Viðræðum sjómanna og útgerðarmanna slitið Samúel Karl Ólason skrifar 23. janúar 2017 15:44 Valmundur Valmundarson, formaður Sjómannasambandsins segir deiluna vera "stál í stál“. Vísir/VIlhelm Sjómannasamband Íslands, Sjómannafélag Íslands og VM Félag vélstjóra og málmtæknimanna slitu kjaraviðræðum við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi í dag. SFS segir ljóst að „ógerlegt“ sé að ganga að öllum kröfum sjómanna. Í tilkynningu frá SFS segir enn fremur að samtökin telji ábyrgð verkalýðsfélaganna vera ríka. Samningur finnist ekki með því að ganga frá samningaborði. „Tillitið hefur ekki verið gagnkvæmt og verkalýðsfélögin hafa því miður ekki ljáð máls á málefnalegum sjónarmiðum SFS. Það er miður að þau treysti sér ekki til að ræða allar hliðar kjaramála. Ljóst má vera að ógerlegt er að ganga að öllum kröfum þeirra.“ Sjómannasamband Íslands segir útgerðarmenn telja sig ekki geta komið til móts við „réttlátar kröfur“ sjómanna um hækkun olíuverðsviðmiðs né bætur vegna afnáms sjómannaafsláttar. „Nú reynir á samstöðuna. Stöndum saman allir sem einn og brotnum ekki,“ segir á Facebooksíðu Sjómannasambandsins eins og sjá má hér að neðan. Valmundur Valmundarson, formaður Sjómannasambandsins segir deiluna vera „stál í stál“. Hann varpar öllu tali um samfélagslega ábyrgð aftur til SFS og að „þeir geti ekki komið til móts við réttlátar kröfur sjómanna“. Hann segir að verkfallið muni halda áfram. Ekki sé búið að boða til nýs fundar, en samkvæmt lögum eigi hann að vera innan hálfs mánaðar. Þá segir Valmundur að hann óttist ekki lagasetningu. Því hafi verið lýst yfir innan úr stjórnkerfinu að það komi ekki til greina. „Samninganefndir sjómanna, Sjómannasambands Íslands, Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur, Verkalýðsfélags Vestfirðinga og Sjómannafélags Íslands lýsa yfir vonbrigðum að slitnað hefur uppúr viðræðunum. Ofangreind samtök sjómanna vísa því til föðurhúsanna að það sé á ábyrgð sjómanna að sundur gekk. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi treystu sér ekki að koma til móts við sanngjarnar og réttlátar kröfur sjómanna til lausnar deilunni,“ segir í tilkynningu frá samninganefndum sjómanna. Kjaramál Verkfall 2016 Verkfall sjómanna Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Fleiri fréttir „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Sjá meira
Sjómannasamband Íslands, Sjómannafélag Íslands og VM Félag vélstjóra og málmtæknimanna slitu kjaraviðræðum við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi í dag. SFS segir ljóst að „ógerlegt“ sé að ganga að öllum kröfum sjómanna. Í tilkynningu frá SFS segir enn fremur að samtökin telji ábyrgð verkalýðsfélaganna vera ríka. Samningur finnist ekki með því að ganga frá samningaborði. „Tillitið hefur ekki verið gagnkvæmt og verkalýðsfélögin hafa því miður ekki ljáð máls á málefnalegum sjónarmiðum SFS. Það er miður að þau treysti sér ekki til að ræða allar hliðar kjaramála. Ljóst má vera að ógerlegt er að ganga að öllum kröfum þeirra.“ Sjómannasamband Íslands segir útgerðarmenn telja sig ekki geta komið til móts við „réttlátar kröfur“ sjómanna um hækkun olíuverðsviðmiðs né bætur vegna afnáms sjómannaafsláttar. „Nú reynir á samstöðuna. Stöndum saman allir sem einn og brotnum ekki,“ segir á Facebooksíðu Sjómannasambandsins eins og sjá má hér að neðan. Valmundur Valmundarson, formaður Sjómannasambandsins segir deiluna vera „stál í stál“. Hann varpar öllu tali um samfélagslega ábyrgð aftur til SFS og að „þeir geti ekki komið til móts við réttlátar kröfur sjómanna“. Hann segir að verkfallið muni halda áfram. Ekki sé búið að boða til nýs fundar, en samkvæmt lögum eigi hann að vera innan hálfs mánaðar. Þá segir Valmundur að hann óttist ekki lagasetningu. Því hafi verið lýst yfir innan úr stjórnkerfinu að það komi ekki til greina. „Samninganefndir sjómanna, Sjómannasambands Íslands, Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur, Verkalýðsfélags Vestfirðinga og Sjómannafélags Íslands lýsa yfir vonbrigðum að slitnað hefur uppúr viðræðunum. Ofangreind samtök sjómanna vísa því til föðurhúsanna að það sé á ábyrgð sjómanna að sundur gekk. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi treystu sér ekki að koma til móts við sanngjarnar og réttlátar kröfur sjómanna til lausnar deilunni,“ segir í tilkynningu frá samninganefndum sjómanna.
Kjaramál Verkfall 2016 Verkfall sjómanna Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Fleiri fréttir „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Sjá meira