Bandarískir embættismenn mótmæla tilskipun Trump Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 30. janúar 2017 22:07 Tilskipun Trumps hefur verið harðlega gagnrýnd um allan heim. vísir/epa Tugir embættismanna í bandarísku utanríkisþjónustunni hyggjast leggja fram formlega gagnrýni á tilskipun Donalds Trump Bandaríkjaforseta um takmarkanir á ferðum ríkisborgara sjö múslimaríkja til Bandaríkjanna. Tilskipunina undirritaði Trump síðastliðinn föstudag og sagði að um tímabundar aðgerðir væri að ræða. Hún meinar öllum ríkisborgurum Íraks, Írans, Líbíu, Sómalíu, Súdans, Sýrlands og Jemens inngöngu í Bandaríkin og gildir slíkt einnig um fólk frá þessum ríkjum sem eru handhafar græna kortsins. Græna kortið er vegabréfsáritun sem veitir handhöfum þess varanlegt dvalar- og atvinnuleyfi í Bandaríkjunum. Það gegnir að auki hlutverki skilríkis og er ótvíræð sönnun þess að handhafinn sé löglegur innflytjandi þar í landi. Bannið kemur til með að gilda í þrjá mánuði en markmiðið með aðgerðunum er að hindra flæði múslimskra hryðjuverkamanna til landsins. Bob Freguson, ríkissaksóknari Washington fylkis, hefur sagt að hann hyggist kæra Trump fyrir tilskipunina og segir hana ekki vera í samræmi við stjórnarskrá landsins.Fylgja eða fara Sean Spicer, upplýsingafulltrúi Hvíta hússins, hefur varið tilskipunina. Á blaðamannafundi gaf hann lítið fyrir fréttir af því að tilskipunin hafi skapað ringulreið á flugvöllum landsins. „Á einum sólarhring hafa 325 þúsund manns komið til landsins og við erum að tala um 109 manns frá þessum sjö löndum,“ sagði Spicer og sagði jafnframt tilskipunin væri byggð á stefnu Obamastjórnarinnar. „Og þessir embættismenn hafa eitthvað á móti því? Mér finnst að þeir ættu að fylgja áætluninni eða þeir geta farið.“Einangra vinaþjóðir Í uppkasti af yfirlýsingu embættismannanna, sem BBC hefur undir höndum, segir að takmarkanir á innflytjendum muni ekki auka öryggi Bandaríkjana og muni þess þó heldur senda röng skilaboð til múslimalanda og einangara þau lönd sem geta veitt liðsauka í baráttunni gegn hryðjuverkum. Þar segir einnig að flestar hryðjuverkaárásir í Bandaríkjunum hafa verið framdar af bandarískum ríkisborgurum. „Afleiðing þessa banns mun ekki vera færri hryðjuverka árásir í Bandaríkjunum, heldur mun velvild alþjóðasamfélagsins gagnvart Bandaríkjamönnum minnka og ógna efnahag okkar,“ segir í uppkastinu. Í yfirlýsingu sem Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, sendi frá sér í dag gagnrýnir hann nýlega tilskipun Trump og segir að verið sé á mismuna einstaklingum á grunni trúar. „Bandarísk gildi eru í húfi,“ segir Obama.Í frétt Washington Post er haft eftir Kevin Lewis, talsmanni Obama, að forsetinn álíti mótmælin, sem nú eiga sér stað víðs vegar um landið, vera uppörvandi. Þá hafnaði hann jafnframt að tilskipun Trump hafi verið byggð á stefnu Obamastjórnarinnar. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump þvertekur fyrir að tilskipun hans hafi valdið ringulreið á flugvöllum Segir að bilun í kerfi flugfélagsins Delta og mótmælendur hafi skapað ástandið. 30. janúar 2017 15:11 Hvaðan fær Trump valdið til að setja forsetatilskipanir? Eitt af því sem fylgir því að vera forseti Bandaríkjanna er að geta sett tilskipanir sem ríkisstjórnin og ríkisstofnanir vinna eftir. 30. janúar 2017 14:00 Íslenskum ríkisborgara meinað að fara til Bandaríkjanna Meisam Rafiei, íslenskum ríkisborgara, var meinað að fara til Bandaríkjanna í gær vegna þess að hann er fæddur í Íran. 30. janúar 2017 19:32 Obama styður mótmælin gegn Trump: „Bandarísk gildi eru í húfi“ Barack Obama hefur sent frá sér sína fyrstu yfirlýsingu frá því að hann lét af embætti forseta Bandaríkjanna. 30. janúar 2017 20:02 Íslenskir þingmenn fordæma tilskipun Bandaríkjaforseta Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra Íslands, mun koma áleiðis skýrum skilaboðum stjórnvalda sem fordæma tilskipun forseta Bandaríkjanna sem bannar ríkisborgurum sjö þjóða að koma til landsins. 30. janúar 2017 05:00 Starbucks svarar Trump og ætlar að ráða þúsundir flóttamanna Starbucks segist ætla að leggja sig fram um að "bjóða velkomna og veita þeim sem flýja stríð, ofbeldi og ofsóknir tækifæri.“ 30. janúar 2017 11:30 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjá meira
Tugir embættismanna í bandarísku utanríkisþjónustunni hyggjast leggja fram formlega gagnrýni á tilskipun Donalds Trump Bandaríkjaforseta um takmarkanir á ferðum ríkisborgara sjö múslimaríkja til Bandaríkjanna. Tilskipunina undirritaði Trump síðastliðinn föstudag og sagði að um tímabundar aðgerðir væri að ræða. Hún meinar öllum ríkisborgurum Íraks, Írans, Líbíu, Sómalíu, Súdans, Sýrlands og Jemens inngöngu í Bandaríkin og gildir slíkt einnig um fólk frá þessum ríkjum sem eru handhafar græna kortsins. Græna kortið er vegabréfsáritun sem veitir handhöfum þess varanlegt dvalar- og atvinnuleyfi í Bandaríkjunum. Það gegnir að auki hlutverki skilríkis og er ótvíræð sönnun þess að handhafinn sé löglegur innflytjandi þar í landi. Bannið kemur til með að gilda í þrjá mánuði en markmiðið með aðgerðunum er að hindra flæði múslimskra hryðjuverkamanna til landsins. Bob Freguson, ríkissaksóknari Washington fylkis, hefur sagt að hann hyggist kæra Trump fyrir tilskipunina og segir hana ekki vera í samræmi við stjórnarskrá landsins.Fylgja eða fara Sean Spicer, upplýsingafulltrúi Hvíta hússins, hefur varið tilskipunina. Á blaðamannafundi gaf hann lítið fyrir fréttir af því að tilskipunin hafi skapað ringulreið á flugvöllum landsins. „Á einum sólarhring hafa 325 þúsund manns komið til landsins og við erum að tala um 109 manns frá þessum sjö löndum,“ sagði Spicer og sagði jafnframt tilskipunin væri byggð á stefnu Obamastjórnarinnar. „Og þessir embættismenn hafa eitthvað á móti því? Mér finnst að þeir ættu að fylgja áætluninni eða þeir geta farið.“Einangra vinaþjóðir Í uppkasti af yfirlýsingu embættismannanna, sem BBC hefur undir höndum, segir að takmarkanir á innflytjendum muni ekki auka öryggi Bandaríkjana og muni þess þó heldur senda röng skilaboð til múslimalanda og einangara þau lönd sem geta veitt liðsauka í baráttunni gegn hryðjuverkum. Þar segir einnig að flestar hryðjuverkaárásir í Bandaríkjunum hafa verið framdar af bandarískum ríkisborgurum. „Afleiðing þessa banns mun ekki vera færri hryðjuverka árásir í Bandaríkjunum, heldur mun velvild alþjóðasamfélagsins gagnvart Bandaríkjamönnum minnka og ógna efnahag okkar,“ segir í uppkastinu. Í yfirlýsingu sem Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, sendi frá sér í dag gagnrýnir hann nýlega tilskipun Trump og segir að verið sé á mismuna einstaklingum á grunni trúar. „Bandarísk gildi eru í húfi,“ segir Obama.Í frétt Washington Post er haft eftir Kevin Lewis, talsmanni Obama, að forsetinn álíti mótmælin, sem nú eiga sér stað víðs vegar um landið, vera uppörvandi. Þá hafnaði hann jafnframt að tilskipun Trump hafi verið byggð á stefnu Obamastjórnarinnar.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump þvertekur fyrir að tilskipun hans hafi valdið ringulreið á flugvöllum Segir að bilun í kerfi flugfélagsins Delta og mótmælendur hafi skapað ástandið. 30. janúar 2017 15:11 Hvaðan fær Trump valdið til að setja forsetatilskipanir? Eitt af því sem fylgir því að vera forseti Bandaríkjanna er að geta sett tilskipanir sem ríkisstjórnin og ríkisstofnanir vinna eftir. 30. janúar 2017 14:00 Íslenskum ríkisborgara meinað að fara til Bandaríkjanna Meisam Rafiei, íslenskum ríkisborgara, var meinað að fara til Bandaríkjanna í gær vegna þess að hann er fæddur í Íran. 30. janúar 2017 19:32 Obama styður mótmælin gegn Trump: „Bandarísk gildi eru í húfi“ Barack Obama hefur sent frá sér sína fyrstu yfirlýsingu frá því að hann lét af embætti forseta Bandaríkjanna. 30. janúar 2017 20:02 Íslenskir þingmenn fordæma tilskipun Bandaríkjaforseta Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra Íslands, mun koma áleiðis skýrum skilaboðum stjórnvalda sem fordæma tilskipun forseta Bandaríkjanna sem bannar ríkisborgurum sjö þjóða að koma til landsins. 30. janúar 2017 05:00 Starbucks svarar Trump og ætlar að ráða þúsundir flóttamanna Starbucks segist ætla að leggja sig fram um að "bjóða velkomna og veita þeim sem flýja stríð, ofbeldi og ofsóknir tækifæri.“ 30. janúar 2017 11:30 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjá meira
Trump þvertekur fyrir að tilskipun hans hafi valdið ringulreið á flugvöllum Segir að bilun í kerfi flugfélagsins Delta og mótmælendur hafi skapað ástandið. 30. janúar 2017 15:11
Hvaðan fær Trump valdið til að setja forsetatilskipanir? Eitt af því sem fylgir því að vera forseti Bandaríkjanna er að geta sett tilskipanir sem ríkisstjórnin og ríkisstofnanir vinna eftir. 30. janúar 2017 14:00
Íslenskum ríkisborgara meinað að fara til Bandaríkjanna Meisam Rafiei, íslenskum ríkisborgara, var meinað að fara til Bandaríkjanna í gær vegna þess að hann er fæddur í Íran. 30. janúar 2017 19:32
Obama styður mótmælin gegn Trump: „Bandarísk gildi eru í húfi“ Barack Obama hefur sent frá sér sína fyrstu yfirlýsingu frá því að hann lét af embætti forseta Bandaríkjanna. 30. janúar 2017 20:02
Íslenskir þingmenn fordæma tilskipun Bandaríkjaforseta Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra Íslands, mun koma áleiðis skýrum skilaboðum stjórnvalda sem fordæma tilskipun forseta Bandaríkjanna sem bannar ríkisborgurum sjö þjóða að koma til landsins. 30. janúar 2017 05:00
Starbucks svarar Trump og ætlar að ráða þúsundir flóttamanna Starbucks segist ætla að leggja sig fram um að "bjóða velkomna og veita þeim sem flýja stríð, ofbeldi og ofsóknir tækifæri.“ 30. janúar 2017 11:30