Hörður fékk fjölmiðlaverðlaun KSÍ Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. febrúar 2017 13:47 Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, og Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri, með Herði. Mynd/KSÍ Hörður Magnússon, íþróttafréttamaður hjá 365, fékk í dag fjömiðlaverðlaun Knattspyrnusambands Íslands. Í umsögn KSÍ segir að Hörður hafi um árabil flutt fréttir af knattspyrnu og lýst fjölda leikja í beinni útsendingu. Þá hefur hann undanfarin ár stýrt markaþætti deildarinnar, Pepsi-mörkunum á Stöð 2 Sport, sem hefur skipað sér sess sem ómissandi hluti af umfjöllun fjölmiðla um íslenska knattspyrnu. „Á undanförnum árum hefur umfang og fagmennska í kringum beinar útsendingar og markaþætti stóraukist og hefur Hörður átt stóran þátt í að auka veg og vanda fótboltans með óeigingjarnri vinnu sinni hjá 365-miðlum,“ segir í tilkynningu KSÍ sem má lesa alla í heild sinni hér fyrir neðan. Sjónvarp Símans fékk einnig fjölmiðlaverðlaun frá KSÍ fyrir umfjöllun sína um úrslitakeppni EM í Frakklandi í sumar og þá fékk Tólfan jafnréttisverðlaun sambandsins.Mynd/KSÍMynd/KSÍ„Fjölmiðlaverðlaun KSÍ 2016Hörður Magnússon Hörður Magnússon hefur um áralangt skeið flutt fréttir sem tengjast knattspyrnu sem og lýst ógrynni leikja í beinni útsendingu og séð um markaþætti úr fótboltanum. Á undanförnum árum hefur umfang og fagmennska í kringum beinar útsendingar og markaþætti stóraukist og hefur Hörður átt stóran þátt í að auka veg og vanda fótboltans með óeigingjarnri vinnu sinni hjá 365-miðlum. Hörður átti sjálfur glæsilegan feril á knattspyrnuvellinum en hann lék á sínum tíma með FH og Val en í 264 leikjum skoraði hann 143 mörk. Hörður lék einnig 9 landsleiki fyrir Íslands hönd og skoraði þar eitt mark.Fjölmiðlaverðlaun KSÍ 2016Sjónvarp Símans Sjónvarp Símans tryggði sér útsendingarrétt á úrslitakeppni EM karla sem fram fór í Frakklandi. Strax frá upphafi var ljóst að mikill metnaður var lagður í að gera upplifun áhorfenda sem besta og skilaði gott gengi landsliðsins sér heim í stofu á heimili landsmanna með lifandi og skemmtilegri nálgun hjá Sjónvarpi Símans. Þorsteinn J. sá um vandaða þætti um mótið, sem flestir voru í beinni útsendingu, og enginn mun gleyma stórkostlegum lýsingum Guðmundar Benediktssonar frá leikjum Íslands á mótinu. Sjónvarp Símans tók þátt í EM-torginu en þar gátu allir sem vildu horft á leiki frá EM á risaskjá en svo miklar voru vinsældirnar að EM-torgið var fært í þrígang á Arnarhól til að allir gætu upplifað EM ævintýrið í Frakklandi.Jafnréttisverðlaun KSÍ 2016Tólfan Stuðningssveitin Tólfan hlýtur jafnréttisverðlaun KSÍ að þessu sinni. Tólfan er búin að festa sig í sessi sem ein af bestu stuðningssveitum heims en UEFA, FIFA og fleiri hafa tilnefnt Tólfuna til verðlauna fyrir magnaðan stuðning við landsliðin. Tólfan byrjaði sem fámennur félagsskapur sem hefur vaxið og dafnað og hefur nú innan sinna raða þúsundir stuðningsmanna. Tólfan mætir jafnt á leiki karla og kvennalandsliða og hefur magnaður stuðningur úr stúkunni skilað sér margfalt til leikmanna og á Tólfan stóran þátt í velgengni landsliðanna. “ Fjölmiðlar Íslenski boltinn Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Sjá meira
Hörður Magnússon, íþróttafréttamaður hjá 365, fékk í dag fjömiðlaverðlaun Knattspyrnusambands Íslands. Í umsögn KSÍ segir að Hörður hafi um árabil flutt fréttir af knattspyrnu og lýst fjölda leikja í beinni útsendingu. Þá hefur hann undanfarin ár stýrt markaþætti deildarinnar, Pepsi-mörkunum á Stöð 2 Sport, sem hefur skipað sér sess sem ómissandi hluti af umfjöllun fjölmiðla um íslenska knattspyrnu. „Á undanförnum árum hefur umfang og fagmennska í kringum beinar útsendingar og markaþætti stóraukist og hefur Hörður átt stóran þátt í að auka veg og vanda fótboltans með óeigingjarnri vinnu sinni hjá 365-miðlum,“ segir í tilkynningu KSÍ sem má lesa alla í heild sinni hér fyrir neðan. Sjónvarp Símans fékk einnig fjölmiðlaverðlaun frá KSÍ fyrir umfjöllun sína um úrslitakeppni EM í Frakklandi í sumar og þá fékk Tólfan jafnréttisverðlaun sambandsins.Mynd/KSÍMynd/KSÍ„Fjölmiðlaverðlaun KSÍ 2016Hörður Magnússon Hörður Magnússon hefur um áralangt skeið flutt fréttir sem tengjast knattspyrnu sem og lýst ógrynni leikja í beinni útsendingu og séð um markaþætti úr fótboltanum. Á undanförnum árum hefur umfang og fagmennska í kringum beinar útsendingar og markaþætti stóraukist og hefur Hörður átt stóran þátt í að auka veg og vanda fótboltans með óeigingjarnri vinnu sinni hjá 365-miðlum. Hörður átti sjálfur glæsilegan feril á knattspyrnuvellinum en hann lék á sínum tíma með FH og Val en í 264 leikjum skoraði hann 143 mörk. Hörður lék einnig 9 landsleiki fyrir Íslands hönd og skoraði þar eitt mark.Fjölmiðlaverðlaun KSÍ 2016Sjónvarp Símans Sjónvarp Símans tryggði sér útsendingarrétt á úrslitakeppni EM karla sem fram fór í Frakklandi. Strax frá upphafi var ljóst að mikill metnaður var lagður í að gera upplifun áhorfenda sem besta og skilaði gott gengi landsliðsins sér heim í stofu á heimili landsmanna með lifandi og skemmtilegri nálgun hjá Sjónvarpi Símans. Þorsteinn J. sá um vandaða þætti um mótið, sem flestir voru í beinni útsendingu, og enginn mun gleyma stórkostlegum lýsingum Guðmundar Benediktssonar frá leikjum Íslands á mótinu. Sjónvarp Símans tók þátt í EM-torginu en þar gátu allir sem vildu horft á leiki frá EM á risaskjá en svo miklar voru vinsældirnar að EM-torgið var fært í þrígang á Arnarhól til að allir gætu upplifað EM ævintýrið í Frakklandi.Jafnréttisverðlaun KSÍ 2016Tólfan Stuðningssveitin Tólfan hlýtur jafnréttisverðlaun KSÍ að þessu sinni. Tólfan er búin að festa sig í sessi sem ein af bestu stuðningssveitum heims en UEFA, FIFA og fleiri hafa tilnefnt Tólfuna til verðlauna fyrir magnaðan stuðning við landsliðin. Tólfan byrjaði sem fámennur félagsskapur sem hefur vaxið og dafnað og hefur nú innan sinna raða þúsundir stuðningsmanna. Tólfan mætir jafnt á leiki karla og kvennalandsliða og hefur magnaður stuðningur úr stúkunni skilað sér margfalt til leikmanna og á Tólfan stóran þátt í velgengni landsliðanna. “
Fjölmiðlar Íslenski boltinn Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Sjá meira