Lögreglan staðfestir í samtali við The Independent að skipverjinn þrífi bílinn á bryggjunni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. febrúar 2017 10:27 Skipverjinn leiddur út úr Héraðsdómi Reykjaness í liðinni viku en hann situr í gæsluvarðhaldi og einangrun grunaður um morðið á Birnu Brjánsdóttur. vísir/anton brink Einar Guðberg Jónsson, rannsóknarlögreglumaður, staðfestir í samtali við breska miðilinn The Independent í gærkvöldi að skipverjinn sem situr í gæsluvarðhaldi, grunaður um að hafa myrt Birnu Brjánsdóttur, sjáist laugardagsmorguninn 14. janúar á eftirlitsmyndavélum á bryggjunni við Hafnarfjarðarhöfn þrífa rauða Kia Rio-bílinn sem hann hafði á leigu í um sólarhring.Frá því var greint í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að maðurinn sjáist á myndavélunum þrífa bílinn bæði að innan og utan á bryggjunni en í viðtali við The Independent segir Einar meðal annars um atburði þessa örlagaríka morguns: „Annar maðurinn, sem var mjög ölvaður, fer út úr bílnum og um borð í togarann. Birna og hinn maðurinn fara burt og svo erum við með fjögurra tíma gat þar sem við höfum ekki getað rakið ferðir bílsins. Maðurinn kemur síðan aftur án Birnu og við sjáum hann á eftirlitsmyndavélum á bryggjunni vera að þrífa bílinn. Hann skilar síðan bílnum til bílaleigunnar og fer um borð í bátinn sem fer frá bryggju um kvöldið.“Segir málið einsdæmi á Íslandi Á mánudagskvöld var greint frá því í kvöldfréttum RÚV að dánarorsök Birnu hefði verið drukknun. Lögreglan hefur hefur hins vegar ekkert viljað staðfesta varðandi það. Í viðtalinu við The Independent segir Einar að hann geti ekki tjáð sig um niðurstöður krufningarinnar en lokaskýrslan liggur ekki fyrir. Einar segir að morðið á Birnu sé einsdæmi á Íslandi. „Ekkert þessu líkt hefur nokkru sinni gerst hér. Það eru um tvö morð á Íslandi á ári og fólk hefur horfið áður en ekki á þennan hátt þar sem ókunnug manneskja tekur aðra ókunnuga manneskju upp í bíl, keyrir burt, gerir eitthvað, drepur hana svo og hendir henni í sjóinn. Það er eitthvað sem gerist ekki hér,“ segir Einar. Ítrekað hefur verið fjallað um mál Birnu Brjánsdóttur í erlendum fjölmiðlum síðan hún hvarf aðfaranótt 14. janúar. Þannig var ekki aðeins fjallað um málið á vef The Independent í gær heldur einnig á vef bandaríska stórblaðsins The New York Times.Vildi kynnast fólki frá öllum heiminum Þar er rætt við fyrrverandi kærasta Birnu sem heitir Andrew Morgan sem er frá Salt Lake City í Utah í Bandaríkjunum. Morgan kynntist Birnu á ferðalagi síðasta sumar og segir í samtali við blaðið að hún hafi átt auðvelt með að kynnast ókunnugum. „Hún sagði að hún vildi kynnast einhverjum frá hverju einasta landi í heiminum og fara síðan og heimsækja þá alla.“ Eftir að Morgan fór aftur til Utah heimsótti Birna hann en þau ákváðu síðan að það væri of erfitt að vera í fjarsambandi. Hann segir að á meðan þau hafi verið á Íslandi hafi þau tvö oft labbað seint um nótt á Laugaveginum og hann hafi stundum skammað hana fyrir að labba eina. „Hún sagði að það væri allt í lagi að labba ein heim en þar sem ég er frá Bandaríkjunum þá fannst mér það ekki,“ segir Morgan. Þá segir hann jafnframt að hann hafi varla getað horft á myndband af Birnu úr eftirlitsmyndavélum miðbæjar Reykjavíkur. „Ég hef bara horft einu sinni á það.“ Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Sést þrífa rauða Kia Rio-bílinn að innan og utan á bryggjunni Ekki liggur fyrir játning í manndrápsmálinu í Hafnarfirði en sönnunargögn í því hrannast upp. Hæstiréttur staðfesti í dag framlengt gæsluvarðhald í tvær vikur yfir manninum sem talinn er bera ábyrgð á dauða Birnu Brjánsdóttur. 7. febrúar 2017 18:30 Hæstiréttur staðfestir áframhaldandi gæsluvarðhald Hæstiréttur staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manninum sem grunaður er um að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana. 7. febrúar 2017 13:12 „Við teljum okkur vera búin að yfirheyra hann nokkuð stíft“ Maðurinn var síðast yfirheyrður á fimmtudag en sama dag var hann úrskurðaður í áframhaldandi tveggja vikna gæsluvarðhald og einangrun. 7. febrúar 2017 11:09 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Fleiri fréttir Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Sjá meira
Einar Guðberg Jónsson, rannsóknarlögreglumaður, staðfestir í samtali við breska miðilinn The Independent í gærkvöldi að skipverjinn sem situr í gæsluvarðhaldi, grunaður um að hafa myrt Birnu Brjánsdóttur, sjáist laugardagsmorguninn 14. janúar á eftirlitsmyndavélum á bryggjunni við Hafnarfjarðarhöfn þrífa rauða Kia Rio-bílinn sem hann hafði á leigu í um sólarhring.Frá því var greint í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að maðurinn sjáist á myndavélunum þrífa bílinn bæði að innan og utan á bryggjunni en í viðtali við The Independent segir Einar meðal annars um atburði þessa örlagaríka morguns: „Annar maðurinn, sem var mjög ölvaður, fer út úr bílnum og um borð í togarann. Birna og hinn maðurinn fara burt og svo erum við með fjögurra tíma gat þar sem við höfum ekki getað rakið ferðir bílsins. Maðurinn kemur síðan aftur án Birnu og við sjáum hann á eftirlitsmyndavélum á bryggjunni vera að þrífa bílinn. Hann skilar síðan bílnum til bílaleigunnar og fer um borð í bátinn sem fer frá bryggju um kvöldið.“Segir málið einsdæmi á Íslandi Á mánudagskvöld var greint frá því í kvöldfréttum RÚV að dánarorsök Birnu hefði verið drukknun. Lögreglan hefur hefur hins vegar ekkert viljað staðfesta varðandi það. Í viðtalinu við The Independent segir Einar að hann geti ekki tjáð sig um niðurstöður krufningarinnar en lokaskýrslan liggur ekki fyrir. Einar segir að morðið á Birnu sé einsdæmi á Íslandi. „Ekkert þessu líkt hefur nokkru sinni gerst hér. Það eru um tvö morð á Íslandi á ári og fólk hefur horfið áður en ekki á þennan hátt þar sem ókunnug manneskja tekur aðra ókunnuga manneskju upp í bíl, keyrir burt, gerir eitthvað, drepur hana svo og hendir henni í sjóinn. Það er eitthvað sem gerist ekki hér,“ segir Einar. Ítrekað hefur verið fjallað um mál Birnu Brjánsdóttur í erlendum fjölmiðlum síðan hún hvarf aðfaranótt 14. janúar. Þannig var ekki aðeins fjallað um málið á vef The Independent í gær heldur einnig á vef bandaríska stórblaðsins The New York Times.Vildi kynnast fólki frá öllum heiminum Þar er rætt við fyrrverandi kærasta Birnu sem heitir Andrew Morgan sem er frá Salt Lake City í Utah í Bandaríkjunum. Morgan kynntist Birnu á ferðalagi síðasta sumar og segir í samtali við blaðið að hún hafi átt auðvelt með að kynnast ókunnugum. „Hún sagði að hún vildi kynnast einhverjum frá hverju einasta landi í heiminum og fara síðan og heimsækja þá alla.“ Eftir að Morgan fór aftur til Utah heimsótti Birna hann en þau ákváðu síðan að það væri of erfitt að vera í fjarsambandi. Hann segir að á meðan þau hafi verið á Íslandi hafi þau tvö oft labbað seint um nótt á Laugaveginum og hann hafi stundum skammað hana fyrir að labba eina. „Hún sagði að það væri allt í lagi að labba ein heim en þar sem ég er frá Bandaríkjunum þá fannst mér það ekki,“ segir Morgan. Þá segir hann jafnframt að hann hafi varla getað horft á myndband af Birnu úr eftirlitsmyndavélum miðbæjar Reykjavíkur. „Ég hef bara horft einu sinni á það.“
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Sést þrífa rauða Kia Rio-bílinn að innan og utan á bryggjunni Ekki liggur fyrir játning í manndrápsmálinu í Hafnarfirði en sönnunargögn í því hrannast upp. Hæstiréttur staðfesti í dag framlengt gæsluvarðhald í tvær vikur yfir manninum sem talinn er bera ábyrgð á dauða Birnu Brjánsdóttur. 7. febrúar 2017 18:30 Hæstiréttur staðfestir áframhaldandi gæsluvarðhald Hæstiréttur staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manninum sem grunaður er um að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana. 7. febrúar 2017 13:12 „Við teljum okkur vera búin að yfirheyra hann nokkuð stíft“ Maðurinn var síðast yfirheyrður á fimmtudag en sama dag var hann úrskurðaður í áframhaldandi tveggja vikna gæsluvarðhald og einangrun. 7. febrúar 2017 11:09 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Fleiri fréttir Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Sjá meira
Sést þrífa rauða Kia Rio-bílinn að innan og utan á bryggjunni Ekki liggur fyrir játning í manndrápsmálinu í Hafnarfirði en sönnunargögn í því hrannast upp. Hæstiréttur staðfesti í dag framlengt gæsluvarðhald í tvær vikur yfir manninum sem talinn er bera ábyrgð á dauða Birnu Brjánsdóttur. 7. febrúar 2017 18:30
Hæstiréttur staðfestir áframhaldandi gæsluvarðhald Hæstiréttur staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manninum sem grunaður er um að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana. 7. febrúar 2017 13:12
„Við teljum okkur vera búin að yfirheyra hann nokkuð stíft“ Maðurinn var síðast yfirheyrður á fimmtudag en sama dag var hann úrskurðaður í áframhaldandi tveggja vikna gæsluvarðhald og einangrun. 7. febrúar 2017 11:09