Æ fleiri konur segja Trump hafa kynferðislega áreitt sig Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 21. janúar 2017 21:00 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/EPA Fjöldi kvenna sem saka Donald Trump, nýkjörinn forseta Bandaríkjanna um að hafa kynferðislega áreitt sig hleypur nú á tugum. Bandaríska fréttasíðan Vox fjallar um málið, en í fréttaskýringu miðilsins lýsa nokkrar konur því sem fór fram þegar Trump áreitti þær kynferðislega. Framkoma Trumps í garð kvenna komst í hámæli fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í október á seinasta ári þegar bandarískir fjölmiðlar komust yfir myndband af honum þar sem hann stærði sig af því að komast upp með að káfa á konum og kyssa þær, þar sem hann væri „stjarna.“„Ég dregst bara sjálfkrafa að fallegum konum. Ég byrja bara að kyssa þær, eins og segull. Bara kyssi þær. Ég bíð ekki einu sinni. Þegar þú ert stjarna leyfa þær þér það. Þú getur gert hvað sem er. Gripið í píkuna á þeim. Þú getur gert hvað sem er.“Lýsingar kvennanna á hegðun Trumps sláandi líkar hans eigin lýsingumÍ lýsingum kvennanna sem sakað hafa Trump um kynferðislega áreitni er hegðun Trumps sláandi lík þeirri hegðun Trumps í garð kvenna sem hann stærði sig af í umræddu myndbandi. Í lýsingum þeirra kemur meðal annars fram að hann hafi ekki beðið um leyfi, heldur kyssti hann þær og káfaði á þeim án viðvörunar. Til að mynda var Jessica Leeds um borð í flugvél með Trump árið 1987 þegar hann greip skyndilega um brjóst hennar og káfaði á lærum hennar. Hún yfirgaf sæti sitt í flugvélinni og sagði ekki frá málinu þar til Trump fór í framboð. Þá var Rachel Crooks í starfi móttökuritara í Trump Tower þegar Trump kyssti hana á munninn í fyrsta skiptið sem þau hittust. Nokkrum dögum síðar bað hann hana svo um númerið hennar. Summer Zervos stendur nú í málaferlum við Trump en hún var áður keppandi í þáttunum The Apprentice. Hún hefur lýst því hvernig hann kyssti hana á munninn tvisvar sinnum á vinnutíma og hvernig hann fór með hana í bústað þegar hann hafði sagst ætla að bjóða henni út að borða þar sem hann káfaði á henni og hóf að kyssa hana með opnum munni á sama tíma og hann þrýsti sér upp að henni. Þessar þrjár konur eru einungis hluti af þeim hópi kvenna sem allar hafa lýst svipaðri hegðun Trumps í sinn garð. Kemst upp með hegðun sína þar sem hann er „stjarna“Þær konur sem lýst hafa kynferðislegri áreitni Trumps hafa jafnframt sagt frá því hve erfitt hafi verið að stíga fram með sögur sínar og tala um áreiti Trumps vegna þeirrar staðreyndar að hann er valdamikil og fræg persóna. Rétt eins og Trump hafi haldið fram sjálfur, kemst hann upp með hegðun sína vegna þess að hann er „stjarna.“ Spurður um hegðun sína í garð kvenna og hvort að hann hefði kynferðislega áreitt konur í kappræðum fyrir kosningarnar í fyrra þvertók Trump fyrir að svo hefði verið. „Enginn ber meiri virðingu fyrir konum en ég“ sagði Trump þá. Neitun Trump á athæfi sínu varð til þess að fjöldi kvenna steig fram með sögur sínar og lýsti kynferðislegu áreiti Trumps í sinn garð. Talið er að um 1,5 milljónir kvenna um allan heim hafi mótmælt Trump í dag og fóru mótmæli meðal annars fram hér á Íslandi. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Margmenni á Austurvelli mótmælti Donald Trump: „Eigum að sýna börnunum okkar að hatur eigi aldrei rétt á sér“ Xárene Eskander skipulagði mótmæli í Reykjavík í dag gegn Donald Trump vegna þess að henni finnst mikilvægt að hatur í garð kvenna og annarra minnihlutahópa sé ekki talið venjulegt fyrir framtíðarkynslóðum. Fjöldi fólks mætti á mótmælin. 21. janúar 2017 16:34 Konur um allan heim mótmæla Donald Trump Konur halda mótmælagöngur víða um heim í dag gegn Donald Trump, 45. forseta Bandaríkjanna. Búist er við því að yfir hálf milljón kvenna komi saman í Washington DC, höfuðborg Bandaríkjanna þar sem Trump sór embættiseið að bandarísku stjórnarskránni er hann tók við embætti í gær. 21. janúar 2017 10:05 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Fleiri fréttir Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Sjá meira
Fjöldi kvenna sem saka Donald Trump, nýkjörinn forseta Bandaríkjanna um að hafa kynferðislega áreitt sig hleypur nú á tugum. Bandaríska fréttasíðan Vox fjallar um málið, en í fréttaskýringu miðilsins lýsa nokkrar konur því sem fór fram þegar Trump áreitti þær kynferðislega. Framkoma Trumps í garð kvenna komst í hámæli fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í október á seinasta ári þegar bandarískir fjölmiðlar komust yfir myndband af honum þar sem hann stærði sig af því að komast upp með að káfa á konum og kyssa þær, þar sem hann væri „stjarna.“„Ég dregst bara sjálfkrafa að fallegum konum. Ég byrja bara að kyssa þær, eins og segull. Bara kyssi þær. Ég bíð ekki einu sinni. Þegar þú ert stjarna leyfa þær þér það. Þú getur gert hvað sem er. Gripið í píkuna á þeim. Þú getur gert hvað sem er.“Lýsingar kvennanna á hegðun Trumps sláandi líkar hans eigin lýsingumÍ lýsingum kvennanna sem sakað hafa Trump um kynferðislega áreitni er hegðun Trumps sláandi lík þeirri hegðun Trumps í garð kvenna sem hann stærði sig af í umræddu myndbandi. Í lýsingum þeirra kemur meðal annars fram að hann hafi ekki beðið um leyfi, heldur kyssti hann þær og káfaði á þeim án viðvörunar. Til að mynda var Jessica Leeds um borð í flugvél með Trump árið 1987 þegar hann greip skyndilega um brjóst hennar og káfaði á lærum hennar. Hún yfirgaf sæti sitt í flugvélinni og sagði ekki frá málinu þar til Trump fór í framboð. Þá var Rachel Crooks í starfi móttökuritara í Trump Tower þegar Trump kyssti hana á munninn í fyrsta skiptið sem þau hittust. Nokkrum dögum síðar bað hann hana svo um númerið hennar. Summer Zervos stendur nú í málaferlum við Trump en hún var áður keppandi í þáttunum The Apprentice. Hún hefur lýst því hvernig hann kyssti hana á munninn tvisvar sinnum á vinnutíma og hvernig hann fór með hana í bústað þegar hann hafði sagst ætla að bjóða henni út að borða þar sem hann káfaði á henni og hóf að kyssa hana með opnum munni á sama tíma og hann þrýsti sér upp að henni. Þessar þrjár konur eru einungis hluti af þeim hópi kvenna sem allar hafa lýst svipaðri hegðun Trumps í sinn garð. Kemst upp með hegðun sína þar sem hann er „stjarna“Þær konur sem lýst hafa kynferðislegri áreitni Trumps hafa jafnframt sagt frá því hve erfitt hafi verið að stíga fram með sögur sínar og tala um áreiti Trumps vegna þeirrar staðreyndar að hann er valdamikil og fræg persóna. Rétt eins og Trump hafi haldið fram sjálfur, kemst hann upp með hegðun sína vegna þess að hann er „stjarna.“ Spurður um hegðun sína í garð kvenna og hvort að hann hefði kynferðislega áreitt konur í kappræðum fyrir kosningarnar í fyrra þvertók Trump fyrir að svo hefði verið. „Enginn ber meiri virðingu fyrir konum en ég“ sagði Trump þá. Neitun Trump á athæfi sínu varð til þess að fjöldi kvenna steig fram með sögur sínar og lýsti kynferðislegu áreiti Trumps í sinn garð. Talið er að um 1,5 milljónir kvenna um allan heim hafi mótmælt Trump í dag og fóru mótmæli meðal annars fram hér á Íslandi.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Margmenni á Austurvelli mótmælti Donald Trump: „Eigum að sýna börnunum okkar að hatur eigi aldrei rétt á sér“ Xárene Eskander skipulagði mótmæli í Reykjavík í dag gegn Donald Trump vegna þess að henni finnst mikilvægt að hatur í garð kvenna og annarra minnihlutahópa sé ekki talið venjulegt fyrir framtíðarkynslóðum. Fjöldi fólks mætti á mótmælin. 21. janúar 2017 16:34 Konur um allan heim mótmæla Donald Trump Konur halda mótmælagöngur víða um heim í dag gegn Donald Trump, 45. forseta Bandaríkjanna. Búist er við því að yfir hálf milljón kvenna komi saman í Washington DC, höfuðborg Bandaríkjanna þar sem Trump sór embættiseið að bandarísku stjórnarskránni er hann tók við embætti í gær. 21. janúar 2017 10:05 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Fleiri fréttir Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Sjá meira
Margmenni á Austurvelli mótmælti Donald Trump: „Eigum að sýna börnunum okkar að hatur eigi aldrei rétt á sér“ Xárene Eskander skipulagði mótmæli í Reykjavík í dag gegn Donald Trump vegna þess að henni finnst mikilvægt að hatur í garð kvenna og annarra minnihlutahópa sé ekki talið venjulegt fyrir framtíðarkynslóðum. Fjöldi fólks mætti á mótmælin. 21. janúar 2017 16:34
Konur um allan heim mótmæla Donald Trump Konur halda mótmælagöngur víða um heim í dag gegn Donald Trump, 45. forseta Bandaríkjanna. Búist er við því að yfir hálf milljón kvenna komi saman í Washington DC, höfuðborg Bandaríkjanna þar sem Trump sór embættiseið að bandarísku stjórnarskránni er hann tók við embætti í gær. 21. janúar 2017 10:05