Hólmfríður ristarbrotin og EM í hættu: „Þetta er mikill skellur“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 30. janúar 2017 13:00 Hólmfríður Magnúsdóttir gæti misst af EM í sumar. vísir/anton brink Hólmfríður Magnúsdóttir, landsliðskona Íslands í fótbolta, er fótbrotin og verður því frá keppni næstu mánuði. Óvíst er hversu lengi hún verður frá en hún gæti misst af Evrópumótinu í Hollandi í júlí. „Ég var bara að koma úr myndatöku. Ég er búin að vera með álagsverki í ristinni í svolítinn tíma og svo á laugardaginn small eitthvað. Það sem kom út úr myndatökunni er að það er brot og ég fer í aðgerð á fimmtudaginn. Það þarf að skrúfa þetta,“ segir Hólmfríður við Vísi. Hólmfríður segist hafa fundið fyrir meiðslunum síðustu tvær vikurnar á æfingum hjá norska liðinu Avaldsnes. Hún fór í myndatöku í byrjun janúar þar sem kom í ljós að um álagsmeiðsli var að ræða. „Ég vissi um leið og þetta small á laugardaginn að þetta var brot,“ segir Hólmfríður. Læknirinn gaf henni þrjá möguleika; að prófa að keyra á þetta og vera skynsöm, að hvíla eða fara í aðgerð. „Ég valdi möguleika eitt en nú þarf ég að velja möguleika þrjú,“ segir Hólmfríður og vísar til aðgerðarinnar, en hversu lengi er talið að hún verði frá? „Ég verð allavega sex vikur í gifsi og svo sex vikur að koma mér af stað þannig ég veit ekki alveg. Þetta verða nokkrir mánuðir þar sem það þarf að skrúfa þetta.“ Hólmfríður er í 100 leikja klúbbnum hjá Íslandi en hún á að baki 110 landsleiki og 37 mörk. Hún spilaði alla þrjá leiki Íslands á EM 2009 og alla þrjá leikina í riðlinum á EM 2013 en var í leikbanni í átta liða úrslitunum. Hún hefur verið fastamaður í byrjunarliði Íslands í áratug og lykilmaður í íslenska liðinu. Hún er komin aftur heim til Íslands en Hólmfríður samdi við uppeldisfélag sitt KR síðasta haust. Ljóst er að hún verður ekki klár þegar Pepsi-deild kvenna fer af stað í lok apríl. „Auðvitað hugsaði ég strax um EM þegar þetta gerðist. Mér var búið að ganga svo vel þrátt fyrir álagsmeiðslin að ég var búin að fá grænt ljós á að spila 60 mínútur í næsta leik í Reykjavíkurmótinu. Ég var farin að hlakka til að spila fyrir KR aftur,“ segir Hólmfríður sem tekst nú á við mikið og erfitt verkefni til að vera klár fyrir KR og Ísland í sumar. „Þetta er bara verkefni sem ég þarf að klára og er mikil áskorun fyrir mig. Ég mun taka á þessu og fæ fullan stuðning úr öllum áttum,“ segir Hólmfríður Magnúsdóttir. EM 2017 í Hollandi Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Hólmfríður Magnúsdóttir, landsliðskona Íslands í fótbolta, er fótbrotin og verður því frá keppni næstu mánuði. Óvíst er hversu lengi hún verður frá en hún gæti misst af Evrópumótinu í Hollandi í júlí. „Ég var bara að koma úr myndatöku. Ég er búin að vera með álagsverki í ristinni í svolítinn tíma og svo á laugardaginn small eitthvað. Það sem kom út úr myndatökunni er að það er brot og ég fer í aðgerð á fimmtudaginn. Það þarf að skrúfa þetta,“ segir Hólmfríður við Vísi. Hólmfríður segist hafa fundið fyrir meiðslunum síðustu tvær vikurnar á æfingum hjá norska liðinu Avaldsnes. Hún fór í myndatöku í byrjun janúar þar sem kom í ljós að um álagsmeiðsli var að ræða. „Ég vissi um leið og þetta small á laugardaginn að þetta var brot,“ segir Hólmfríður. Læknirinn gaf henni þrjá möguleika; að prófa að keyra á þetta og vera skynsöm, að hvíla eða fara í aðgerð. „Ég valdi möguleika eitt en nú þarf ég að velja möguleika þrjú,“ segir Hólmfríður og vísar til aðgerðarinnar, en hversu lengi er talið að hún verði frá? „Ég verð allavega sex vikur í gifsi og svo sex vikur að koma mér af stað þannig ég veit ekki alveg. Þetta verða nokkrir mánuðir þar sem það þarf að skrúfa þetta.“ Hólmfríður er í 100 leikja klúbbnum hjá Íslandi en hún á að baki 110 landsleiki og 37 mörk. Hún spilaði alla þrjá leiki Íslands á EM 2009 og alla þrjá leikina í riðlinum á EM 2013 en var í leikbanni í átta liða úrslitunum. Hún hefur verið fastamaður í byrjunarliði Íslands í áratug og lykilmaður í íslenska liðinu. Hún er komin aftur heim til Íslands en Hólmfríður samdi við uppeldisfélag sitt KR síðasta haust. Ljóst er að hún verður ekki klár þegar Pepsi-deild kvenna fer af stað í lok apríl. „Auðvitað hugsaði ég strax um EM þegar þetta gerðist. Mér var búið að ganga svo vel þrátt fyrir álagsmeiðslin að ég var búin að fá grænt ljós á að spila 60 mínútur í næsta leik í Reykjavíkurmótinu. Ég var farin að hlakka til að spila fyrir KR aftur,“ segir Hólmfríður sem tekst nú á við mikið og erfitt verkefni til að vera klár fyrir KR og Ísland í sumar. „Þetta er bara verkefni sem ég þarf að klára og er mikil áskorun fyrir mig. Ég mun taka á þessu og fæ fullan stuðning úr öllum áttum,“ segir Hólmfríður Magnúsdóttir.
EM 2017 í Hollandi Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira