Tilnefnir nýjan hæstaréttardómara í kvöld: Trump boðar tvo dómara til Washington atli ísleifsson skrifar 31. janúar 2017 21:53 Thomas Hardiman og Neil Gorsuch eru taldir líklegastir. Donald Trump Bandaríkjaforseti mun tilkynna um hvern hann tilnefnir sem nýjan dómara við hæstarétt Bandaríkjanna í kvöld. Trump hefur boðað þá tvo sem til greina koma, dómarana Neil Gorsuch og Thomas Hardiman, til Washington.CNN greinir frá þessu, en samkvæmt heimildum þeirra þykir Goruch líklegri kosturinn á þessari stundu. Vitað er að Gorsuch er í Washington og þá sást til Hardiman yfirgefa Pittsburgh í morgun og aka í austurátt, áleiðis til höfuðborgarinnar. Í frétt SVT kemur fram að hinn 49 ára Gorsuch sé þekktur fyrir skörp og vel rökstudd álit sín og sé álitinn bókstafstrúarmaður þegar kemur að túlkun stjórnarskrárinnar. Hann túlkar því texta stjórnarskrárinnar frá 1789 mjög bókstaflega. Gorsuch starfar við alríkisdómstólinn í Dener og hefur ítrekað verið mikill málsvari trúfrelsis. Gorsuch hefur meðal annars sett sig upp á móti þeim hluta sjúkratryggingakerfis Barack Obama sem felur í sér að starfsmannatryggingar atvinnuveitenda skuli einnig taka til getnaðarvarna, sem trúarhópar hafa margir gagnrýnt. Hinn 51 árs Hardiman starfar við alríkisdómstólinn í Philadelphia og hafa íhaldsmenn margir mært hann fyrir ritverk sín þar sem hann hefur varið rétt fólks til að bera vopn. Staða í hæstarétti Bandaríkjanna losnaði þegar hinn íhaldssami Antonin Scalia féll óvænt frá fyrir um ári. Barack Obama Bandaríkjaforseti tilnefndi Merrick Garland sem nýjan dómara, en öldungadeild Bandaríkjaþings, þar sem Repúblikanar voru og eru í meirihluta, neituðu að staðfesta tilnefninguna.I have made my decision on who I will nominate for The United States Supreme Court. It will be announced live on Tuesday at 8:00 P.M. (W.H.)— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 30, 2017 Donald Trump Tengdar fréttir Hver er Merrick Garland? Barack Obama hefur tilnefnt Merrick Garland sem nýjan dómara við Hæstarétt Bandaríkjanna. 16. mars 2016 14:55 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti mun tilkynna um hvern hann tilnefnir sem nýjan dómara við hæstarétt Bandaríkjanna í kvöld. Trump hefur boðað þá tvo sem til greina koma, dómarana Neil Gorsuch og Thomas Hardiman, til Washington.CNN greinir frá þessu, en samkvæmt heimildum þeirra þykir Goruch líklegri kosturinn á þessari stundu. Vitað er að Gorsuch er í Washington og þá sást til Hardiman yfirgefa Pittsburgh í morgun og aka í austurátt, áleiðis til höfuðborgarinnar. Í frétt SVT kemur fram að hinn 49 ára Gorsuch sé þekktur fyrir skörp og vel rökstudd álit sín og sé álitinn bókstafstrúarmaður þegar kemur að túlkun stjórnarskrárinnar. Hann túlkar því texta stjórnarskrárinnar frá 1789 mjög bókstaflega. Gorsuch starfar við alríkisdómstólinn í Dener og hefur ítrekað verið mikill málsvari trúfrelsis. Gorsuch hefur meðal annars sett sig upp á móti þeim hluta sjúkratryggingakerfis Barack Obama sem felur í sér að starfsmannatryggingar atvinnuveitenda skuli einnig taka til getnaðarvarna, sem trúarhópar hafa margir gagnrýnt. Hinn 51 árs Hardiman starfar við alríkisdómstólinn í Philadelphia og hafa íhaldsmenn margir mært hann fyrir ritverk sín þar sem hann hefur varið rétt fólks til að bera vopn. Staða í hæstarétti Bandaríkjanna losnaði þegar hinn íhaldssami Antonin Scalia féll óvænt frá fyrir um ári. Barack Obama Bandaríkjaforseti tilnefndi Merrick Garland sem nýjan dómara, en öldungadeild Bandaríkjaþings, þar sem Repúblikanar voru og eru í meirihluta, neituðu að staðfesta tilnefninguna.I have made my decision on who I will nominate for The United States Supreme Court. It will be announced live on Tuesday at 8:00 P.M. (W.H.)— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 30, 2017
Donald Trump Tengdar fréttir Hver er Merrick Garland? Barack Obama hefur tilnefnt Merrick Garland sem nýjan dómara við Hæstarétt Bandaríkjanna. 16. mars 2016 14:55 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Sjá meira
Hver er Merrick Garland? Barack Obama hefur tilnefnt Merrick Garland sem nýjan dómara við Hæstarétt Bandaríkjanna. 16. mars 2016 14:55