Westbrook ekki valinn í byrjunarlið Stjörnuleiks NBA-deildarinnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. janúar 2017 10:30 Russell Westbrook. Vísir/Getty Bandarískir fjölmiðlar hafa margir furðað sig á því að Russell Westbrook sé ekki meðal þeirra tíu leikmanna sem byrja Stjörnuleik NBA-deildarinnar sem fram fer í næsta mánuði. Nú var byrjunarlið Stjörnuleiksins valið með nýju fyrirkomulagi en nú réðu ekki aðeins aðdáendur heldur voru tekin inn atkvæði frá bæði leikmönnum og fjölmiðlamönnum. Það má lesa um stigagjöf og allar niðurstöður kjörsins á heimasíðu NBA. Russell Westbrook hefur verið magnaður með Oklahoma City Thunder og því skrýtið að hann sé ekki meðal byrjunarliðsmanna Vestursins. Hann var í fyrsta sæti hjá bæði leikmönnum og fjölmiðlamönnum en aðeins í þriðja sæti í kosningu almennings. Atkvæði almennings vógu 50 prósent og það dugði Curry og Harden að komast upp fyrir Westbrook. Hann er með þrennu að meðaltali, hefur skorað 30,6 stig, gefið 10,4 stoðsendingar og tekið 10,6 fráköst að meðaltali í fyrstu 44 leikjum tímabilsins. Byrjunarliðin voru tilkynnt með viðhöfn á TNT-sjónvarpsstöðinni í nótt en leikurinn sjálfur fer fram í New Orleans 19. febrúar. Í næstu viku kemur í ljós hvaða aðrir leikmenn verða valdir og þar er öruggt að nafn Russell Westbrook verður lesið upp. Byrjunarlið Vesturdeildarinnar er skipað þeim Stephen Curry, Kevin Durant, James Harden, Kawhi Leonard og Anthony Davis. Byrjunarlið Austurdeildarinnar er skipað þeim Kyrie Irving, LeBron James, Jimmy Butler, Giannis Antetokounmpo og DeMar DeRozan. LeBron James fékk flest atkvæði frá fólkinu eða 1.893.751 en í öðru sæti var Stephen Curry sem fékk 1.848.121 atkvæði. James Harden 1.771.375 atkvæði eða meira en tvö hundruð þúsund fleiri atkvæði en Westbrook (1.575.865 atkvæði). NBA Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Handbolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Þór Ak. | Berjast um annað sætið Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Sjá meira
Bandarískir fjölmiðlar hafa margir furðað sig á því að Russell Westbrook sé ekki meðal þeirra tíu leikmanna sem byrja Stjörnuleik NBA-deildarinnar sem fram fer í næsta mánuði. Nú var byrjunarlið Stjörnuleiksins valið með nýju fyrirkomulagi en nú réðu ekki aðeins aðdáendur heldur voru tekin inn atkvæði frá bæði leikmönnum og fjölmiðlamönnum. Það má lesa um stigagjöf og allar niðurstöður kjörsins á heimasíðu NBA. Russell Westbrook hefur verið magnaður með Oklahoma City Thunder og því skrýtið að hann sé ekki meðal byrjunarliðsmanna Vestursins. Hann var í fyrsta sæti hjá bæði leikmönnum og fjölmiðlamönnum en aðeins í þriðja sæti í kosningu almennings. Atkvæði almennings vógu 50 prósent og það dugði Curry og Harden að komast upp fyrir Westbrook. Hann er með þrennu að meðaltali, hefur skorað 30,6 stig, gefið 10,4 stoðsendingar og tekið 10,6 fráköst að meðaltali í fyrstu 44 leikjum tímabilsins. Byrjunarliðin voru tilkynnt með viðhöfn á TNT-sjónvarpsstöðinni í nótt en leikurinn sjálfur fer fram í New Orleans 19. febrúar. Í næstu viku kemur í ljós hvaða aðrir leikmenn verða valdir og þar er öruggt að nafn Russell Westbrook verður lesið upp. Byrjunarlið Vesturdeildarinnar er skipað þeim Stephen Curry, Kevin Durant, James Harden, Kawhi Leonard og Anthony Davis. Byrjunarlið Austurdeildarinnar er skipað þeim Kyrie Irving, LeBron James, Jimmy Butler, Giannis Antetokounmpo og DeMar DeRozan. LeBron James fékk flest atkvæði frá fólkinu eða 1.893.751 en í öðru sæti var Stephen Curry sem fékk 1.848.121 atkvæði. James Harden 1.771.375 atkvæði eða meira en tvö hundruð þúsund fleiri atkvæði en Westbrook (1.575.865 atkvæði).
NBA Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Handbolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Þór Ak. | Berjast um annað sætið Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Sjá meira