Skilti tekið niður vegna stórskemmtilegrar stafsetningarvillu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. febrúar 2017 14:29 Skiltið og villurnar stórskemmtilegu sem hafa fengið margan Íslendinginn til að brosa í það minnsta út í annað í dag. Estelle Divorne „Prentvillupúkinn býr alls staðar,“ segir Bjarni Kjartansson, rekstrarstjóri Laugardalslaugar, um upplýsingaskiltið sem fengið hefur fólk um allt land til að skella upp úr í fárviðrinu sem gengið hefur yfir landið.Um er að ræða upplýsingaskilti með mynd af mannslíkamanum, ábendingum hvar þarf að þvo sér með sápu og helstu reglum í búningsklefanum. Skiltið, sem tekið var niður í morgun, er fyrir enskumælandi sem ráku vafalítið margir upp stór augu þegar þeir rýndu í textann. „Wash with soup“ og „There is free soup in the shower room“ stendur á skiltinu og mátti því ætla að ókeypis súpa væri í boði í sturtuklefanum sem fólk ætti að baða sig í. „Á ekki að bjóða upp á bjórböð fyrir norðan hjá Kalda? Er þá ekki rétt að bjóða upp á súpu hér,“ segir Bjarni á léttum nótum.Agnes Anna Sigurðardóttir framkvæmdastjóri Kalda sagði frá Bjór Spa í Reykjavík Síðdegis í haust.Skýringuna sé að finna í prentvillupúkanum sem leynist víða, jafnvel á skrifstofu Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar. Skiltið, sem tekið var niður í morgun eftir að ábendingar bárust um villuna, var á ganginum við búningsklefana og var uppi í einn eða tvo daga að sögn Bjarna. „Þessi prentvillupúki er betri en margir aðrir, því hann var fyndinn. Menn þurftu að hlæja í morgun því það var leiðinlegt veður,“ segir Bjarni sem ger engan kala til skiltagerðamanna. Ljóst sé að góðvinur margra, „Autocorrect“, hafi leikið þátt í mistökunum og textinn hafi ekki verið lesinn yfir. Sjálfur er hann með texta uppi á vegg á skrifstofu sinni sem á standi: „Mistök eru mannleg en til að setja allt endanlega í klessu þarf tölvu.“ Bjarni segir starfsmenn Laugardalslaugar taka þessu með brosi á vör. Starfsfólk ÍTR sé upp til hópa miklir húmoristar. Þá þakkar hann sundlaugargestunum fyrir ábendingar. „Gestirnir okkar, sem eru það best sem við eigum, eru eftirtektasamir. Þeir passa vel upp á okkur.“ Sundlaugar Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
„Prentvillupúkinn býr alls staðar,“ segir Bjarni Kjartansson, rekstrarstjóri Laugardalslaugar, um upplýsingaskiltið sem fengið hefur fólk um allt land til að skella upp úr í fárviðrinu sem gengið hefur yfir landið.Um er að ræða upplýsingaskilti með mynd af mannslíkamanum, ábendingum hvar þarf að þvo sér með sápu og helstu reglum í búningsklefanum. Skiltið, sem tekið var niður í morgun, er fyrir enskumælandi sem ráku vafalítið margir upp stór augu þegar þeir rýndu í textann. „Wash with soup“ og „There is free soup in the shower room“ stendur á skiltinu og mátti því ætla að ókeypis súpa væri í boði í sturtuklefanum sem fólk ætti að baða sig í. „Á ekki að bjóða upp á bjórböð fyrir norðan hjá Kalda? Er þá ekki rétt að bjóða upp á súpu hér,“ segir Bjarni á léttum nótum.Agnes Anna Sigurðardóttir framkvæmdastjóri Kalda sagði frá Bjór Spa í Reykjavík Síðdegis í haust.Skýringuna sé að finna í prentvillupúkanum sem leynist víða, jafnvel á skrifstofu Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar. Skiltið, sem tekið var niður í morgun eftir að ábendingar bárust um villuna, var á ganginum við búningsklefana og var uppi í einn eða tvo daga að sögn Bjarna. „Þessi prentvillupúki er betri en margir aðrir, því hann var fyndinn. Menn þurftu að hlæja í morgun því það var leiðinlegt veður,“ segir Bjarni sem ger engan kala til skiltagerðamanna. Ljóst sé að góðvinur margra, „Autocorrect“, hafi leikið þátt í mistökunum og textinn hafi ekki verið lesinn yfir. Sjálfur er hann með texta uppi á vegg á skrifstofu sinni sem á standi: „Mistök eru mannleg en til að setja allt endanlega í klessu þarf tölvu.“ Bjarni segir starfsmenn Laugardalslaugar taka þessu með brosi á vör. Starfsfólk ÍTR sé upp til hópa miklir húmoristar. Þá þakkar hann sundlaugargestunum fyrir ábendingar. „Gestirnir okkar, sem eru það best sem við eigum, eru eftirtektasamir. Þeir passa vel upp á okkur.“
Sundlaugar Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira