Faðir Birnu: Ég fordæmi þá hegðun að dæma heila þjóð vegna gjörða eins manns Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. febrúar 2017 10:16 Nuuk á Grænlandi þangað sem konan var að fljúga á mánudaginn. vísir/Kristján már Grænlensk kona segist hafa lent í því að kallað var eftir henni á göngum Kringlunnar og Smáralindar á dögunum. Frá þessu segir Akureyringurinn Ragnhildur Stefánsdóttir sem hitti konuna, dapra og ráðvillta, á Reykjavíkurflugvelli á mánudag. Ragnhildur var að bíða eftir flugi til Akureyrar þegar öllu flugi norður var aflýst. Mjög fáir voru á flugvellinum að hennar sögn en þar var grænlensk kona sem virkaði ráðvillt. Ragnhildur gaf sig á tal við hana en sú grænlenska spurði hvort einhverjar upplýsingar væru um flugið til Nuuk. Það reyndist á áætlun.Vil ekki vera hér lengur Ragnhildur benti henni á hve heppin hún væri að komast heim til sín ólíkt Ragnhildi og vinkonum sem yrðu veðurtepptar í Reykjavík. „Já, ég vona að ég komist heim. Ég vil ekki vera hérna lengur, þetta var ekki mér að kenna.“ Átti hún þá við mál Birnu Brjánsdóttur en landi hennar er sakaður um manndráp. Upplýsti konan Ragnhildi um að hún hefði meðal annars orðið fyrir aðkasti í Kringlunni og Smáralind þar sem kallað hafi verið á eftir henni. „Vegna verknaðar stráks sem ég þekki ekki einu sinni,“ hefur Ragnhildur eftir þeirri grænlensku. Óhætt er að segja að Ragnhildur sé hneyksluð á þessum löndum sínum og lýsir þeim sem smáborgurum. „Ég er miður mín eftir að hafa hitt þessa konu, skil fullkomlega reiði fólks gagnvart gerandanum en við skulum ekki fordæma heila þjóð.“Grænlendingar eru vinir okkar Undir þetta tekur faðir Birnu, Brjánn Guðjónsson, sem deilir FB-færslu Ragnhildar sem Nútíminn birti í pistlaformi á vef sínum. „Ég fordæmi þá hegðun að dæma heila þjóð vegna gjörða eins manns,“ segir Brjánn. „Grænlendingar eru vinir okkar og við eigum að efla þann vinskap heldur en hitt.“ Fleiri dæmi eru um að Grænlendingar hafi orðið fyrir aðkasti hér á landi. Skipverji á grænlenska togaranum Reginu C fékk að heyra það í söluturni í Hafnarfirði þar sem tvær konur sögðu honum að vera úti. Grænlenska ríkisútvarpið flutti dramatíska frétt af málinu en skipstjórinn á Reginu C sagði úlfalda hafa verið gerðan úr mýflugu. Birna Brjánsdóttir Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Sjá meira
Grænlensk kona segist hafa lent í því að kallað var eftir henni á göngum Kringlunnar og Smáralindar á dögunum. Frá þessu segir Akureyringurinn Ragnhildur Stefánsdóttir sem hitti konuna, dapra og ráðvillta, á Reykjavíkurflugvelli á mánudag. Ragnhildur var að bíða eftir flugi til Akureyrar þegar öllu flugi norður var aflýst. Mjög fáir voru á flugvellinum að hennar sögn en þar var grænlensk kona sem virkaði ráðvillt. Ragnhildur gaf sig á tal við hana en sú grænlenska spurði hvort einhverjar upplýsingar væru um flugið til Nuuk. Það reyndist á áætlun.Vil ekki vera hér lengur Ragnhildur benti henni á hve heppin hún væri að komast heim til sín ólíkt Ragnhildi og vinkonum sem yrðu veðurtepptar í Reykjavík. „Já, ég vona að ég komist heim. Ég vil ekki vera hérna lengur, þetta var ekki mér að kenna.“ Átti hún þá við mál Birnu Brjánsdóttur en landi hennar er sakaður um manndráp. Upplýsti konan Ragnhildi um að hún hefði meðal annars orðið fyrir aðkasti í Kringlunni og Smáralind þar sem kallað hafi verið á eftir henni. „Vegna verknaðar stráks sem ég þekki ekki einu sinni,“ hefur Ragnhildur eftir þeirri grænlensku. Óhætt er að segja að Ragnhildur sé hneyksluð á þessum löndum sínum og lýsir þeim sem smáborgurum. „Ég er miður mín eftir að hafa hitt þessa konu, skil fullkomlega reiði fólks gagnvart gerandanum en við skulum ekki fordæma heila þjóð.“Grænlendingar eru vinir okkar Undir þetta tekur faðir Birnu, Brjánn Guðjónsson, sem deilir FB-færslu Ragnhildar sem Nútíminn birti í pistlaformi á vef sínum. „Ég fordæmi þá hegðun að dæma heila þjóð vegna gjörða eins manns,“ segir Brjánn. „Grænlendingar eru vinir okkar og við eigum að efla þann vinskap heldur en hitt.“ Fleiri dæmi eru um að Grænlendingar hafi orðið fyrir aðkasti hér á landi. Skipverji á grænlenska togaranum Reginu C fékk að heyra það í söluturni í Hafnarfirði þar sem tvær konur sögðu honum að vera úti. Grænlenska ríkisútvarpið flutti dramatíska frétt af málinu en skipstjórinn á Reginu C sagði úlfalda hafa verið gerðan úr mýflugu.
Birna Brjánsdóttir Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Sjá meira