Gætu borið mismikla ábyrgð í málinu Snærós Sindradóttir skrifar 24. janúar 2017 07:00 Lögregla hefur lokið rannsókn á togaranum Polar Nanoq. Þegar rannsókn lauk var loks hægt að afferma skipið í gær. Gert er ráð fyrir því að skipið sigli úr höfn í dag. Fréttablaðið/Vilhelm Thomas Møller Olsen, sem grunaður er um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur, keyrði rauða Kia Rio-bílinn margumrædda frá Hafnarfjarðarhöfn og um 300 kílómetra að morgni 14. janúar síðastliðins. Félagi hans, Nikolaj Olsen, sem einnig er grunaður um aðild að málinu, fór aftur á móti um borð í togarann Polar Nanoq og fór ekki aftur með Thomasi. Talið er næsta víst að Birnu Brjánsdóttur hafi verið komið fyrir í sjó, í löngu ferðalagi bílsins um Reykjanesskagann. Birna fannst í flæðarmálinu við Selvogsvita á sunnudag. Hæstiréttur staðfesti í gær tveggja vikna gæsluvarðhald yfir mönnunum, en fór ekki að ýtrustu kröfum ákæruvaldsins sem krafðist fjögurra vikna gæsluvarðhalds. Mennirnir verða yfirheyrðir í dag en þeir hafa dvalið í einangrun síðastliðna þrjá daga án þess að vera yfirheyrðir af lögreglu. Heimildir Fréttablaðsins innan lögreglunnar herma að sá tími sem liðið hefur sé meðal annars vegna þess að með því aukist líkurnar á því að mennirnir tjái sig af einhverri alvöru um málið. Í yfirheyrslum yfir mönnunum á fimmtudag og föstudag kom lítið haldbært fram. Gærdeginum varði lögregla í að undirbúa yfirheyrslur yfir mönnunum, en eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær, verður málið lagt fyrir þá frá a til ö í þeirri von að þeir játi aðild sína að því. Lögregla hefur lokið rannsókn á togaranum Polar Nanoq og lagði hald á gögn í skipinu sem talið er að skipti verulegu máli fyrir rannsókn málsins. Lögregla hefur ekki viljað staðfesta hvers eðlis þessi gögn eru. Ef áætlanir ganga eftir heldur skipið úr höfn í dag. Í gær var landað úr bátnum eftir að lögregla veitti heimild til þess. Lögreglan rannsakar nú þátt hvors mannsins fyrir sig í málinu en til greina kemur að þeir beri mismikla ábyrgð á verknaðinum. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Togarinn Polar Nanoq var tollafgreiddur fyrir hassfundinn Grænlenski togarinn Polar Nanoq var tollafgreiddur eins og önnur útlensk skip sem koma til hafnar á Íslandi. Ekki var um sérstakt tolleftirlit að ræða eða leit í skipinu. 24. janúar 2017 07:00 Minningarathöfn um Birnu um helgina Óhætt er að segja að þjóðarsorg ríki á Íslandi eftir að lík Birnu Brjánsdóttur fannst í gær. 23. janúar 2017 20:39 Könnuðu hvort tengsl væru milli mála Birnu og hinnar dönsku Emilie Polar Nanoq var ekki í höfn í Danmörku á þeim tíma sem Emilie Meng hvarf og því hafi ekkert bent til þess að málin væru tengd. 23. janúar 2017 14:37 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flugferðum aflýst Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Fleiri fréttir Jólagjöfina í ár má víst meta vel til fjár Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Sjá meira
Thomas Møller Olsen, sem grunaður er um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur, keyrði rauða Kia Rio-bílinn margumrædda frá Hafnarfjarðarhöfn og um 300 kílómetra að morgni 14. janúar síðastliðins. Félagi hans, Nikolaj Olsen, sem einnig er grunaður um aðild að málinu, fór aftur á móti um borð í togarann Polar Nanoq og fór ekki aftur með Thomasi. Talið er næsta víst að Birnu Brjánsdóttur hafi verið komið fyrir í sjó, í löngu ferðalagi bílsins um Reykjanesskagann. Birna fannst í flæðarmálinu við Selvogsvita á sunnudag. Hæstiréttur staðfesti í gær tveggja vikna gæsluvarðhald yfir mönnunum, en fór ekki að ýtrustu kröfum ákæruvaldsins sem krafðist fjögurra vikna gæsluvarðhalds. Mennirnir verða yfirheyrðir í dag en þeir hafa dvalið í einangrun síðastliðna þrjá daga án þess að vera yfirheyrðir af lögreglu. Heimildir Fréttablaðsins innan lögreglunnar herma að sá tími sem liðið hefur sé meðal annars vegna þess að með því aukist líkurnar á því að mennirnir tjái sig af einhverri alvöru um málið. Í yfirheyrslum yfir mönnunum á fimmtudag og föstudag kom lítið haldbært fram. Gærdeginum varði lögregla í að undirbúa yfirheyrslur yfir mönnunum, en eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær, verður málið lagt fyrir þá frá a til ö í þeirri von að þeir játi aðild sína að því. Lögregla hefur lokið rannsókn á togaranum Polar Nanoq og lagði hald á gögn í skipinu sem talið er að skipti verulegu máli fyrir rannsókn málsins. Lögregla hefur ekki viljað staðfesta hvers eðlis þessi gögn eru. Ef áætlanir ganga eftir heldur skipið úr höfn í dag. Í gær var landað úr bátnum eftir að lögregla veitti heimild til þess. Lögreglan rannsakar nú þátt hvors mannsins fyrir sig í málinu en til greina kemur að þeir beri mismikla ábyrgð á verknaðinum. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Togarinn Polar Nanoq var tollafgreiddur fyrir hassfundinn Grænlenski togarinn Polar Nanoq var tollafgreiddur eins og önnur útlensk skip sem koma til hafnar á Íslandi. Ekki var um sérstakt tolleftirlit að ræða eða leit í skipinu. 24. janúar 2017 07:00 Minningarathöfn um Birnu um helgina Óhætt er að segja að þjóðarsorg ríki á Íslandi eftir að lík Birnu Brjánsdóttur fannst í gær. 23. janúar 2017 20:39 Könnuðu hvort tengsl væru milli mála Birnu og hinnar dönsku Emilie Polar Nanoq var ekki í höfn í Danmörku á þeim tíma sem Emilie Meng hvarf og því hafi ekkert bent til þess að málin væru tengd. 23. janúar 2017 14:37 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flugferðum aflýst Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Fleiri fréttir Jólagjöfina í ár má víst meta vel til fjár Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Sjá meira
Togarinn Polar Nanoq var tollafgreiddur fyrir hassfundinn Grænlenski togarinn Polar Nanoq var tollafgreiddur eins og önnur útlensk skip sem koma til hafnar á Íslandi. Ekki var um sérstakt tolleftirlit að ræða eða leit í skipinu. 24. janúar 2017 07:00
Minningarathöfn um Birnu um helgina Óhætt er að segja að þjóðarsorg ríki á Íslandi eftir að lík Birnu Brjánsdóttur fannst í gær. 23. janúar 2017 20:39
Könnuðu hvort tengsl væru milli mála Birnu og hinnar dönsku Emilie Polar Nanoq var ekki í höfn í Danmörku á þeim tíma sem Emilie Meng hvarf og því hafi ekkert bent til þess að málin væru tengd. 23. janúar 2017 14:37