Engar upplýsingar um fjölda ferðamanna á rýmingarsvæðinu í kringum Kötlu Jóhann K. Jóhannsson skrifar 31. janúar 2017 19:32 Yfirvöld hafa ekki upplýsingar um fjölda þeirra ferðamanna sem eru á rýmingarsvæðinu í kringum Kötlu komi til eldgoss. Yfirlögregluþjónn segir vísindamenn skorta fjármagn til það að mæla megi jökulinn betur og vinna megi betur úr rannsóknum til þess að segja fyrir um hugsanlegt eldgos. Í almannavarnaskipulagi fyrir Kötlugos eru fyrirframgerðar áætlanir um rýmingu. Með mikilli aukningu ferðamanna á svæðinu hafa lögregluyfirvöld áhyggjur af því að þeir komi ekki til með að ná til þeirra erlendu ferðamanna sem á svæðinu eru komi til eldgoss. Vísindaráð almannavarna sendi frá sér tilkynningu í fyrradag um að auknar líkur væru á Kötlugosi, en það er metið vegna aukinnar jarðskjálftavirkni á svæðinu frá því í ágúst í fyrra. „Við höfum verið að fylgjast með þessari þróun frá því í fyrra og fengið upplýsingar frá vísindamönnum og höfum verið að funda með íbúum í Vík og meðal annars haldið fundi með ferðaþjónustu aðilum og erlendum verkamönnum og kynnt þeim skipulag vegna rýminga og erum held ég á ágætri leið,“ segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Surlandi.Aukning ferðamanna eykur hættu Oddur segir hins vegar að með aukningu ferðamanna á svæðinu hafi hætta á svæðinu auki til muna. „Verkefnið er hinsvegar stórt. Þetta er ekki sama samfélag og við vorum að fást við fyrir 10-15 árum síðan þegar að það voru 300-400 sem að bjuggu í Vík og af öðrum þurftum við ekki að hafa áhyggjur,“ segir Oddur. Í dag gista að jafnaði um ellefu hundruð manns í Vík og á svæðinu í kring á hverri nóttu og á hverrjum degi skipta ferðamenn þúsundum sem um svæðið fara. Til að mynda fari um fjögur þúsund ferðamenn um Reynisfjöru á hverjum degi. Oddur segir að almannavarnaskipulagið taki vel á lokunum á svæði og takmarkanir á umferð. „Hins vegar er mun erfiðara að eiga við þessa ferðamenn sem eru uppi um fjöll og fyrnindi og þar með mun erfiðara að eiga við rýmingar á þeim svæðum að auki og við gætum setið uppi með það að þurfa að fara grípa fyrr inn í og fara loka svæðum og erum með það í ákveðinni vinnslu hvernig að því verði staðið.Gönguleiðum ekki lokað Skilaboðum um að gos sé að hefjast verða send í alla farsíma á svæðinu í gegnum sms-kerfi Neyarlínunnar, meðal annars á ensku. Oddur segir að gönguleiðum á svæðinu verði ekki lokað eins og staðan er í dag en að vísindamenn séu á varðbergi. Þá segist Oddur hafa áhyggur af því að vegna fjárskorts frá yfirvöldum verði viðbrögð viðbragðsaðila vegna hugsanlegs goss seinni en vera þyrfti. „Það sem mér finnst nú kannski fróðlegast að heyra og hrökk svo lítið í kút að heyra að við eigum ekki nógu öflugt mælanet og við eigum ekki fjármagn til að fljúga yfir til að gera þær mælingar sem eru nauðsynlegar til þess að viðvörunarkerfi séu að skila því sem það gæti gert. Það vantar fjármagn til þess að gera ákveðnar mælingar og þétta mælanetið og við þurfum að huga að því að því að okkur vantar ekki þekkinguna hún er greinilega gríðarleg,“ segir Oddur. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Fleiri fréttir Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Sjá meira
Yfirvöld hafa ekki upplýsingar um fjölda þeirra ferðamanna sem eru á rýmingarsvæðinu í kringum Kötlu komi til eldgoss. Yfirlögregluþjónn segir vísindamenn skorta fjármagn til það að mæla megi jökulinn betur og vinna megi betur úr rannsóknum til þess að segja fyrir um hugsanlegt eldgos. Í almannavarnaskipulagi fyrir Kötlugos eru fyrirframgerðar áætlanir um rýmingu. Með mikilli aukningu ferðamanna á svæðinu hafa lögregluyfirvöld áhyggjur af því að þeir komi ekki til með að ná til þeirra erlendu ferðamanna sem á svæðinu eru komi til eldgoss. Vísindaráð almannavarna sendi frá sér tilkynningu í fyrradag um að auknar líkur væru á Kötlugosi, en það er metið vegna aukinnar jarðskjálftavirkni á svæðinu frá því í ágúst í fyrra. „Við höfum verið að fylgjast með þessari þróun frá því í fyrra og fengið upplýsingar frá vísindamönnum og höfum verið að funda með íbúum í Vík og meðal annars haldið fundi með ferðaþjónustu aðilum og erlendum verkamönnum og kynnt þeim skipulag vegna rýminga og erum held ég á ágætri leið,“ segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Surlandi.Aukning ferðamanna eykur hættu Oddur segir hins vegar að með aukningu ferðamanna á svæðinu hafi hætta á svæðinu auki til muna. „Verkefnið er hinsvegar stórt. Þetta er ekki sama samfélag og við vorum að fást við fyrir 10-15 árum síðan þegar að það voru 300-400 sem að bjuggu í Vík og af öðrum þurftum við ekki að hafa áhyggjur,“ segir Oddur. Í dag gista að jafnaði um ellefu hundruð manns í Vík og á svæðinu í kring á hverri nóttu og á hverrjum degi skipta ferðamenn þúsundum sem um svæðið fara. Til að mynda fari um fjögur þúsund ferðamenn um Reynisfjöru á hverjum degi. Oddur segir að almannavarnaskipulagið taki vel á lokunum á svæði og takmarkanir á umferð. „Hins vegar er mun erfiðara að eiga við þessa ferðamenn sem eru uppi um fjöll og fyrnindi og þar með mun erfiðara að eiga við rýmingar á þeim svæðum að auki og við gætum setið uppi með það að þurfa að fara grípa fyrr inn í og fara loka svæðum og erum með það í ákveðinni vinnslu hvernig að því verði staðið.Gönguleiðum ekki lokað Skilaboðum um að gos sé að hefjast verða send í alla farsíma á svæðinu í gegnum sms-kerfi Neyarlínunnar, meðal annars á ensku. Oddur segir að gönguleiðum á svæðinu verði ekki lokað eins og staðan er í dag en að vísindamenn séu á varðbergi. Þá segist Oddur hafa áhyggur af því að vegna fjárskorts frá yfirvöldum verði viðbrögð viðbragðsaðila vegna hugsanlegs goss seinni en vera þyrfti. „Það sem mér finnst nú kannski fróðlegast að heyra og hrökk svo lítið í kút að heyra að við eigum ekki nógu öflugt mælanet og við eigum ekki fjármagn til að fljúga yfir til að gera þær mælingar sem eru nauðsynlegar til þess að viðvörunarkerfi séu að skila því sem það gæti gert. Það vantar fjármagn til þess að gera ákveðnar mælingar og þétta mælanetið og við þurfum að huga að því að því að okkur vantar ekki þekkinguna hún er greinilega gríðarleg,“ segir Oddur.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Fleiri fréttir Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Sjá meira