Viðskipti innlent

Bein út­sending: Ís­lenska djúp­borunar­verk­efnið

Tinni Sveinsson skrifar
HS Orka og Íslenska djúpborunarverkefnið boða til hádegisfundar vegna borloka íslenska djúpborunarverkefnisins IDDP-2 á Reykjanesi. Fundurinn byrjar klukkan 12 og stendur í klukkustund en hann er haldinn í Gamla bíói.

Hægt er að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu hér fyrir neðan.

Guðmundur Ómar Friðleifsson, yfirjarðfræðingur og verkefnisstjóri IDDP-2, Ari Stefánsson verkefnastjóri djúpborunarverkefnis hjá HS Orku,  Albert Albertsson, hugmyndasmiður HS Orku, og Hildigunnur Thorsteinsson, framkvæmdastjóri þróunar hjá OR, taka til máls.

Að erindum loknum verða pallborðsumræður með Wilfred Elders, doktor í jarðfræði, og Carsten F.  Sørlie verkefnastjóra frá Statoil auk framsögumanna. Fundarstjóri er Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku.

Íslenska djúpborunarverkefnið (IDDP) hefur verið starfrækt í um 15 ár. Tilgangur verkefnisins er að rannsaka hvort framleiða megi orku úr djúplægum jarðhitakerfum sem getur aukið orkuframleiðslu háhitasvæða umtalsvert og þar með dregið úr landrýmisþörf orkuvinnslunnar.

Vinnslutækni verkefnisins ræðst af því hvernig jarðhitavökvi finnst á 4-5 km dýpi. Ef efnasamsetningin reynist viðráðanleg og unnt verður að vinna orkuríka gufu beint upp úr djúpu borholunni er það fyrsti valkostur sem mun þar með auka orkuvinnslu á Reykjanesi.

HS Orka lánaði til djúpborunarverkefnisins holu 15 á Reykjanesi og var borað niður á rúmlega 4,6 kílómetra dýpi, sem er dýpsta borhola landsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×