Lögreglan staðfestir í samtali við The Independent að skipverjinn þrífi bílinn á bryggjunni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. febrúar 2017 10:27 Skipverjinn leiddur út úr Héraðsdómi Reykjaness í liðinni viku en hann situr í gæsluvarðhaldi og einangrun grunaður um morðið á Birnu Brjánsdóttur. vísir/anton brink Einar Guðberg Jónsson, rannsóknarlögreglumaður, staðfestir í samtali við breska miðilinn The Independent í gærkvöldi að skipverjinn sem situr í gæsluvarðhaldi, grunaður um að hafa myrt Birnu Brjánsdóttur, sjáist laugardagsmorguninn 14. janúar á eftirlitsmyndavélum á bryggjunni við Hafnarfjarðarhöfn þrífa rauða Kia Rio-bílinn sem hann hafði á leigu í um sólarhring.Frá því var greint í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að maðurinn sjáist á myndavélunum þrífa bílinn bæði að innan og utan á bryggjunni en í viðtali við The Independent segir Einar meðal annars um atburði þessa örlagaríka morguns: „Annar maðurinn, sem var mjög ölvaður, fer út úr bílnum og um borð í togarann. Birna og hinn maðurinn fara burt og svo erum við með fjögurra tíma gat þar sem við höfum ekki getað rakið ferðir bílsins. Maðurinn kemur síðan aftur án Birnu og við sjáum hann á eftirlitsmyndavélum á bryggjunni vera að þrífa bílinn. Hann skilar síðan bílnum til bílaleigunnar og fer um borð í bátinn sem fer frá bryggju um kvöldið.“Segir málið einsdæmi á Íslandi Á mánudagskvöld var greint frá því í kvöldfréttum RÚV að dánarorsök Birnu hefði verið drukknun. Lögreglan hefur hefur hins vegar ekkert viljað staðfesta varðandi það. Í viðtalinu við The Independent segir Einar að hann geti ekki tjáð sig um niðurstöður krufningarinnar en lokaskýrslan liggur ekki fyrir. Einar segir að morðið á Birnu sé einsdæmi á Íslandi. „Ekkert þessu líkt hefur nokkru sinni gerst hér. Það eru um tvö morð á Íslandi á ári og fólk hefur horfið áður en ekki á þennan hátt þar sem ókunnug manneskja tekur aðra ókunnuga manneskju upp í bíl, keyrir burt, gerir eitthvað, drepur hana svo og hendir henni í sjóinn. Það er eitthvað sem gerist ekki hér,“ segir Einar. Ítrekað hefur verið fjallað um mál Birnu Brjánsdóttur í erlendum fjölmiðlum síðan hún hvarf aðfaranótt 14. janúar. Þannig var ekki aðeins fjallað um málið á vef The Independent í gær heldur einnig á vef bandaríska stórblaðsins The New York Times.Vildi kynnast fólki frá öllum heiminum Þar er rætt við fyrrverandi kærasta Birnu sem heitir Andrew Morgan sem er frá Salt Lake City í Utah í Bandaríkjunum. Morgan kynntist Birnu á ferðalagi síðasta sumar og segir í samtali við blaðið að hún hafi átt auðvelt með að kynnast ókunnugum. „Hún sagði að hún vildi kynnast einhverjum frá hverju einasta landi í heiminum og fara síðan og heimsækja þá alla.“ Eftir að Morgan fór aftur til Utah heimsótti Birna hann en þau ákváðu síðan að það væri of erfitt að vera í fjarsambandi. Hann segir að á meðan þau hafi verið á Íslandi hafi þau tvö oft labbað seint um nótt á Laugaveginum og hann hafi stundum skammað hana fyrir að labba eina. „Hún sagði að það væri allt í lagi að labba ein heim en þar sem ég er frá Bandaríkjunum þá fannst mér það ekki,“ segir Morgan. Þá segir hann jafnframt að hann hafi varla getað horft á myndband af Birnu úr eftirlitsmyndavélum miðbæjar Reykjavíkur. „Ég hef bara horft einu sinni á það.“ Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Sést þrífa rauða Kia Rio-bílinn að innan og utan á bryggjunni Ekki liggur fyrir játning í manndrápsmálinu í Hafnarfirði en sönnunargögn í því hrannast upp. Hæstiréttur staðfesti í dag framlengt gæsluvarðhald í tvær vikur yfir manninum sem talinn er bera ábyrgð á dauða Birnu Brjánsdóttur. 7. febrúar 2017 18:30 Hæstiréttur staðfestir áframhaldandi gæsluvarðhald Hæstiréttur staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manninum sem grunaður er um að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana. 7. febrúar 2017 13:12 „Við teljum okkur vera búin að yfirheyra hann nokkuð stíft“ Maðurinn var síðast yfirheyrður á fimmtudag en sama dag var hann úrskurðaður í áframhaldandi tveggja vikna gæsluvarðhald og einangrun. 7. febrúar 2017 11:09 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Sjá meira
Einar Guðberg Jónsson, rannsóknarlögreglumaður, staðfestir í samtali við breska miðilinn The Independent í gærkvöldi að skipverjinn sem situr í gæsluvarðhaldi, grunaður um að hafa myrt Birnu Brjánsdóttur, sjáist laugardagsmorguninn 14. janúar á eftirlitsmyndavélum á bryggjunni við Hafnarfjarðarhöfn þrífa rauða Kia Rio-bílinn sem hann hafði á leigu í um sólarhring.Frá því var greint í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að maðurinn sjáist á myndavélunum þrífa bílinn bæði að innan og utan á bryggjunni en í viðtali við The Independent segir Einar meðal annars um atburði þessa örlagaríka morguns: „Annar maðurinn, sem var mjög ölvaður, fer út úr bílnum og um borð í togarann. Birna og hinn maðurinn fara burt og svo erum við með fjögurra tíma gat þar sem við höfum ekki getað rakið ferðir bílsins. Maðurinn kemur síðan aftur án Birnu og við sjáum hann á eftirlitsmyndavélum á bryggjunni vera að þrífa bílinn. Hann skilar síðan bílnum til bílaleigunnar og fer um borð í bátinn sem fer frá bryggju um kvöldið.“Segir málið einsdæmi á Íslandi Á mánudagskvöld var greint frá því í kvöldfréttum RÚV að dánarorsök Birnu hefði verið drukknun. Lögreglan hefur hefur hins vegar ekkert viljað staðfesta varðandi það. Í viðtalinu við The Independent segir Einar að hann geti ekki tjáð sig um niðurstöður krufningarinnar en lokaskýrslan liggur ekki fyrir. Einar segir að morðið á Birnu sé einsdæmi á Íslandi. „Ekkert þessu líkt hefur nokkru sinni gerst hér. Það eru um tvö morð á Íslandi á ári og fólk hefur horfið áður en ekki á þennan hátt þar sem ókunnug manneskja tekur aðra ókunnuga manneskju upp í bíl, keyrir burt, gerir eitthvað, drepur hana svo og hendir henni í sjóinn. Það er eitthvað sem gerist ekki hér,“ segir Einar. Ítrekað hefur verið fjallað um mál Birnu Brjánsdóttur í erlendum fjölmiðlum síðan hún hvarf aðfaranótt 14. janúar. Þannig var ekki aðeins fjallað um málið á vef The Independent í gær heldur einnig á vef bandaríska stórblaðsins The New York Times.Vildi kynnast fólki frá öllum heiminum Þar er rætt við fyrrverandi kærasta Birnu sem heitir Andrew Morgan sem er frá Salt Lake City í Utah í Bandaríkjunum. Morgan kynntist Birnu á ferðalagi síðasta sumar og segir í samtali við blaðið að hún hafi átt auðvelt með að kynnast ókunnugum. „Hún sagði að hún vildi kynnast einhverjum frá hverju einasta landi í heiminum og fara síðan og heimsækja þá alla.“ Eftir að Morgan fór aftur til Utah heimsótti Birna hann en þau ákváðu síðan að það væri of erfitt að vera í fjarsambandi. Hann segir að á meðan þau hafi verið á Íslandi hafi þau tvö oft labbað seint um nótt á Laugaveginum og hann hafi stundum skammað hana fyrir að labba eina. „Hún sagði að það væri allt í lagi að labba ein heim en þar sem ég er frá Bandaríkjunum þá fannst mér það ekki,“ segir Morgan. Þá segir hann jafnframt að hann hafi varla getað horft á myndband af Birnu úr eftirlitsmyndavélum miðbæjar Reykjavíkur. „Ég hef bara horft einu sinni á það.“
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Sést þrífa rauða Kia Rio-bílinn að innan og utan á bryggjunni Ekki liggur fyrir játning í manndrápsmálinu í Hafnarfirði en sönnunargögn í því hrannast upp. Hæstiréttur staðfesti í dag framlengt gæsluvarðhald í tvær vikur yfir manninum sem talinn er bera ábyrgð á dauða Birnu Brjánsdóttur. 7. febrúar 2017 18:30 Hæstiréttur staðfestir áframhaldandi gæsluvarðhald Hæstiréttur staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manninum sem grunaður er um að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana. 7. febrúar 2017 13:12 „Við teljum okkur vera búin að yfirheyra hann nokkuð stíft“ Maðurinn var síðast yfirheyrður á fimmtudag en sama dag var hann úrskurðaður í áframhaldandi tveggja vikna gæsluvarðhald og einangrun. 7. febrúar 2017 11:09 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Sjá meira
Sést þrífa rauða Kia Rio-bílinn að innan og utan á bryggjunni Ekki liggur fyrir játning í manndrápsmálinu í Hafnarfirði en sönnunargögn í því hrannast upp. Hæstiréttur staðfesti í dag framlengt gæsluvarðhald í tvær vikur yfir manninum sem talinn er bera ábyrgð á dauða Birnu Brjánsdóttur. 7. febrúar 2017 18:30
Hæstiréttur staðfestir áframhaldandi gæsluvarðhald Hæstiréttur staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manninum sem grunaður er um að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana. 7. febrúar 2017 13:12
„Við teljum okkur vera búin að yfirheyra hann nokkuð stíft“ Maðurinn var síðast yfirheyrður á fimmtudag en sama dag var hann úrskurðaður í áframhaldandi tveggja vikna gæsluvarðhald og einangrun. 7. febrúar 2017 11:09