Könnuðu hvort tengsl væru milli mála Birnu og hinnar dönsku Emilie Atli Ísleifsson skrifar 23. janúar 2017 14:37 Lögregla notaðist við leitina að Emilie við kafara, dróna, lögregluhunda, þyrlu og mörg hundruð leitarmanna. MYND/MISSING PEOPLE DENMARK Lögreglumenn sem rannsaka mál Birnu Brjánsdóttur könnuðu hvort tengsl væru milli málsins og morðsins á hinni dönsku Emilie Meng sem fannst látin á aðfangadag síðastliðinn eftir að hafa verið leitað síðan í júlí. Grímur Grímsson, sem stýrir rannsókn lögreglu á dauða Birnu, staðfesti í samtali við Vísi í gær að tengslin hefðu verið könnuð. Polar Nanoq hefði hins vegar ekki verið í höfn í Danmörku á þeim tíma sem stúlkan hvarf og því benti ekkert til þess að málin væru tengd. Togarinn lagði úr höfn í Fredrikshavn á Jótlandi laugardaginn 7. janúar áður en siglt var til Hafnarfjarðar og sá lögregla því ástæða til að kanna hvort að málin tengdust. Leit dönsku lögreglunnar að morðingja hinnar sautján ára Emilie komst á nýtt stig eftir að lík hennar fannst í stöðuvatni á Sjálandi að morgni 24. desember. Málið vakti gríðarlega athygli í Danmörku á síðasta ári.Leitað í fimm mánuði Þegar lík Emilie fannst voru rúmir fimm mánuðir liðnir frá því að hún kvaddi tvær vinkonur sínar fyrir utan lestarstöðina í Korsør, vestast á Sjálandi, snemma að morgni 10. júlí. Vinkonurnar höfðu þá verið að skemmta sér í Slagelse, um tíu kílómetrum austar. Vinkonurnar tvær höfðu ákveðið að taka leigubíl heim, en Emilie hafði valið að ganga um fjögurra kílómetra leið heim til foreldra sinna með tónlist í eyrunum. Ekkert hafði svo spurst til Emilie síðan, fyrr en að líkið fannst. Lögregla notaðist við leitina að Emilie við kafara, dróna, lögregluhunda, þyrlu og mörg hundruð leitarmanna. Á aðfangadag var svo greint frá því að lík Emilie hafi fundist í stöðuvatni, um 65 kílómetrum austur af Korsør. Maður sem var að viðra hundinn sinn fann lík Emilie eftir að hundurinn byrjaði skyndilega að haga sér skringilega.Fundu hníf og fleira Lögregla var fljótt kölluð á staðinn og við köfun fannst hníf og fleira sem talið er að gæti skipt sköpum í leitinni að morðingjanum. Morðingja Emilie er enn leitað. Stöðuvatnið er í um 35 kílómetra akstursfjarlægð í austurátt frá Korsør. Svæðið kallast Regnmarks Bakke og eru þar fjöldi smærri stöðuvatna. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Kári vill aðstoða lögreglu við greiningu lífsýna Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskar erfðagreiningar, hyggst leggja fram tillögu þess efnis að heimilt verði að greina lífsýni í sakamálum hér á landi. 23. janúar 2017 10:35 Þjóðin syrgir Birnu: „Birna er ég og allar vinkonur mínar“ Íslendingar minnast Birnu Brjánsdóttur um allt land. 23. janúar 2017 11:00 Vill takmarka veiðiheimildir skipa sem notuð eru til fíkniefnasmygls Sjávarútvegsráðherra Grænlands vill að grænlenska þingið takið málið til umfjöllunar. 23. janúar 2017 10:34 Athafnaði sig á svæðinu þar sem skórnir fundust í um tuttugu og fimm mínútur Annar skipverjinn sem situr í gæsluvarðhaldi ók Kia Rio bifreiðinni inn á svæðið þar sem skór Birnu Brjánsdóttur fundust um hádegisbil á laugardaginn. Ekki sést hvað hann gerði þar. 23. janúar 2017 08:30 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Lögreglumenn sem rannsaka mál Birnu Brjánsdóttur könnuðu hvort tengsl væru milli málsins og morðsins á hinni dönsku Emilie Meng sem fannst látin á aðfangadag síðastliðinn eftir að hafa verið leitað síðan í júlí. Grímur Grímsson, sem stýrir rannsókn lögreglu á dauða Birnu, staðfesti í samtali við Vísi í gær að tengslin hefðu verið könnuð. Polar Nanoq hefði hins vegar ekki verið í höfn í Danmörku á þeim tíma sem stúlkan hvarf og því benti ekkert til þess að málin væru tengd. Togarinn lagði úr höfn í Fredrikshavn á Jótlandi laugardaginn 7. janúar áður en siglt var til Hafnarfjarðar og sá lögregla því ástæða til að kanna hvort að málin tengdust. Leit dönsku lögreglunnar að morðingja hinnar sautján ára Emilie komst á nýtt stig eftir að lík hennar fannst í stöðuvatni á Sjálandi að morgni 24. desember. Málið vakti gríðarlega athygli í Danmörku á síðasta ári.Leitað í fimm mánuði Þegar lík Emilie fannst voru rúmir fimm mánuðir liðnir frá því að hún kvaddi tvær vinkonur sínar fyrir utan lestarstöðina í Korsør, vestast á Sjálandi, snemma að morgni 10. júlí. Vinkonurnar höfðu þá verið að skemmta sér í Slagelse, um tíu kílómetrum austar. Vinkonurnar tvær höfðu ákveðið að taka leigubíl heim, en Emilie hafði valið að ganga um fjögurra kílómetra leið heim til foreldra sinna með tónlist í eyrunum. Ekkert hafði svo spurst til Emilie síðan, fyrr en að líkið fannst. Lögregla notaðist við leitina að Emilie við kafara, dróna, lögregluhunda, þyrlu og mörg hundruð leitarmanna. Á aðfangadag var svo greint frá því að lík Emilie hafi fundist í stöðuvatni, um 65 kílómetrum austur af Korsør. Maður sem var að viðra hundinn sinn fann lík Emilie eftir að hundurinn byrjaði skyndilega að haga sér skringilega.Fundu hníf og fleira Lögregla var fljótt kölluð á staðinn og við köfun fannst hníf og fleira sem talið er að gæti skipt sköpum í leitinni að morðingjanum. Morðingja Emilie er enn leitað. Stöðuvatnið er í um 35 kílómetra akstursfjarlægð í austurátt frá Korsør. Svæðið kallast Regnmarks Bakke og eru þar fjöldi smærri stöðuvatna.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Kári vill aðstoða lögreglu við greiningu lífsýna Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskar erfðagreiningar, hyggst leggja fram tillögu þess efnis að heimilt verði að greina lífsýni í sakamálum hér á landi. 23. janúar 2017 10:35 Þjóðin syrgir Birnu: „Birna er ég og allar vinkonur mínar“ Íslendingar minnast Birnu Brjánsdóttur um allt land. 23. janúar 2017 11:00 Vill takmarka veiðiheimildir skipa sem notuð eru til fíkniefnasmygls Sjávarútvegsráðherra Grænlands vill að grænlenska þingið takið málið til umfjöllunar. 23. janúar 2017 10:34 Athafnaði sig á svæðinu þar sem skórnir fundust í um tuttugu og fimm mínútur Annar skipverjinn sem situr í gæsluvarðhaldi ók Kia Rio bifreiðinni inn á svæðið þar sem skór Birnu Brjánsdóttur fundust um hádegisbil á laugardaginn. Ekki sést hvað hann gerði þar. 23. janúar 2017 08:30 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Kári vill aðstoða lögreglu við greiningu lífsýna Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskar erfðagreiningar, hyggst leggja fram tillögu þess efnis að heimilt verði að greina lífsýni í sakamálum hér á landi. 23. janúar 2017 10:35
Þjóðin syrgir Birnu: „Birna er ég og allar vinkonur mínar“ Íslendingar minnast Birnu Brjánsdóttur um allt land. 23. janúar 2017 11:00
Vill takmarka veiðiheimildir skipa sem notuð eru til fíkniefnasmygls Sjávarútvegsráðherra Grænlands vill að grænlenska þingið takið málið til umfjöllunar. 23. janúar 2017 10:34
Athafnaði sig á svæðinu þar sem skórnir fundust í um tuttugu og fimm mínútur Annar skipverjinn sem situr í gæsluvarðhaldi ók Kia Rio bifreiðinni inn á svæðið þar sem skór Birnu Brjánsdóttur fundust um hádegisbil á laugardaginn. Ekki sést hvað hann gerði þar. 23. janúar 2017 08:30