Féll fyrir frásögn Watts Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 21. janúar 2017 09:15 Gerður fór í heimsreisu árið 2014 og kom til eyjunnar Trinidad þar sem Watts hvílir, skoðaði meira að segja kirkjuna þar sem útför hans fór fram árið 1921, svo þar var um hálfgerða pílagrímsför að ræða. Eyþór Árnason „Ég tel bókina Norður yfir Vatnajökul með bestu ferðabókum sem hafa verið skrifaðar um landið. Hún kom fyrst út í íslenskri þýðingu árið 1962 en hefur verið ófáanleg í áratugi,“ segir Gerður Steinþórsdóttir íslenskufræðingur sem hefur endurútgefið téða bók með styrk frá Vinum Vatnajökuls. Höfundurinn, Englendingurinn William Lord Watts, var ævintýragjarn landkönnuður og vísindamaður. Markmið hans var að komast fyrstur yfir þveran Vatnajökul og honum tókst það árið 1875, í þriðju tilraun á fimm árum. Með honum voru fimm Íslendingar sem hann hrósar mikið, fremstur þeirra var Páll Pálsson sem fékk viðurnefnið jökull. Leiðangurinn hreppti illviðri og var tólf daga yfir jökulinn en bætti fjórum við með því að ganga norður að Grímsstöðum. Watts varð vitni að bæði Öskjugosi og Mývatnseldum. Hann segir ekki einungis frá ferðinni yfir jökulinn heldur lýsir bæjum og fólki, þannig að bókin er líka þjóðlífslýsing. Gerður er fjallageit. Hún hefur gengið á alla tinda í bókinni Íslensk fjöll, gönguleiðir á 151 tind. Sautján þeirra eru ýmist á Vatnajökli eða við rætur hans. „Einu sinni var ég að koma úr fjallgöngu og kom við á Jöklasafninu á Höfn. Þar las ég um fyrstu ferð Watts yfir Vatnajökul, og bókina um hana las ég í framhaldinu og féll fyrir frásögn Watts, brennandi ást hans á íslenskri náttúru og viðhorfi hans til þjóðarinnar,“ lýsir hún. Það var Jón Eyþórsson, veðurfræðingur og fyrsti formaður Jöklarannsóknafélagsins, sem þýddi bókina. Að sögn Gerðar er formáli hans mjög góður: „Jón birtir ágætan útdrátt úr bók sem Watts skrifaði eftir aðra ferð sína á Vatnajökul þegar hann þurfti að snúa við vegna veðurs og matarskorts. Jón vissi hins vegar sáralítið um Watts, auk þess sem hann fékk rangar upplýsingar um hann. Í þeim segir að Watts hafi látist tveimur árum eftir hina frækilegu ferð, þá 26 ára. Einnig að hann hafi verið lögfræðingur. En ég komst að því að hann lifði til sjötugs og hafði numið jarðfræði áður en hann kom í tvær seinni ferðir sínar til Íslands.“ Greinin birtist fyrst 21. janúar 2017. Lífið Menning Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira
„Ég tel bókina Norður yfir Vatnajökul með bestu ferðabókum sem hafa verið skrifaðar um landið. Hún kom fyrst út í íslenskri þýðingu árið 1962 en hefur verið ófáanleg í áratugi,“ segir Gerður Steinþórsdóttir íslenskufræðingur sem hefur endurútgefið téða bók með styrk frá Vinum Vatnajökuls. Höfundurinn, Englendingurinn William Lord Watts, var ævintýragjarn landkönnuður og vísindamaður. Markmið hans var að komast fyrstur yfir þveran Vatnajökul og honum tókst það árið 1875, í þriðju tilraun á fimm árum. Með honum voru fimm Íslendingar sem hann hrósar mikið, fremstur þeirra var Páll Pálsson sem fékk viðurnefnið jökull. Leiðangurinn hreppti illviðri og var tólf daga yfir jökulinn en bætti fjórum við með því að ganga norður að Grímsstöðum. Watts varð vitni að bæði Öskjugosi og Mývatnseldum. Hann segir ekki einungis frá ferðinni yfir jökulinn heldur lýsir bæjum og fólki, þannig að bókin er líka þjóðlífslýsing. Gerður er fjallageit. Hún hefur gengið á alla tinda í bókinni Íslensk fjöll, gönguleiðir á 151 tind. Sautján þeirra eru ýmist á Vatnajökli eða við rætur hans. „Einu sinni var ég að koma úr fjallgöngu og kom við á Jöklasafninu á Höfn. Þar las ég um fyrstu ferð Watts yfir Vatnajökul, og bókina um hana las ég í framhaldinu og féll fyrir frásögn Watts, brennandi ást hans á íslenskri náttúru og viðhorfi hans til þjóðarinnar,“ lýsir hún. Það var Jón Eyþórsson, veðurfræðingur og fyrsti formaður Jöklarannsóknafélagsins, sem þýddi bókina. Að sögn Gerðar er formáli hans mjög góður: „Jón birtir ágætan útdrátt úr bók sem Watts skrifaði eftir aðra ferð sína á Vatnajökul þegar hann þurfti að snúa við vegna veðurs og matarskorts. Jón vissi hins vegar sáralítið um Watts, auk þess sem hann fékk rangar upplýsingar um hann. Í þeim segir að Watts hafi látist tveimur árum eftir hina frækilegu ferð, þá 26 ára. Einnig að hann hafi verið lögfræðingur. En ég komst að því að hann lifði til sjötugs og hafði numið jarðfræði áður en hann kom í tvær seinni ferðir sínar til Íslands.“ Greinin birtist fyrst 21. janúar 2017.
Lífið Menning Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira