Trump sagði Pútín að kjarnorkusamningur ríkjanna væri slæmur fyrir Bandaríkin Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. febrúar 2017 23:06 Trump ræddi við Pútín í síma í seinasta mánuði. vísir/getty Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sagði í sínu fyrsta símtali við Vladimir Pútín, Rússlandsforseta, að kjarnorkusamningur sem ríkin gerðu með sér árið 2010 væri enn einn slæmi samningurinn sem forveri hans í embætti, Barack Obama, hefði gert og að hann væri ekki Bandaríkjunum í hag. Reuters greinir frá þessu og hefur eftir heimildamönnum sínum innan bandaríska stjórnkerfisins. Samningurinn kveður á um að bæði Bandaríkin og Rússland skuldbinda sig til að minnka þann fjölda kjarnorkuvopna sem þjóðirnar hafa til umráða. Þegar Pútín minntist á möguleikann á að framlengja samninginn í símtalinu við Trump þurfti hann að gera hlé á samtalinu til að spyrja ráðgjafa sína um hvaða samning Rússlandsforseti væri að tala. Þegar hann hafði svo fengið það á hreint sagði hann að þetta væri slæmur samningur fyrir Bandaríkin en væri hins vegar Rússum í hag. Þá talaði Trump líka um vinsældir sínar við Pútín. Símtalið varði í um klukkustund í síðasta mánuði. Sean Spicer, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, sagði þá að um einkasamtal á milli forsetanna hefði verið að ræða og að hann vildi ekki fara nánar út í það. Í kosningabaráttu sinni minntist Trump einu sinni á samninginn. Hann hélt því þá ranglega fram að hann fæli það í sér að Rússar gætu haldið áfram að framleiða kjarnavopn á meðan Bandaríkin mættu það ekki. Jeanne Shaheen, öldungadeildarþingmaður Demókrata og nefndarmaður í utanríkismálanefnd öldungadeildar, segir það grafalvarlegt ef forseti Bandaríkjanna viti ekki hvað felist í samningi ríkjanna varðandi kjarnavopn. „Samningurinn hefur án efa gert landið okkar öruggara en það er skoðun þjóðaröryggissérfræðinga bæði í Rússlandi og Bandaríkjunum,“ sagði Shaheen í yfirlýsingu. Donald Trump Tengdar fréttir Trump ver Pútín: „Heldur þú að landið okkar sé svona saklaust?“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ver Vladimír Pútín, í nýlegu viðtali, gegn ásökunum um morð sem framin hafa verið af rússneskum stjórnvöldum. 5. febrúar 2017 18:06 Putin vill að Fox biðjist afsökunar Bill O'Reilly kallaði forsetann "morðingja“ í samtali við Donald Trump og segist ekki ætla að biðjast afsökunar, fyrr en mögulega árið 2013. 7. febrúar 2017 12:00 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Sjá meira
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sagði í sínu fyrsta símtali við Vladimir Pútín, Rússlandsforseta, að kjarnorkusamningur sem ríkin gerðu með sér árið 2010 væri enn einn slæmi samningurinn sem forveri hans í embætti, Barack Obama, hefði gert og að hann væri ekki Bandaríkjunum í hag. Reuters greinir frá þessu og hefur eftir heimildamönnum sínum innan bandaríska stjórnkerfisins. Samningurinn kveður á um að bæði Bandaríkin og Rússland skuldbinda sig til að minnka þann fjölda kjarnorkuvopna sem þjóðirnar hafa til umráða. Þegar Pútín minntist á möguleikann á að framlengja samninginn í símtalinu við Trump þurfti hann að gera hlé á samtalinu til að spyrja ráðgjafa sína um hvaða samning Rússlandsforseti væri að tala. Þegar hann hafði svo fengið það á hreint sagði hann að þetta væri slæmur samningur fyrir Bandaríkin en væri hins vegar Rússum í hag. Þá talaði Trump líka um vinsældir sínar við Pútín. Símtalið varði í um klukkustund í síðasta mánuði. Sean Spicer, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, sagði þá að um einkasamtal á milli forsetanna hefði verið að ræða og að hann vildi ekki fara nánar út í það. Í kosningabaráttu sinni minntist Trump einu sinni á samninginn. Hann hélt því þá ranglega fram að hann fæli það í sér að Rússar gætu haldið áfram að framleiða kjarnavopn á meðan Bandaríkin mættu það ekki. Jeanne Shaheen, öldungadeildarþingmaður Demókrata og nefndarmaður í utanríkismálanefnd öldungadeildar, segir það grafalvarlegt ef forseti Bandaríkjanna viti ekki hvað felist í samningi ríkjanna varðandi kjarnavopn. „Samningurinn hefur án efa gert landið okkar öruggara en það er skoðun þjóðaröryggissérfræðinga bæði í Rússlandi og Bandaríkjunum,“ sagði Shaheen í yfirlýsingu.
Donald Trump Tengdar fréttir Trump ver Pútín: „Heldur þú að landið okkar sé svona saklaust?“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ver Vladimír Pútín, í nýlegu viðtali, gegn ásökunum um morð sem framin hafa verið af rússneskum stjórnvöldum. 5. febrúar 2017 18:06 Putin vill að Fox biðjist afsökunar Bill O'Reilly kallaði forsetann "morðingja“ í samtali við Donald Trump og segist ekki ætla að biðjast afsökunar, fyrr en mögulega árið 2013. 7. febrúar 2017 12:00 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Sjá meira
Trump ver Pútín: „Heldur þú að landið okkar sé svona saklaust?“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ver Vladimír Pútín, í nýlegu viðtali, gegn ásökunum um morð sem framin hafa verið af rússneskum stjórnvöldum. 5. febrúar 2017 18:06
Putin vill að Fox biðjist afsökunar Bill O'Reilly kallaði forsetann "morðingja“ í samtali við Donald Trump og segist ekki ætla að biðjast afsökunar, fyrr en mögulega árið 2013. 7. febrúar 2017 12:00