Árangursrík vinnustaðarmenning Herdís Pála Pálsdóttir skrifar 1. febrúar 2017 10:30 Vinnustaðarmenning er ákveðinn kjarni á hverjum vinnustað. Hún mótast meðal annars af hugmyndum, gildum og viðhorfum starfsfólksins. Vinnustaðarmenningin birtist svo í samskiptum, verklagi, félagsmótun og fleiri þáttum. Menning hvers vinnustaðar hefur mikil áhrif á árangur þeirra. Árangur sem birtist til dæmis í framgangi verkefna, í samskiptum við viðskiptavini og hversu vel þeim gengur að laða að og halda í hæft starfsfólk. Ef við segjum að heilbrigð vinnustaðarmenning sé þannig að hún hjálpi vinnustöðum við að ná stefnu sinni og markmiðum, hún styðji við árangur hvers og eins starfsmanns, sem fagmanns og einstaklings, fólk langi til að ná árangri í starfi, upplifi að álit þess skipti máli og fái reglulega styðjandi endurgjöf á störf sín, starfsfólk mæli gjarnan með vinnustaðnum við vini og vandamenn og vinnustaðurinn sé jafnvel þekktur út fyrir veggi sína fyrir góða menningu, þá myndi óheilbrigð vinnustaðarmenning væntanlega vera þannig að ekki sé samstaða um að vinna eftir stefnu vinnustaðarins, starfsfólk telji ekki endilega nauðsynlegt að fylgja verkferlum eða fyrirfram ákveðnu verklagi, starfsfólk fái sjaldan og óskýra endurgjöf á störf sín, óvirðing sé í samskiptum á milli starfsmanna, fáum líði vel í starfi og starfsmannavelta gjarnan mikil. Oft er sagt að það að breyta vinnustaðarmenningu taki mörg ár. Þess vegna gerist það of oft að stjórnendur vinnustaða stýra menningu ekki nægjanlega markvisst, því þeir telja að það taki allt of langan tíma til að hafa einhver áhrif. Það sem stjórnendur, og reyndar starfsfólk allt, þarf að gera er að ákveða hvernig menningu það vill hafa, og ekki hafa, á sínum vinnustað. Allir eiga að hafa skoðanir á vinnustaðnum og koma þeim á framfæri á uppbyggjandi hátt. Tala þarf opinskátt um æskilega hegðun hvað varðar vinnulag, samskipti og fleira. Á sama tíma þarf að vera sátt á meðal stjórnenda og starfsfólks alls, að sætta sig ekki við að hafa samstarfsfólk sem ekki styður við heilbrigða og árangursríka vinnustaðarmenningu.Change the Culture – Change the Game er yfirskrift eins af erindunum á ráðstefnu Only Human, sem haldin verður á Hótel Natura þann 23. febrúar 2017 (sjá www.onlyhuman.is), ekki missa af henni!Pistillinn birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun
Vinnustaðarmenning er ákveðinn kjarni á hverjum vinnustað. Hún mótast meðal annars af hugmyndum, gildum og viðhorfum starfsfólksins. Vinnustaðarmenningin birtist svo í samskiptum, verklagi, félagsmótun og fleiri þáttum. Menning hvers vinnustaðar hefur mikil áhrif á árangur þeirra. Árangur sem birtist til dæmis í framgangi verkefna, í samskiptum við viðskiptavini og hversu vel þeim gengur að laða að og halda í hæft starfsfólk. Ef við segjum að heilbrigð vinnustaðarmenning sé þannig að hún hjálpi vinnustöðum við að ná stefnu sinni og markmiðum, hún styðji við árangur hvers og eins starfsmanns, sem fagmanns og einstaklings, fólk langi til að ná árangri í starfi, upplifi að álit þess skipti máli og fái reglulega styðjandi endurgjöf á störf sín, starfsfólk mæli gjarnan með vinnustaðnum við vini og vandamenn og vinnustaðurinn sé jafnvel þekktur út fyrir veggi sína fyrir góða menningu, þá myndi óheilbrigð vinnustaðarmenning væntanlega vera þannig að ekki sé samstaða um að vinna eftir stefnu vinnustaðarins, starfsfólk telji ekki endilega nauðsynlegt að fylgja verkferlum eða fyrirfram ákveðnu verklagi, starfsfólk fái sjaldan og óskýra endurgjöf á störf sín, óvirðing sé í samskiptum á milli starfsmanna, fáum líði vel í starfi og starfsmannavelta gjarnan mikil. Oft er sagt að það að breyta vinnustaðarmenningu taki mörg ár. Þess vegna gerist það of oft að stjórnendur vinnustaða stýra menningu ekki nægjanlega markvisst, því þeir telja að það taki allt of langan tíma til að hafa einhver áhrif. Það sem stjórnendur, og reyndar starfsfólk allt, þarf að gera er að ákveða hvernig menningu það vill hafa, og ekki hafa, á sínum vinnustað. Allir eiga að hafa skoðanir á vinnustaðnum og koma þeim á framfæri á uppbyggjandi hátt. Tala þarf opinskátt um æskilega hegðun hvað varðar vinnulag, samskipti og fleira. Á sama tíma þarf að vera sátt á meðal stjórnenda og starfsfólks alls, að sætta sig ekki við að hafa samstarfsfólk sem ekki styður við heilbrigða og árangursríka vinnustaðarmenningu.Change the Culture – Change the Game er yfirskrift eins af erindunum á ráðstefnu Only Human, sem haldin verður á Hótel Natura þann 23. febrúar 2017 (sjá www.onlyhuman.is), ekki missa af henni!Pistillinn birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun