa á reglulega en enginn viðurkennir að horfa á. Alþingismenn, ég er að horfa á ykkur. Við hefðum öll gott af löggiltum frídegi í skammdeginu þar sem hömluleysi ríkir í þessum efnum. Ég held að við hefðum öll gott af því, jafnt einstaklingar og þjóðin í heild. P.S. Lagalistinn fyrir þessi skrif samanstóð af Britney, Jordin Sparks, Cher, Phil Collins og mislélegu handboltarokki. Dæmið mig. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Óli Eiðsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Það hefur löngum fylgt manninum að vera upptekinn af því hvað aðrir hugsa um hann. Við pössum upp á hvernig við klæðum okkur, högum okkur og hvernig við lítum út á samfélagsmiðlum. Gerum allt sem við getum til að velta ekki eplakörfunni. Þessi meginregla er að sjálfsögðu háð ýmsum undantekningum. Sú allra veigamesta er kennd við sektarsælu, alþekkt heilkenni sem hrjáir okkur flest. Þegar þú fílar eitthvað sem enginn má vita að þú fílar. Það undarlegasta við þetta allt saman er að innst inni langar okkur að segja öðrum frá sektarsælunni. Hver kannast til dæmis ekki við að segjast ætla að klæða sig í hlýrabol, horfa á Die Hard og drekka bjór en í raun endar kvöldið á freyðibaði, Pitch Perfect og hvítvíni? Eða setja Spotify á „private“ því þú vilt ekki að umheimurinn viti að þú hlustar reglulega á Boten Anna með Basshunter, Angels með Robbie Williams eða Always með Erasure? Ég legg til að við höldum árlega upp á dag sektarsælunnar. Einn dag á ári er bannað að dæma fólk fyrir að hlusta á tónlist sem dagsdaglega er fordæmd. Kvikmyndahúsin sýni kvikmyndir sem allir horfa á reglulega en enginn viðurkennir að horfa á. Alþingismenn, ég er að horfa á ykkur. Við hefðum öll gott af löggiltum frídegi í skammdeginu þar sem hömluleysi ríkir í þessum efnum. Ég held að við hefðum öll gott af því, jafnt einstaklingar og þjóðin í heild. P.S. Lagalistinn fyrir þessi skrif samanstóð af Britney, Jordin Sparks, Cher, Phil Collins og mislélegu handboltarokki. Dæmið mig. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun