Íslenski boltinn

Jón Rúnar: Nýjum formanni þarf að fylgja endurskipulagning og festa

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH.
Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH. vísir/pjetur
Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH, var í áhugaverðu viðtali í Akraborginni á X-inu 977 í gær þar sem hann ræddi málefni sem tengdust ársþingi KSÍ.

Ársþingið fer fram í Vestmannaeyjum á laugardag og verður þar meðal annars nýr formaður kjörinn.

„Mér er sagt að ég muni tryggja þeim ósigur sem ég lýsi stuðningi við,“ sagði Jón Rúnar og sló á létta strengi.

Hann segir þó ekki hvorn frambjóðandann hann styður en býður fólki að lesa í orð hans. Björn Einarsson, formaður Víkings og framkvæmdastjóri, og Guðni Bergsson, fyrrum landsliðsfyrirliði og lögfræðingur, eru í framboði til formanns.

„Við þurfum festu. Við þurfum endurskipulagningu og þá ekki endilega út af því að allt hefur verið í tómu rugli. Heldur vegna þess að við erum að sjá svo margt nýtt og við þurfum að takast á við það með nýjum vinnbrögðum.“

„Þetta gerist af og til. Nú erum við að kveðja ákveðið tímabil og nú er nýtt tímabil að taka við. Til að takast á við það þurfum við grimmt skipulag og mikla festu.“

Jón Rúnar bendir á að Geir hafi sjálfur sagt að breyttir tímar séu í vændum og þá þurfi annað vinnulag.

„Við þurfum að skoða þá frambjóðendur sem eru í boði og meta, hver og einn, hverjum við treystum til að takast á við þessar breytingar.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×