Forsætisráðherra Íslands segir tilskipun Bandaríkjaforseta dapurlega Hulda Hólmkelsdóttir og Jóhann K. Jóhannsson skrifa 30. janúar 2017 18:42 Tilskipun Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, um að banna komu allra ríkisborgara frá Írak, Íran, Líbýu, Sómalíu, Sýrlands, Súdan og Jemen, til Bandaríkjanna hefur vakið hörð viðbrögð. Meðal annars hafa dvalar- og atvinnuleyfi þeirra sem þegar höfðu varanlega áritun, verið afturkölluð. Tilskipunin olli nær þegar í stað usla á mörgum flugvöllum í Bandaríkjunum og mótmælt hefur verið víða um landið. Donald Trump vísaði því á bug í dag að tilskipun hans hafi valdið ringulreið á flugvöllum og sagði þau vandamál sem komið hefðu upp hefðu meðal annars verið vegna bilunar í kerfis flugfélagsins Delta. Í opinberri heimsókn Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, til Bandaríkjanna í síðustu viku bauð hún Bandaríkjaforseta í opinbera heimsókn til Bretlands. Nú hafa hins vegar Bretar risið upp á afturlappirnar, en meira en ein milljón manns hafa skrifað undir beiðni þess efnis að yfirvöld hætti við að bjóða Donald Trump til landsins. Stjórnvöld víða um heim hafa fordæmt tilskipun Bandaríkjaforseta. Borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins hefur borist ein ábending um fyrirhugaða ferð eins íslendings með tvöfalt ríkisfangs til Bandaríkjana. Sú ferð gæti fallið undir tilskipun Bandaríkjaforseta. Ráðuneytið er að afla upplýsinga um framkvæmd tilskipunarinnar og hvort umræddum einstaklingi kunni að vera vísað frá Bandaríkjunum. Utanríkisnefnd Alþingis hefur óskað eftir fundi með Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra vegna málsins á fimmtudag en íslenskir þingmenn og ráðherrar hafa fordæmt tilskipun Bandaríkjaforseta.Efast um að tilskipunin skili árangri Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra Íslands, segir tilskipunina dapurlega. „Mér finnst þessi tilskipun sem forsetinn hefur gefið út vera dapurleg, gefa dapurlegt vitni þeirri stefnu sem hann vill taka í þessu máli. Þetta er algjörlega ný stefna sem við höfum ekki áður mátt kynnast hjá Bandaríkjamönnum og er þveröfug við það sem við Íslendingar erum að gera á sama tíma,“ segir Bjarni. „Ég hef efasemdir um að þetta sé líklegt til að skila árangri í baráttunni gegn hryðjuverkum sem að þjóðir vilja starfa saman að að hindra. Sömuleiðis hlýtur maður að fordæma það að fólk af ákveðnum trúarbrögðum, af ákveðnum uppruna sé allt sett á sömu hilluna þegar kemur að reglum sem Bandaríkjamenn vilja setja sér í þessum efnum. Mér finnst þessi tilskipun miklu frekar lýsa uppgjöf heldur en því að menn séu að taka stjórn á ástandinu.“ Bjarni segir að íslensk stjórnvöld komi til með að koma sínum sjónarmiðum á framfæri við bandarísk stjórnvöld. „Við lítum þannig á að það sé sameiginlegt hlutverk þjóða að vinna að leiðum til að berjast gegn ógninni sem okkur stafar af hryðjuverkum. Við höfum því miður mörg tiltölulega nýleg dæmi þess, jafnvel í nágrannalöndum okkar, að hryðjuverk eiga sér stað og það er engin spurning um að sú ógn er vaxandi í Evrópu og víðar í heiminum en það er samstarf sem skiptir mestu þar, upplýsingaskipti og þar fram eftir götunum, en ekki einangrun og að loka sig af og að flokka fólk eftir trúarbrögðum eða uppruna.“ Donald Trump Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Sjá meira
Tilskipun Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, um að banna komu allra ríkisborgara frá Írak, Íran, Líbýu, Sómalíu, Sýrlands, Súdan og Jemen, til Bandaríkjanna hefur vakið hörð viðbrögð. Meðal annars hafa dvalar- og atvinnuleyfi þeirra sem þegar höfðu varanlega áritun, verið afturkölluð. Tilskipunin olli nær þegar í stað usla á mörgum flugvöllum í Bandaríkjunum og mótmælt hefur verið víða um landið. Donald Trump vísaði því á bug í dag að tilskipun hans hafi valdið ringulreið á flugvöllum og sagði þau vandamál sem komið hefðu upp hefðu meðal annars verið vegna bilunar í kerfis flugfélagsins Delta. Í opinberri heimsókn Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, til Bandaríkjanna í síðustu viku bauð hún Bandaríkjaforseta í opinbera heimsókn til Bretlands. Nú hafa hins vegar Bretar risið upp á afturlappirnar, en meira en ein milljón manns hafa skrifað undir beiðni þess efnis að yfirvöld hætti við að bjóða Donald Trump til landsins. Stjórnvöld víða um heim hafa fordæmt tilskipun Bandaríkjaforseta. Borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins hefur borist ein ábending um fyrirhugaða ferð eins íslendings með tvöfalt ríkisfangs til Bandaríkjana. Sú ferð gæti fallið undir tilskipun Bandaríkjaforseta. Ráðuneytið er að afla upplýsinga um framkvæmd tilskipunarinnar og hvort umræddum einstaklingi kunni að vera vísað frá Bandaríkjunum. Utanríkisnefnd Alþingis hefur óskað eftir fundi með Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra vegna málsins á fimmtudag en íslenskir þingmenn og ráðherrar hafa fordæmt tilskipun Bandaríkjaforseta.Efast um að tilskipunin skili árangri Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra Íslands, segir tilskipunina dapurlega. „Mér finnst þessi tilskipun sem forsetinn hefur gefið út vera dapurleg, gefa dapurlegt vitni þeirri stefnu sem hann vill taka í þessu máli. Þetta er algjörlega ný stefna sem við höfum ekki áður mátt kynnast hjá Bandaríkjamönnum og er þveröfug við það sem við Íslendingar erum að gera á sama tíma,“ segir Bjarni. „Ég hef efasemdir um að þetta sé líklegt til að skila árangri í baráttunni gegn hryðjuverkum sem að þjóðir vilja starfa saman að að hindra. Sömuleiðis hlýtur maður að fordæma það að fólk af ákveðnum trúarbrögðum, af ákveðnum uppruna sé allt sett á sömu hilluna þegar kemur að reglum sem Bandaríkjamenn vilja setja sér í þessum efnum. Mér finnst þessi tilskipun miklu frekar lýsa uppgjöf heldur en því að menn séu að taka stjórn á ástandinu.“ Bjarni segir að íslensk stjórnvöld komi til með að koma sínum sjónarmiðum á framfæri við bandarísk stjórnvöld. „Við lítum þannig á að það sé sameiginlegt hlutverk þjóða að vinna að leiðum til að berjast gegn ógninni sem okkur stafar af hryðjuverkum. Við höfum því miður mörg tiltölulega nýleg dæmi þess, jafnvel í nágrannalöndum okkar, að hryðjuverk eiga sér stað og það er engin spurning um að sú ógn er vaxandi í Evrópu og víðar í heiminum en það er samstarf sem skiptir mestu þar, upplýsingaskipti og þar fram eftir götunum, en ekki einangrun og að loka sig af og að flokka fólk eftir trúarbrögðum eða uppruna.“
Donald Trump Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Sjá meira