Tusk segir ríkisstjórn Trump ógna ESB Samúel Karl Ólason skrifar 31. janúar 2017 15:46 Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins. Vísir/AFP Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, segir ríkisstjórn Donald Trump vera ógn gegn sambandinu. Þar að auki ógni Kína, Rússland og íslamistar ESB. Þetta skrifaði Tusk í harðorðu bréfi til leiðtoga ESB vegna leiðtogafundarins í Möltu, sem hefst á föstudaginn. Þar segir Tusk einnig að sambandið verði að taka „stórkostleg skref“ og nýta sér einangrunarhyggju Trump til að auka viðskipti við önnur ríki. AFP fréttaveitan hefur komið höndum yfir afrit af bréfinu, þar sem Tusk segir þrjár ógnir steðja helst að Evrópusambandinu og því hafi aldrei verið ógnað meira. „Sú fyrsta er hið nýja stjórnmálaandrúmsloft í heiminum og umhverfis Evrópu,“ sagði Tusk. Þar að auki nefndi hann aukna hörku Kínverja og aðgerðir Rússa gagnvart Úkraínu og nágrönnum sínum. Stríð og stjórnleysi í Mið-Austurlöndum og Afríku og yfirlýsingar nýrrar ríkisstjórnar í Bandaríkjunum sem valdi áhyggjum. Allt þetta sagði Tusk að gerði framtíðina „sérstaklega óútreiknanlega“. Þá sagði hann að breytingarnar í Washington hefðu sérstök áhrif á ESB og settu sambandið í erfiða stöðu, þar sem ríkisstjórn Trump virðist ætla að snúa frá utanríkisstefnu Bandaríkjanna undanfarin 70.Önnur ógnin sagði Tusk að væri upprisa þjóðernishyggju í Evrópu og andstöðu við Evrópusambandið. Þriðja ógnin er, samkvæmt Tusk, hugarfar stjórnmálamanna sem styðja við bakið á ESB. Þeir sýndu of mikinn áhuga á því að daðra við popúlisma til að vinna atkvæði. Á leiðtogafundinum um helgina munu leiðtogar ESB fyrst ræða flóttamannavandann. Seinna mun Theresa May yfirgefa fundinn og rætt verður um framtíð ESB eftir Brexit og skipulagningu annars fundar í Róm í mars. Sá fundur mun marka 60 ára afmæli stofnsamnings ESB. Í bréfinu segir Tusk nauðsynlegt að ríki ESB standi saman til að halda fullkomnu sjálfstæði. Því ef sambandið sundraðist væru ríki þess háð stórveldum eins og Bandaríkjunum, Rússlandi og Kína. Donald Trump Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Fleiri fréttir Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira
Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, segir ríkisstjórn Donald Trump vera ógn gegn sambandinu. Þar að auki ógni Kína, Rússland og íslamistar ESB. Þetta skrifaði Tusk í harðorðu bréfi til leiðtoga ESB vegna leiðtogafundarins í Möltu, sem hefst á föstudaginn. Þar segir Tusk einnig að sambandið verði að taka „stórkostleg skref“ og nýta sér einangrunarhyggju Trump til að auka viðskipti við önnur ríki. AFP fréttaveitan hefur komið höndum yfir afrit af bréfinu, þar sem Tusk segir þrjár ógnir steðja helst að Evrópusambandinu og því hafi aldrei verið ógnað meira. „Sú fyrsta er hið nýja stjórnmálaandrúmsloft í heiminum og umhverfis Evrópu,“ sagði Tusk. Þar að auki nefndi hann aukna hörku Kínverja og aðgerðir Rússa gagnvart Úkraínu og nágrönnum sínum. Stríð og stjórnleysi í Mið-Austurlöndum og Afríku og yfirlýsingar nýrrar ríkisstjórnar í Bandaríkjunum sem valdi áhyggjum. Allt þetta sagði Tusk að gerði framtíðina „sérstaklega óútreiknanlega“. Þá sagði hann að breytingarnar í Washington hefðu sérstök áhrif á ESB og settu sambandið í erfiða stöðu, þar sem ríkisstjórn Trump virðist ætla að snúa frá utanríkisstefnu Bandaríkjanna undanfarin 70.Önnur ógnin sagði Tusk að væri upprisa þjóðernishyggju í Evrópu og andstöðu við Evrópusambandið. Þriðja ógnin er, samkvæmt Tusk, hugarfar stjórnmálamanna sem styðja við bakið á ESB. Þeir sýndu of mikinn áhuga á því að daðra við popúlisma til að vinna atkvæði. Á leiðtogafundinum um helgina munu leiðtogar ESB fyrst ræða flóttamannavandann. Seinna mun Theresa May yfirgefa fundinn og rætt verður um framtíð ESB eftir Brexit og skipulagningu annars fundar í Róm í mars. Sá fundur mun marka 60 ára afmæli stofnsamnings ESB. Í bréfinu segir Tusk nauðsynlegt að ríki ESB standi saman til að halda fullkomnu sjálfstæði. Því ef sambandið sundraðist væru ríki þess háð stórveldum eins og Bandaríkjunum, Rússlandi og Kína.
Donald Trump Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Fleiri fréttir Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira