Lögreglan telur sig vita hvernig Birnu var ráðinn bani Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. janúar 2017 10:20 Frá blaðamannafundi lögreglunnar þegar tilkynnt var um að lík Birnu hefði fundist. Grímur Grímsson fer fyrir rannsókn málsins. Vísir/Anton Brink Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn lögreglu í máli Birnu Brjánsdóttur, segist eiga von á því að skipverjarnir tveir af Polar Nanoq, sem sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um að bera ábyrgð á dauða Birnu, verði yfirheyrðir á morgun frekar en í dag. Lögreglan telur sig vita hvernig Birnu var ráðinn bani en lík hennar fannst við Selvogsvita þann 22. janúar síðastliðinn. Grímur segir fátt nýtt hafa komið fram í rannsókninni um helgina. Þannig sé lögreglan engu nær um ferðir rauða Kia Rio-bílsins á milli klukkan 7 og 11:30 laugardaginn 14. janúar en Birna hvarf þá um nóttina.Sjá einnig: Telja að bílnum hafi verið ekið allt að 150 kílómetra um morguninn Þá segir Grímur að ekki liggi fyrir hvar lík Birnu hefur verið sett í sjó. Fram kom fyrir helgi að lögreglan hafi þó ákveðnar hugmyndir um það en Grímur vill ekki tjá sig frekar um það. Lögreglan hefur ekki viljað gefa upp dánarorsök Birnu en hefur þó staðfest að réttarmeinafræðileg rannsókn hafi leitt í ljós að henni hafi verið ráðinn bani. Grímur segir að lögreglan telji sig nú vita hvernig Birnu var ráðinn bani en hann vill ekki fara nánar út í það, til að mynda hvort að vopni hafi verið beitt. Aðspurður segir hann að endanleg krufninsskýrsla liggi í fyrsta lagi fyrir í dag en það geti þó verið síðar. Þá hefur lögreglan ekki fengið niðurstöður úr rannsóknum á lífsýnum sem send voru út til rannsóknar en meðal annars var um að ræða lífsýni sem tekin voru úr Polar Nanoq. Gæsluvarðhald yfir skipverjunum tveimur rennur út á fimmtudag. Grímur segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um áframhaldandi gæsluvarðhald en það verði gert þegar nær dregur síðar í vikunni. Mennirnir voru úrskurðaðir í varðhald þann 19. janúar og hafa setið í einangrun síðan. Þeir neita báðir sök. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Útför Birnu fer fram á föstudaginn Útförin verður frá Hallgrímskirkju og hefst klukkan 15. 30. janúar 2017 10:03 Endurtekið hvött til að leggja aftur fram kæru á hendur skipverjanum fyrir kynferðisbrot Grænlensk kona á þrítugsaldri segir mál Birnu Brjánsdóttur hafa haft mikil áhrif á sig. 30. janúar 2017 09:30 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn lögreglu í máli Birnu Brjánsdóttur, segist eiga von á því að skipverjarnir tveir af Polar Nanoq, sem sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um að bera ábyrgð á dauða Birnu, verði yfirheyrðir á morgun frekar en í dag. Lögreglan telur sig vita hvernig Birnu var ráðinn bani en lík hennar fannst við Selvogsvita þann 22. janúar síðastliðinn. Grímur segir fátt nýtt hafa komið fram í rannsókninni um helgina. Þannig sé lögreglan engu nær um ferðir rauða Kia Rio-bílsins á milli klukkan 7 og 11:30 laugardaginn 14. janúar en Birna hvarf þá um nóttina.Sjá einnig: Telja að bílnum hafi verið ekið allt að 150 kílómetra um morguninn Þá segir Grímur að ekki liggi fyrir hvar lík Birnu hefur verið sett í sjó. Fram kom fyrir helgi að lögreglan hafi þó ákveðnar hugmyndir um það en Grímur vill ekki tjá sig frekar um það. Lögreglan hefur ekki viljað gefa upp dánarorsök Birnu en hefur þó staðfest að réttarmeinafræðileg rannsókn hafi leitt í ljós að henni hafi verið ráðinn bani. Grímur segir að lögreglan telji sig nú vita hvernig Birnu var ráðinn bani en hann vill ekki fara nánar út í það, til að mynda hvort að vopni hafi verið beitt. Aðspurður segir hann að endanleg krufninsskýrsla liggi í fyrsta lagi fyrir í dag en það geti þó verið síðar. Þá hefur lögreglan ekki fengið niðurstöður úr rannsóknum á lífsýnum sem send voru út til rannsóknar en meðal annars var um að ræða lífsýni sem tekin voru úr Polar Nanoq. Gæsluvarðhald yfir skipverjunum tveimur rennur út á fimmtudag. Grímur segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um áframhaldandi gæsluvarðhald en það verði gert þegar nær dregur síðar í vikunni. Mennirnir voru úrskurðaðir í varðhald þann 19. janúar og hafa setið í einangrun síðan. Þeir neita báðir sök.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Útför Birnu fer fram á föstudaginn Útförin verður frá Hallgrímskirkju og hefst klukkan 15. 30. janúar 2017 10:03 Endurtekið hvött til að leggja aftur fram kæru á hendur skipverjanum fyrir kynferðisbrot Grænlensk kona á þrítugsaldri segir mál Birnu Brjánsdóttur hafa haft mikil áhrif á sig. 30. janúar 2017 09:30 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Útför Birnu fer fram á föstudaginn Útförin verður frá Hallgrímskirkju og hefst klukkan 15. 30. janúar 2017 10:03
Endurtekið hvött til að leggja aftur fram kæru á hendur skipverjanum fyrir kynferðisbrot Grænlensk kona á þrítugsaldri segir mál Birnu Brjánsdóttur hafa haft mikil áhrif á sig. 30. janúar 2017 09:30