Íslenskir þingmenn fordæma tilskipun Bandaríkjaforseta Sveinn Arnarsson skrifar 30. janúar 2017 05:00 Tilskipun Trumps hefur verið harðlega gagnrýnd um allan heim. vísir/epa Stjórnmálaleiðtogar vítt og breitt um heiminn hafa fordæmt umdeilda tilskipun Bandaríkjaforseta um að loka landamærum tímabundið fyrir ríkisborgurum sjö þjóða. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir íslensk stjórnvöld ætla að senda skýr skilaboð og mun hann kalla forsvarsmenn bandarískra stjórnvalda á sinn fund. „Þetta er eitthvað sem veldur okkur miklum áhyggjum. Við munum koma þeim skilaboðum skýrt til bandarískra stjórnvalda á næstu dögum,“ segir Guðlaugur Þór. „Það er að teiknast upp mun ógeðslegri mynd, strax á fyrstu dögum hans í embætti, en maður gat í raun ímyndað sér í fyrstu,“ segir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, um Donald Trump Bandaríkjaforseta. „Þessi embættisverk geta verið vatn á myllu öfgasamtaka og því þurfum við að vera samstíga um sterk skilaboð frá okkur. Svona vinnubrögðum eigum við að mótmæla kröftuglega.“ Ringulreið skapaðist á flugvöllum vestanhafs í fyrrakvöld, eftir að tilskipun Bandaríkjaforseta tók gildi. Landamærum ríkisins hefur verið lokað tímabundið fyrir ríkisborgurum Jemens, Sýrlands, Sómalíu, Súdans, Íraks, Írans og Líbíu. Tilskipun forsetans nær einnig til þeirra sem þegar hafa fengið vegabréfsáritun. Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir tilskipun Bandaríkjaforseta ömurlega. „Við eigum að fordæma þessa hegðun. Utanríkisráðherra hefur tekið málið föstum tökum. Við munum vinna áfram að málinu í vikunni og skýra afstöðu okkar,“ segir Benedikt. „Það er mikilvægt að íslensk stjórnvöld sendi frá sér harða gagnrýni á þetta framferði. Stjórnvöld um nær allan hinn vestræna heim hafa risið upp og fordæmt þessa hegðun. Við eigum að senda skýr skilaboð,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata. Hollande Frakklandsforseti sem og Theresa May, forsætisráðherra Breta, gagnrýndu Trump í gær. Sigurður Ingi Jóhannsson, fyrrverandi forsætisráðherra, segir tilskipun Trumps hreina og beina mannvonsku. „Þetta er niðurlægjandi fyrir alla aðila og ekki síst hann sjálfan. Á meðan munum við taka á móti sýrlensku flóttafólki sem hreint andsvar við stefnu Bandaríkjaforseta,“ segir Sigurður Ingi.Sér ekki mun á ISIS og Trump „Þetta er rasismi og við eigum ekki að vingast við svona fólk,“ segir Salmann Tamimi, formaður Félags múslima hér á landi. „Ég minni á að Hitler var kosinn í lýðræðislegum kosningum og þetta er sama hugmyndafræði, að sundra þjóðum og skipta fólki í tvo hópa, hverju á móti öðru.“ Salmann segist ekki lengur sjá mun á Trump og ISIS. Hann segir vinnubrögð Trumps heimsku sem muni koma Bandaríkjunum illa þegar fram í sækir. „Trump vill nú amerískt land fyrir Ameríkana, þetta er sama djöfulsins ruglið og í ISIS. Þetta er sorglegt, við lifum á 21. öldinni en samt lifum við tíma þar sem skipting heimsbyggðarinnar hefur aldrei verið meiri,“ bætir Salmann við.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira
Stjórnmálaleiðtogar vítt og breitt um heiminn hafa fordæmt umdeilda tilskipun Bandaríkjaforseta um að loka landamærum tímabundið fyrir ríkisborgurum sjö þjóða. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir íslensk stjórnvöld ætla að senda skýr skilaboð og mun hann kalla forsvarsmenn bandarískra stjórnvalda á sinn fund. „Þetta er eitthvað sem veldur okkur miklum áhyggjum. Við munum koma þeim skilaboðum skýrt til bandarískra stjórnvalda á næstu dögum,“ segir Guðlaugur Þór. „Það er að teiknast upp mun ógeðslegri mynd, strax á fyrstu dögum hans í embætti, en maður gat í raun ímyndað sér í fyrstu,“ segir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, um Donald Trump Bandaríkjaforseta. „Þessi embættisverk geta verið vatn á myllu öfgasamtaka og því þurfum við að vera samstíga um sterk skilaboð frá okkur. Svona vinnubrögðum eigum við að mótmæla kröftuglega.“ Ringulreið skapaðist á flugvöllum vestanhafs í fyrrakvöld, eftir að tilskipun Bandaríkjaforseta tók gildi. Landamærum ríkisins hefur verið lokað tímabundið fyrir ríkisborgurum Jemens, Sýrlands, Sómalíu, Súdans, Íraks, Írans og Líbíu. Tilskipun forsetans nær einnig til þeirra sem þegar hafa fengið vegabréfsáritun. Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir tilskipun Bandaríkjaforseta ömurlega. „Við eigum að fordæma þessa hegðun. Utanríkisráðherra hefur tekið málið föstum tökum. Við munum vinna áfram að málinu í vikunni og skýra afstöðu okkar,“ segir Benedikt. „Það er mikilvægt að íslensk stjórnvöld sendi frá sér harða gagnrýni á þetta framferði. Stjórnvöld um nær allan hinn vestræna heim hafa risið upp og fordæmt þessa hegðun. Við eigum að senda skýr skilaboð,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata. Hollande Frakklandsforseti sem og Theresa May, forsætisráðherra Breta, gagnrýndu Trump í gær. Sigurður Ingi Jóhannsson, fyrrverandi forsætisráðherra, segir tilskipun Trumps hreina og beina mannvonsku. „Þetta er niðurlægjandi fyrir alla aðila og ekki síst hann sjálfan. Á meðan munum við taka á móti sýrlensku flóttafólki sem hreint andsvar við stefnu Bandaríkjaforseta,“ segir Sigurður Ingi.Sér ekki mun á ISIS og Trump „Þetta er rasismi og við eigum ekki að vingast við svona fólk,“ segir Salmann Tamimi, formaður Félags múslima hér á landi. „Ég minni á að Hitler var kosinn í lýðræðislegum kosningum og þetta er sama hugmyndafræði, að sundra þjóðum og skipta fólki í tvo hópa, hverju á móti öðru.“ Salmann segist ekki lengur sjá mun á Trump og ISIS. Hann segir vinnubrögð Trumps heimsku sem muni koma Bandaríkjunum illa þegar fram í sækir. „Trump vill nú amerískt land fyrir Ameríkana, þetta er sama djöfulsins ruglið og í ISIS. Þetta er sorglegt, við lifum á 21. öldinni en samt lifum við tíma þar sem skipting heimsbyggðarinnar hefur aldrei verið meiri,“ bætir Salmann við.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira