Lífið

Katla með óborganlega sögu um tappana sína

Stefán Árni Pálsson skrifar
Katla fór á kostum.
Katla fór á kostum. vísir
„Ég held upp á þrjá kampavínstappa en hver táknar merkilegan viðburð í lífi mínu.“

Svona byrjar óborganlega saga sem Katla Margrét Þorgeirsdóttir sagði í þættinum Satt eða Logið á Stöð 2 í gærkvöldið.

Hún var strax spurð fyrir  hvað tapparnir tákna og svaraðu Katla þá um leið; „Sá fyrsti táknar þegar ég gaf út fyrstu ljóðabókina mína. Þá verðlaunaði ég mig með því að kaupa mér gott kampavín.“

Katla sagðist hafa gefið út tvær ljóðabækur, bækurnar Ég og Þú. Katla fór með eitt ljóð og er það svona;

Nóttin er eins og svartur köttur.

Við tvö í myrkrinu.

Ég vakna í birtunni.

Þú ert farinn.

Lyktin þín enn í sængurverinu.

Tappi númer tvö tengist því þegar Katla komst inn í Leiklistarskólann og þriðji tappinn er þegar hún ákvað að vera heiðarleg.

Hér að neðan má sjá myndband af þessari frásögn og komast að því hvort Katla hafi verið að segja satt eða hvort þetta hafi verið lygi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×