Lífið

Segir að einkaþjálfun hjá Arnari Grant hafi læst hann inni í herbergi á Patreksfirði

Stefán Árni Pálsson skrifar
Skemmtilega saga.
Skemmtilega saga.
„Harðsperrur urðu þess valdandi að ég læstist inni.“ Svona byrjar óborganlega saga sem Jóhann Alfreð Kristinsson sagði í þættinum Satt eða Logið á Stöð 2 í gærkvöldi.

Þar lýsti hann ákveðnu atviki sem átti sér stað á Patreksfirði.

„Ég var nýbyrjaður í einkaþjálfun hjá Arnari Grant og við vorum tiltárlega nýbúnir að taka efri hluta líkamans. Ég var með Ara Eldjárni í einkaþjálfun á þessum tíma, þetta var fyrir nokkrum árum. Ég hafði aldrei áður farið til einkaþjálfara og hann tók svo svakalega á höndunum á mér að tveimur dögum seinna var ég staddur á gistiheimili á Patreksfirði. Ég var þá búinn að læsa mig inni á herbergi og hurðin var svo stíf að ég komst ekki út úr því.“

Jóhann sagðist hafa verið á heimildarmyndahátíðinni Skjaldborg á þeim tíma en hér að neðan má sjá hvort sagan sé sönn eða lygi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×