Segja forsætisráðherra hafa svindlað og beitt blekkingum Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 31. janúar 2017 20:17 Þingmenn stjórnarandstöðunnar segja forsætisráðherra hafa svindlað og beitt blekkingum með því að birta ekki tvær skýrslur fyrir kosningar þótt þær hafi verið tilbúnar. Annars vegar er um að ræða skýrslu nefndar um eignir Íslendinga á aflandssvæðum sem var tilbúin í byrjun september í fyrra en var ekki birt fyrr en 6. janúar. Hins vegar er um að ræða skýrslu um leiðréttinguna sem var tilbúin um miðjan október en ekki birt fyrr en 18. janúar. Þetta gagnrýndu þingmenn stjórnarandstöðunnar við upphaf þingfundar í dag. „Ráðherrann er uppvís að því í annað sinn að halda vísvitandi upplýsingum frá almenningi í aðdraganda kosninga sem er fráleitt að þingið sætti sig við, þessa framkomu, og að ráðherra viðhafi slíka leyndarhyggju ítrekað og ráðherra hafi í raun og veru, þáverandi fjármálaráðherra og núverandi forsætisráðherra, beitt þjóð og þing blekkingum. Þetta eru vinnubrögð fyrir neðan allar hellur, virðulegi forseti,” sagði Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna. Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagðist líta á frestun á birtingu skýrslanna sem svindl. „Ég lít á þennan atburð sem svindl, ég lít á það þannig að hæstvirtur forsætisráðherra hafi snúið á þingið og þjóðina með því að fela þessar skýrslur á þeim tíma þegar á þeim þurfti að halda í aðdraganda kosninga og í stjórnarmyndunarviðræðum. Þetta er alvarlegt mál," sagði Oddný. Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna sagði Alþingi hafa stjórnarksrárvarinn rétt til að fá upplýsingar frá ráðherrum. „Þetta er auðvitað grafalvarlegt þegar ráðherra telur sig geta tekið sér sjálfdæmi og vald í sínar hendur framhjá stjórnarskrá og þingskaparlögum eins og hann eigi sjálfdæmi um það hvort hann svarar skýrslubeiðnum og þá hvenær.“ Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, sagði þingmenn hafa tekið ansi djúpt í árinni af hæpnu tilefni. „Þingmenn eiga rétt á því að koma á framfæri athugasemdum af þessu tagi. Hins vegar held ég að það væri gagnlegt ef við reyndum að finna farveg fyrir þá umræðu,“ sagði Birgir. Alþingi Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Innlent Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Erlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Fleiri fréttir Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Sjá meira
Þingmenn stjórnarandstöðunnar segja forsætisráðherra hafa svindlað og beitt blekkingum með því að birta ekki tvær skýrslur fyrir kosningar þótt þær hafi verið tilbúnar. Annars vegar er um að ræða skýrslu nefndar um eignir Íslendinga á aflandssvæðum sem var tilbúin í byrjun september í fyrra en var ekki birt fyrr en 6. janúar. Hins vegar er um að ræða skýrslu um leiðréttinguna sem var tilbúin um miðjan október en ekki birt fyrr en 18. janúar. Þetta gagnrýndu þingmenn stjórnarandstöðunnar við upphaf þingfundar í dag. „Ráðherrann er uppvís að því í annað sinn að halda vísvitandi upplýsingum frá almenningi í aðdraganda kosninga sem er fráleitt að þingið sætti sig við, þessa framkomu, og að ráðherra viðhafi slíka leyndarhyggju ítrekað og ráðherra hafi í raun og veru, þáverandi fjármálaráðherra og núverandi forsætisráðherra, beitt þjóð og þing blekkingum. Þetta eru vinnubrögð fyrir neðan allar hellur, virðulegi forseti,” sagði Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna. Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagðist líta á frestun á birtingu skýrslanna sem svindl. „Ég lít á þennan atburð sem svindl, ég lít á það þannig að hæstvirtur forsætisráðherra hafi snúið á þingið og þjóðina með því að fela þessar skýrslur á þeim tíma þegar á þeim þurfti að halda í aðdraganda kosninga og í stjórnarmyndunarviðræðum. Þetta er alvarlegt mál," sagði Oddný. Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna sagði Alþingi hafa stjórnarksrárvarinn rétt til að fá upplýsingar frá ráðherrum. „Þetta er auðvitað grafalvarlegt þegar ráðherra telur sig geta tekið sér sjálfdæmi og vald í sínar hendur framhjá stjórnarskrá og þingskaparlögum eins og hann eigi sjálfdæmi um það hvort hann svarar skýrslubeiðnum og þá hvenær.“ Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, sagði þingmenn hafa tekið ansi djúpt í árinni af hæpnu tilefni. „Þingmenn eiga rétt á því að koma á framfæri athugasemdum af þessu tagi. Hins vegar held ég að það væri gagnlegt ef við reyndum að finna farveg fyrir þá umræðu,“ sagði Birgir.
Alþingi Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Innlent Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Erlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Fleiri fréttir Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Sjá meira